Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Síða 6

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Síða 6
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ Fanney Friðriksdóttir, nýráðinn deildarstjóri Kaupfélagsins í Sandgerði. BYRJUÐ MEÐ JÓLAHLBOÐ -segir Fanney Friðriksdóttir.; deildarstjóri Kaupfélags Suðurnesja í Sandgerði helgina. Við viljum breyta þessu Kaupfélag Suðurnesja rekur einu matvöruverslunina í Sand- gerði. Fanney Friðriksdóttir er deildarstjóri Kaupfélagsins á staðnum, en húr tók við því starfi fyrir rúmum mánuði síðan eða 15. október sl. Við spurðum hana fyrst hvort hún hefði starfað lengi hjá kaupfélaginu. „Ég byrjaði fyrst 1982 og starfaði til 1986. Tók mér þá tveggja ára frí, en byrjaði aftur í fyrra og vann þá hálfan daginn. Síðan var mér boðin staða deildarstjóra hér og hef gegnt henni í mánuð". Kaupfélagið hér í Sandgerði, er það stórmarkaður staðarins? „Nei, ekki er hægt að segja það. Verslunin hér er fyrri hluta vikunnar en á föstudögum tæm- ist plássið, því allirfara í Keflavík að versla í stórmörkuðunum fyrir og erum því að lækka verð á nokkrum vöruflokkum, s.s. kaffi, kexi, Léttu og laggott ofl., sem fólk notar mikið. Einnig verðum við með tilboðsverð á vörum sem mikið eru notaðar fyrir jólin. Vió byrjum með tilboð á bök- unarvörum, síðan verða tilboð í gangi á niðursoðnum ávöxtum, grænmeti og gosdrykkjum. Með þessu viljum við koma til móts við fólkið, sem hefur sagt að það muni miklu á verðinu hjá okkur og í stórmörkuðunum". Ftefur fólk tekið eftir þessum breytingum sem er verið að gera á verði í kaupfélagsverslunum? „Ég tel það, alla vega hefur fólk talað um að það sjái breyt- ingar. Annars er erfitt að segja til um þetta. Viðskiptavinirnir virð- ast fara á hraðferð í gegnum verslunina, kaupa það sem þarf en lítíð kanna hvað fæst hér. Það leynist ótrúlega hvað er til hér". Attu von á að verslun hér breytist á þann veg að meira verði verslað hér? „Ég vona það. Við eigum okkar fasta viðskiptavinahóp. Eldra fólkið á staónum verslar hér allt og við látum senda því vörur heim á föstudögum. Við- skiptin hafa verið þannig að keypt hefur verið hér það sem þarf frá degi til dags, en við vonumst til að með þeim til- boðum sem nú verða í gangi, þá sjái Sandgerðingar sér hag f að versla hér. Því vona ég að Sand- gerðingar kynni sér hvað við höfum upp á að bjóða áður en þeir fara til Keflavíkur", sagði Fanney Friðriksdóttir að lokum. Somvinnu- fjölskyldo □ að mun maður hafa spurt einhverju sinni hvort fáni Sam- vinnuhreyfingarinnar væri dreginn að húni hjá fjöl- skyldum þeirra systra, Fann- eyjar og Þorbjargar Friðriks- dætra. Kannski ekki furða, því auk þess sem að þær systur gegna deildarstjóra- starfi í Kaupfélagi Suður- nesja, önnur í Sandgerði, það er Fanney og Þorbjörg í Garðinum, þá starfa tvær systur þeirra hjá öðrum kaupfélögum. Elsta systirin starfar í kaupfélaginu á Skagaströnd og heitir Stein- unn, en fjórða systirin starfar hjá Miklagarði í Miðvangi, Ffafnart'irði og heitir Heiður Friðriksdóttir. Þannig eru allar systurnar fjórar starfandi hjá kaup- félögum víðsvegar um land- ið. En foreldrar þeirra? Nei, hvorugt þeirra er kaup- félagsstjóri! Mikill verðmunur! I erslanir á Suður- nesjum hafa oft I I auglýst að verð sé ekki hærra hér en á höf- uðborgarsvæðinu, jat'nvel lægra. Oft het'ur komið fram að verð í Samkaup sé með því lægra sem gerist og fyrir stuttu kom eitt slíkt dæmi upp á borðið. Onefndur maóur úr Reykjavík kom í Samkaup, sátelpnakjól í fatadeildinni og sagðist vera nýbúinn að kaupa slíkan kjól í verslun í Kringlunni og greitt fyrir hann kr. 4.900. Hann spurði hvað hann kostaði og varð ekki lítið undrandi þegar hann fékk svarið, 3400 kr. Heilum 1500 krónum munaði því á hvort kjóllinn var keyptur í Sam- kaup eða Kringlunni. Vinsœlar kynningar Matvörukynningar í Samkaup eru vinsælar og algengar. Ljós- myndari Kaupfélagsblaðsins tók meðfylgjandi mynd þegar kryddvörur voru kynntar í Samkaup t'yrir skemmstu. Kynning- armaðurinn stóri heitir Sigurður og vakti hann athygli fyrir hæð sína enda vel yfir tvo metrana þó svo að ekki hafi farið eins mikið fyrir vörunni, sjálfu kryddinu. 6

x

Kaupfélagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.