Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Page 30
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ
Selma Jónsdóttir, deildar-
stjóri.
„ Vona að Vogamenn
versli heima fyrir jóiin “
-segir Selma Jónsdótfir deildarstjóri Kaupfélagsins í Vogum
„Við verðum með tilboðsverð
á ýmsum vöruflokkum nú í des-
ember sem ég vona að Vogabúar
notfæri sér/'sagði Selma Jóns-
dóttir deildarstjóri Kaupfélags
Suðurnesja í Vogum í samtali við
Kaupfélagsblaðið. Kaupfélag
Suðurnesja hefur rekið verslun í
Vogum frá því í oktober 1985,
og tók Selma við deildar-
stjórastarfinu í desember það ár
og hefur gengt því síðan.
„Okkur hefur gengið illa að
keppa við stórmarkaðina. Allir
kostnaðarliðir hjá okkur eru
hærri en hjá þeim, þannig að við
höfum ekki getað boðið sama
verð og þær." Selma benti þó á
að Kaupfélagið í Vogum væri
með sama verð á kjörtvöru og
væri í Samkaupum. „Þær vörur
sem verða á sérstöku tilboðs-
verði hér, eins og öðrum kaup-
félagsverslunum, eru bökunar-
vörur, niðursoðið grænmeti, og
ávextir. Ég vona að einnig takist
að verða með gosdrykki á
tilboðsverði fyrir jólin."
Að sögn Selmu er mest um að
Vogabúar versli vörur frá degi til
dags hjá þeim en geri stór-
innkaupin í stórmörkuðunum.
En verslunin á einnig sína föstu
kúnna sem alltaf versla þar og á
hverjum föstudegi fer Selma inn
á strönd með vöru á bæina þar
sem nýta sér þá þjónustu.
„Ég vona að Vogamenn versli
heima fyrir jólin,"sagði Selma
Jónsdóttir að lokum.
Hjalti Guðmundsson prófaði nýjan stein-
bor sem var kynntur í Jám & Skip....
+ ««*
VERSLAÐILUGU
Þessir ungu herramenn versla oft í gegnum lúguna í Kaup-
félaginu í Garði, enda þjónustan fljót og úrvalið gott.
...og menn tóku meira að segja í nefið og Ijósmyndarinn náði því á filmu. Iðnaðarmenn fjöl-
menntu á kynninguna hjá Járn og Skip.
kynning
íJárn og
Skip
Iðnaðarmönnum var boðið
í „létta" kynningu í Samkaup í
lok nóvember, og er þetta
orðið árlegur viðburður hjá
versluninni. Var margt um
iðnaðar-manninn þennan dag
og notuðu þeir tækifærið, allir
saman komnir sem ekki gerist
oft, spjölluðu og báru bækur
sínar saman.
30