Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 11

Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Seltjarnarnesbær hefur á vef sínum kynnt tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar leikskóla við Suður- strönd. Allir þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri vegna tillög- unnar geta gert það í síðasta lagi 21. febrúar nk. Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar ákvað árið 2017 að skipa starfshóp til að skoða og koma með tillögur að því með hvaða hætti því markmiði bæj- arstjórnar verði náð að taka inn börn frá 12 mánaða aldri í leikskóla bæj- arins. Starfshópurinn skoðaði ýmsar leiðir til að mæta þörf fyrir allt að 300 leikskólapláss frá árinu 2022. Niðurstaða starfshópsins var að leggja til byggingu á nýjum leik- skóla og sameina um leið alla starf- semi leikskólans í einni starfsstöð. Bæjarráð lagði til á fundi í júlí 2018 að staðarval nýs leikskóla verði á núverandi svæði leikskólans, ásamt svæði sem gengið hefur undir nafninu Ráðhúsreitur. Reiturinn liggur á horni Suðurstrandar og Nesvegar og afmarkast af þeim göt- um svo og Selbraut til suðurs. Seltjarnarnesbær bauð í nóv- ember 2018 til tveggja þrepa opinn- ar hönnunarsamkeppni um nýbygg- ingu leikskóla bæjarins í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Andrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppninni en innsendar tillögur voru 27 talsins, frá innlendum og erlendum arkitekt- um. Vinningstillagan heitir Undra- brekka og eru höfundar hennar arki- tektarnir Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson. Nýi leikskólinn ásamt geymslum og snyrtingum á lóð verð- ur um 3.700 fermetrar, og yfir- byggður hluti bíla- og hjólastæða er um 1.400 m², samtals 5.100 m². Á svæðinu eru nú starfræktar þrjár af fjórum starfsstöðvum Leik- skóla Seltjarnarness í þremur hús- um. Það eru Sólbrekka, reist árið 1981, Mánabrekka, reist árið 1996, og Fagrabrekka, reist árið 2018. Reiknað er með því að þessi hús víki fyrir hinum nýja skóla. Teikning/Andrúm arkitektar Undrabrekka Nýbyggingin mun rísa á horni Suðurstrandar og Nesvegar. Nýi leikskólinn fer í kynningu  Undrabrekka mun rísa á Nesinu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ungt fólk þarf að geta aflað sér og nýtt upplýsingar og öðlast getu til að vinna með tækni sem þróast hratt. Þessir þættir þurfa að vera leiðarljósið í menntastefnu nú- tímans,“ segir Ingibjörg Ösp Stef- ánsdóttir hjá Samtökum atvinnu- lífsins. „Huga verður að félags- legri færni og þáttum sem greina mannfólkið frá sjálfvirkni og vél- mennum sem taka æ fleiri störf yf- ir. Ný störf verða til og við þurfum færni til að takast á við þau. Í dag þarf fleiri í iðn-, verk- og tækni- greinar í framhaldsskólum og sem betur fer hefur nemendum þar fjölgað síðustu ár. Styrkja þarf há- skólanám í verkfræði og líkum fögum. Mikilvægast er þó til fram- tíðar, þvert á greinar að fólk styrki færni í því að afla sér frek- ari þekkingar í stað þess að leggja svör á minnið.“ Fyrir helgina var haldinn Menntadagur atvinnulífsins, á veg- um Samtaka atvinnulífsins og að- ildarsamtaka þeirra. Við þetta til- efni voru Íslandshótel voru valin Menntafyrirtæki ársins 2021, en leiðarljós í fræðslu fyrirtækisins til starfsmanna er að tryggja gæði ánægju gesta hótela fyrirtækisins sem eru alls sautján. Mennta- sprotann 2021 fékk Dominos sem rekur alls 23 pítsastaði með alls um 650 starfsmönnum sem margir eru um tvítugt. Dominos hefur lagt mikið upp úr rafrænni fræðslu og þar eru nýttar aðferðir sem ungt fólk þekkir úr heimi vefjar og leikjafræði. Reynslan er góð. Nýsköpunarhæfni, virkni og lausnamiðun „Á hverjum tíma höfum við hjá SA reynt að lesa í þróun sam- félagsins og mótað okkar áherslur í menntamálum samkvæmt því,“ segir Ingibjörg Ösp. Hún segir lista frá The World Economic For- um vera þýðingarmikið gagn í stefnumótun, en þar séu góð tæknimenntun og færniþjálfun of- arlega á blaði. Hún vísar þar til svonefnds STEAM-lista (e. Science, Technology, Engineer- ing, Art, Mathematics), það er að áhersla skuli lögð á vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði. Stikkorð úr erindunum sem flutt voru á Menntadeginum af áhrifafólki í atvinnulífinu segja margt. Þar koma fyrir orð eins og nýsköpunarhæfni, virkni, lausna- miðun, gagnrýni hugsun, sköpun, frumkvæði, forysta, tæknihönnun, seigla og rökhugsun. Aðspurð við- urkennir Ingibjörg að margt af framangreindu hljómi sem vél- rænar lausnir. Slíkt merki þó ekki að mennskan megi ekki vera ráð- andi í atvinnulífi framtíðar. Skapa nýtt starfsumhverfi við óvenjulegar aðstæður „Sennilega tölum við ekki nóg um siðferðileg sjónarmið og mennskuna. Í tækniframförum reynir meira á slíkt áður,“ segir Ingibjörg Ösp og heldur áfram: „Hluti af mennsku er einfald- lega að bjóða vinnufélögum sínum góðan daginn; svo innihaldsrík eru þau orð í raun. Við sættum okkur ekki við að aðeins sé starfað samkvæmt reglum. Samfélagið, og við sjálf, gerum kröfur um sam- félagsábyrgð, siðferði og mannleg gildi í orðum og athöfnum. Síðasta árið hafa allir í heiminum verið áfram um að skapa nýtt starfsum- hverfi við óvenjulegar aðstæður. Við sjáum getu atvinnulífsins til að mæta nýjum árskorunum því gera þarf betur á mörgum sviðum. Í verkið þarf hugvit, reynslu og vinnufærar hendur. SA hefur lagt áherslu á að í atvinnulífinu séu verkefni fyrir alla og við verðum þá að skapa slíkar aðstæður.“ Meðal tillagana í mennta- stefnu SA sem gefin var út á síð- asta ári og ber yfirskriftina Menntun og færni við hæfi er lagt til að grunnskólinn verði styttur um eitt ár. Fleiri járn segir Ingi- björg Ösp mikilvægt að hamra áfram. Meðal annars sé sláandi að um 12% 15 ára íslenskra stúlkna og 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns og öflugir nemendur fái ekki tækifæri við hæfi. „Námskrám er gjarnan breytt, en hér þarf kannski að endurskoða kerfislega þætti. Skólastarfið er að mörgu leyti fast í viðjum þeirra 40 mínútna sem hver kennslustund er. Kjarasamn- ingar kennarar eru takmarkandi þáttur þegar kemur að þróun skólastarfs. Endurskoða mætti til dæmis löng sumarfrí í skólum. Eins þarf að grípa til ráðstafana til að mæta betur börnum af erlend- um uppruna, sem nú eru 11% nem- enda grunnskóla landsins,“ segir Ingibjörg sem horfir á skólamál bæði í starfi sínu og sem foreldri. Börn eru glöð „Börnin mín bæði fara og koma úr skólanum glöð. Af ánægju sprettur árangur. Samt þurfum við sem samfélag að gera betur þegar kemur að menntun, svo sem undirstöðugreinum eins og lestri og stæðfræði. Mestu skiptir samt að í skólanum sé já- kvæður andi og að börnum líði þar vel. Slíkt er undirstaða góðs ár- angurs í námi, starfi og í atvinnu- lífinu þegar þar að kemur,“ segir Ingibjörg Ösp að síðustu. Frumkvæði, seigla og rökhugsun mikilvæg á vinnumarkaði sem breytist hratt Morgunblaðið/Golli Fiskvinnsla Sjávarútvegurinn er atvinnugrein sem breytist hratt, svo sem færibandavinna. Huga verður að félagslegri færni og þáttum sem greina fólkið frá sjálfvirkni og vélmennum sem taka æ fleiri störf yfir. Mennska ráði í tækni- væddu atvinnulífinu  Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir er fædd 1976, viðskiptafræð- ingur að mennt auk þess að hafa gráður í stjórnun og stefnumótun. Var nýlega ráðin forstöðumaður samkeppnis- hæfnissviðs Samtaka atvinnu- lífsins. Þar er haldið utan um verkefni sem snúa að starfs- umhverfi íslensks atvinnulífs, s.s. menntamál,  Ingibjörg hefur starfað hjá SA frá 2019. Stýrði undirbún- ingi og opnun Menningarhúss- ins Hofs á Akureyri og var framkvæmdastjóri. Nú stjórn- arformaður Hörpu. Hver er hún? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Viðhorf Hluti af mennsku er einfaldlega að bjóða vinnufélögum góðan daginn; svo innihaldsrík eru þau orð, segir Ingibjörg Ösp í viðtalinu. Einar Hansberg Árnason sló í gær heimsmet í réttstöðulyftu, en honum tókst að lyfta samtals rétt rúmlega 528 tonnum með því að lyfta fyrst 60 kílóa stöng og svo 40 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Einar byrjaði á hádeginu á laugardag og lyfti lóð- um í rúman sólarhring. „Það er blússandi hamingja, og mikill léttir,“ segir Einar spurður um líðan sína eftir þrekvirkið. „En þakklæti er mér efst í huga.“ Þrekvirkið tileinkaði Einar, sem hefur áður vakið athygli fyrir hetju- leg afrek sín í þágu góðgerðarmála og velferð barna. Einar sagðist hafa slegið heimsmetið til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi góðra samskipta fullorðinna við börn. „Við verðum að virða það að börn hafa rödd og við skulum hlusta á þau,“ sagði Einar og bætti við: „Foreldrum gengur oft illa með það, og ég er þar alls ekki undanskil- inn. Samskiptin eru oft á forsendum foreldranna, án þess að þau ætli sér eitthvað með því. Þetta var bara ákall til fólks um að líta aðeins inn á við og skoða samskipti sín við börn- in.“ jonn@mbl.is Einar setti heims- met í réttstöðulyftu  Tileinkaði velferð barna þrekvirkið Morgunblaðið/Sigurður Ragnars 528 tonn Einar Hansberg Árnason sló heimsmet í réttstöðulyftu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.