Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Hinn 3. maí 2018 birti ég grein í blaðinu með fyrirsögninni „Hvað varð um Sjálf- stæðisflokkinn okkar?“ Tilefnið var að ég hafði verið í burtu í tæp 30 ár og þekkti ekki Sjálf- stæðisflokkinn fyrir sama flokk og hann var er ég hvarf á braut héðan í lok níunda ára- tugarins þegar ég kom til baka. Þegar ég fór og settist að í Þýskalandi vann Sjálfstæðisflokk- urinn í svipuðum anda og með svip- aðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Nánast eins og systurflokkar. Þegar ég kom til baka síðla árs 2016 sýndist mér Sjálfstæðisflokk- urinn mest vera kominn inn á svið AfD (Alternative für Deutschland), sem var og er hægri þjóðernis-, öfga- og íhaldsflokkur sem hafði klofið sig út úr Kristilegum demó- krötum. Besta dæmið um þumbaraháttinn var fyrir mér að flokkurinn var á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku evr- unnar. Hvað var orðið um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn for- ystu þessa flokks, sem þó var skip- uð ungu og að sjá álit- legu og hæfileikaríku fólki? Skildi það ekki að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar nema sameinuð og samstillt? Skildi það ekki að velferð, menning og ör- yggi barnanna okkar og barna þeirra væri í húfi? Skildi það ekki að við vorum þá þegar komin 80% í ESB í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen og höfðum undirgengist að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setn- ingu þeirra? Skildi það ekki að með því að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eigin kommissar (ráðherra) hjá ESB eins og allar aðrar aðildarþjóðir – hver þeirra hefur aðeins einn – sex þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lög- um og öllum meiriháttar ákvörð- unum og gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Eftir að hafa fylgst gjörla með þróun ESB í marga áratugi, svo og þeim miklu framförum ekki síst á sviði öryggis- og velferðarmála fyr- ir neytendur og almenning en líka á sviði hinnar lýðræðislegu upp- byggingar þessa sambands þjóð- ríkja álfunnar sem ESB hefur stað- ið fyrir, var mér þessi afstaða stjórnar Sjálfstæðisflokksins óskilj- anleg. Þetta fólk skildi greinilega ekki nýja merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson eldri skil- greindi svo vel, m.a. með þessum orðum í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins sem í því býr.“ Það er raunalegt að forystumað- ur sem leiddi flokkinn fyrir meira en hálfri öld skuli hafa séð og skilið okkar tíma betur en núverandi for- usta, sem virðist heltekin af göml- um kreddukenningum og þjóð- ernis- og einangrunarhyggju. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stig- um sjálfstæðis til orðs, æðis og áhrifa, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, samskiptum og viðskiptum við önnur ríki og þá helst þau sem eru næst okkur og tengdust, ekki á einangrunarhug- myndum og afdalahyggju. Það er líka og ekki síður rauna- legt, nánast hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið hvílíkt óláns- tól íslenska krónan hefur verið og er og hversu illa hún hefur farið með landsmenn í flestum hugs- anlegum formum síðustu öldina. Hér má minna á að fyrir hundr- að árum hafði íslenska krónan og sú danska sama verðgildi; ein ís- lensk króna hafði sama gildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslensku krónunnar fimm danskir aurar og ef við hugsum til þess að í byrjun níunda áratugarins voru tvö núll sniðin af krónunni er raunstaðan sú í dag að verðgildi íslensku krón- unnar er komið niður í einn tutt- ugasta úr dönskum eyri. Þessi hrikalega þróun og botn- lausa hrap íslensku krónunnar hefur svo leitt til þess að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt að íbúðarkaup- endur hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum með vöxtum á sama tíma og nágrannar með stöðugan og traustan gjaldmiðil, evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð með fullum vöxtum nema 1,5 sinnum. Auðvitað gildir sama saga um það fjármagn sem atvinnufyr- irtæki landsins þurfa í sinn rekst- ur og lántökur einstaklinga og fjölskyldna fyrir öðrum þörfum; menn hafa þurft að standa undir margfalt meiri og þyngri byrðum við skil og uppgjör sinna skulda en íbúar nágrannalanda. Hvaða heilvita maður getur eig- inlega staðið fyrir slíkri stefnu, hvað þá ungt, hæfileikaríkt og vel menntað fólk! Ég skrifa þessa grein akkúrat nú í tilefni þeirrar ágætu greinar sem Friðjón R. Friðjónsson skrif- aði í blaðið 28. janúar og þá um leið í tilefni af þeirri moðgrein sem birt var eftir Brynjar Níels- son 30. janúar og innihélt ekkert nema orð. Það var fagnaðarefni að lesa grein Friðjóns og sjá svart á hvítu að það leynist enn lífsneisti, skiln- ingur og framsýni meðal flokks- félaga. Vonandi nær þess neisti að verða að báli sem fer sem eldur í sinu um flokkinn og nær að hrekja afdankað lið ungra og ald- inna til síns rétta heima; í Mið- flokkinn. Sviplaus, stefnulítill, steinrunninn og afdankaður stjórnmálaflokkur Eftir Ole Anton Bieltvedt » „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra held- ur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins sem í því býr.“ Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Í Morgunblaðinu laugardaginn 31. október 2020 er grein um fyrirhugaðan vindmyllugarð á Mel- rakkasléttu. Sam- kvæmt greininni hef- ur franska fyrirtækið Quair áform um að setja þar upp allt að 34 vindmyllur á 33 ferkílómetra svæði. Melrakkaslétta er skilgreind sem mikilvægt fuglasvæði. Turn- arnir yrðu um 119 metra háir og spaðarnir 162 metrar í þvermál og fari hæst í 200 metra hæð frá jörðu eða þrefalda hæð Hallgríms- kirkjuturns í Reykjavík. Þetta truflar ekki neinn, segja þeir. Það var og. Danskur góðvinur minn hefur í tugi ára unnið hjá stærsta vindmylluframleiðanda Danmerkur og hefur hann bent mér á nokkur afgerandi atriði varðandi þessi áform og telur að hér sé um stór- slys að ræða ef af framkvæd verð- ur. Bjó hann hér á landi um árabil og upplifði íslenska náttúru og veð- urfar. Í fyrsta lagi sé veðráttan hér vandamál. Endalaus veðrabrigði, oft innan eins sólarhrings, s.s. mis- munandi vindstyrkur og vindátt, snjór, frost, þýða o.s.fv. Sífellt þarf að breyta stöðunni á spöðunum sem munu ekki þola þetta til lengd- ar að hans áliti. Í öðru lagi er fugladauði mikið vandamál. Franska fyrirtækið seg- ir fuglalífið vera áskorun. Áskorun? Spaðarnir eru orðnir það stórir að þeir ná yfir flughæð flestra fugla. Í þoku, dimmviðri og birtu- skiptum, sem eru mjög mikil hér á landi glampar oft á spaðana. Fuglar á flugi halda að þarna sé útgönguleið á bjartara svæði og taka stefnuna á myllurnar. Þó svo fugl nái að sleppa fram hjá fremstu myllunni tek- ur við heill skógur af vindmyllum, sem virk- ar sem hakkavél. Hér á Íslandi er óvenjumikið um farfugla, sem æfa margoft oddaflug með ungviðinu til und- irbúnings fyrir langflug. Landslag og veðrátta á Íslandi er sér á parti. Stutt í sjó, vötn, dali, fjöll o.s.frv. og því fuglar mikið á ferðinni. Að lokum má spyrja fyrir hvern þetta sé gert. Sjónmengun, verðfall stórra landsvæða, hávaði og dauði þúsunda fugla. Athugið að myll- urnar ganga stanslaust allan sólar- hringinn. Við þurfum að kaupa raf- magnið af Quair næstu áratugina samkvæmt núverandi reglum, þó svo við hefðum engin not fyrir það. Í öllu falli er þessi framkvæmd ekki í þágu náttúru og dýralífs. Eftir Hauk R. Hauksson Haukur R. Hauksson » Turnarnir yrðu um 119 metra háir og spaðarnir 162 metrar í þvermál og fari hæst í 200 metra hæð frá jörðu eða þrefalda hæð Hall- grímskirkjuturns í Reykjavík. Höfundur er fv. framhaldsskóla- kennari. Vindmyllugarður – Fáránleg fram- kvæmd – Fugla- dauði í þúsundavís Biblían er sögulega rétt, þetta er hin klass- íska kenning. Auðvitað hefur sitthvað komið í ljós í fornleifarann- sóknum sem er ekki al- veg í samræmi við Biblíuna, aðallega Gamla testamentið, en það er frekar lítilfjör- legt. Vandamálið í bibl- íulegum fornleifarann- sóknum er ekki að þar séu að finnast heimildir í andstöðu við Biblíuna. Vandamálið er það sem ekki finnst. T.d. finnast nánast engar heimildir um þá merku konunga Sál, Davíð og Salómon. Þetta er að mörgu leyti skiljanlegt, en til að skilja það þarf að líta aðeins betur á trúna. Menn hallast helst að því í dag að eingyðistrúin sé uppruninn í hæð- ardrögum Júdeu um 1500 f.Kr. Merkar fornleifar, t.d. bókasöfn á leirtöflum, sem fundust í Sýrlandi í rústum borganna Ebla, Mari, Ugarit og Alalakh benda á þetta. Með eingyðistrúnni verður ein mesta siðbót sem heimurinn hefur upplifað. Áður ríkti heiðinn siður með allri sinni bannhelgi, hefnd- arskyldu og óútreiknanlegum goð- um í eilífri innbyrðis baráttu. Í stað óttavalds blóðhefnda kom einn Guð sem gerði sáttmála við sitt fólk og setti því lög. Þetta voru hin mósaísku lög, þau byggja á endurgjaldslögum (Lex Talionis) Hammurabis, kon- ungs í Babýlon, þannig var komið á réttarkerfi sem leysti blóðhefndina af hólmi. Margir konungar í Egypta- landi og Mesópótamíu höfðu reynt þetta áður en þeirra kerfi hurfu með þeim sjálfum, en núna tókst það und- ir stjórn hins almáttuga Guðs Jahve. Trúardómstólar hans sáu um að framfylgja lögunum. Þessi breyting verður þegar þjóðir eru að hverfa frá hjarðlífi og byrja að lifa af akuryrkju. Í slíku samfélagi er blóðhefnd ónothæf sem rétt- arvörslukerfi. En til þess að lögin næðu fótfestu þurfti harðar aðgerðir. Lýsingar Gamla testamentisins á ýmsum refsingum sem beitt var eru hrikalegar. Þarna fæðist öflugt trúar- vald, úr því eru abra- hamísk trúarbrögð sprottin, gyðingatrú, kristni og íslam. Trúin sjálf eins og við þekkjum hana í dag af miskunnsemi Guðs, réttlæti hans og huggun kemur ekki fyrr en um þúsund árum seinna. En að upphaf trú- arinnar er trúarlegt vald, einkum dómsvald trúarríkisins, skýrir ýmislegt sem fólk á erf- itt með að skilja í dag. Hebrear búa ekki við konungsvald í upphafi, heldur dómaravald, sem hefur aðsetur í griðaborgum, arfleifð þessa kerfis eru kirkjugriðin. Þetta kerfi á ekki rætur í Egyptalandi. Þar ríkti einvaldur faraó með embætt- ismenn skriftlærðra presta, her- stjóra og landaðals. Það er þetta kerfi sem verður ríkjandi í Evrópu fyrir tilstuðlan Rómverja, efnahags- máttur rómverska keisararíkisins byggðist á Egyptalandi, þar var kornforðabúr Rómverja. Valdakerfi Evrópu með herstjóra sem var kon- ungur af Guðs náð, og embætt- ismenn og landaðall undir honum, er arfleifð egypsku faróanna. En Hebrear sluppu ekki til frambúðar. Seinna kusu þeir konung og koma sér upp fastaher til landvarna og notuðu til þess sameiningarafl trú- arinnar. Sameiningaraflið var svo sterkt, að enginn ættbálkur gat vikist und- an því, það kostaði stríð. Lítill vafi er á því, að Lincoln Bandaríkjaforseti hefur sótt styrk í þessar sögur Gamla testamentisins þegar hann ákvað að hefja borgarastríðið í Bandaríkjunum á sínum tíma. En trúarvaldið var fyrst og fremst um dómsvald. Trúarkerfið sjálft, síð- ar kirkjan, vopnast aldrei. Gamla testamentið er lögbók trúarvaldsins og skrifað sem slíkt. Því er ætlað að birta dómafordæmi úr sögunni, lög- bækur þessa tíma voru ekki safn réttarheimilda, heldur dóma- fordæmi. Þessi hefð heldur áfram í kristni, fyrir tilstuðlan lögspekinga kirkjunnar. Endahnútinn reka kristnir konungar Evrópu. Afleiðing þessa er hinn kristni siður sem öll Evrópa og Ameríka býr við, jafnvel þeir sem telja sig til annarra trúar- bragða. Mikil undirstaða þessa siðar er fyrirgefningarkenning kristninn- ar. Misindismönnum skal fyrirgefið þegar þeir hafa tekið út réttláta refs- ingu. Þannig er trúarvaldið gamla undirstaða nútímasiðmenningar. Það er fróðlegt og skemmtilegt að velta vöngum yfir gildi Biblíunnar sem sögulegrar heimildar. En hún er dómafordæmi, ekki mannkyns- saga. Því geta nöfnin verið skálduð – og því ekki finnanleg á fornminjum - beinlínis í þeim tilgangi að forðast deilur um hverjir væru beinir af- komendur og erfingjar hinna fornu konunga og æðstupresta. Einn sátt- málinn við drottin var að konung- urinn skyldi vera af ættbálki Júda, en æðsti presturinn Leví, lengra var ekki gengið. En sé horft fram hjá þessu er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að trúin hafi komið til Júdeu með Hebr- eum frá Egyptalandi og ekkert að því að halda því fram. Þórhallur minnist þar á Akhenaton (Iknaton), en með honum verður bylting í egypskri list. Vildi Iknaton ekki gömlu listamennina? Ef svo er hafa Hebrear staðið honum til boða. Þarna urðu til listaverk svo ótrúleg að heimurinn hefur ekki séð annað eins hvorki fyrr né síðar. Frægust er gullgríma sonar Iknatons Tut- ankamons, en fegurst er styttan af konu hans Nefertiti, hún ber af í slík- um mæli að aðrar frægar fyrirsætur eins og Mona Lisa geta pakkað sam- an. Voru hebreskir listamenn þarna að verki? Hver veit? En sé svo er skiljanlegt að þeim var hent út. Eftir Jónas Elíasson » Fróðlegar og skemmtilegar grein- ar Þórhalls Heimissonar um Egyptaland og Biblíuna eru í anda þeirra fræða að Biblían sé nokkuð rétt, sögulega séð. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Trúin, sagan og Biblían

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.