Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Fyrstu skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóra Almenna lífeyrissjóðsins, kom fyrst út 2017 og í endurbættri útgáfu í ársbyrjun 2020. Hún hefur verið notuð í flestum grunnskólum lands- ins, verið gefin út á ensku, kynnt í Evrópu og nýlega kom hún út á grísku sem liður í viðleitni Grikkja til að bæta fjármálalæsi ungmenna. Gunnar segir að bókin á grísku hafi verið flókin í vinnslu. Upp- haflega útgáfan sé að hluta stað- bundin, lýsi aðstæðum hérlendis. Enska útgáfan sé alþjóðleg og efnið ótengt einstökum löndum. Efni í grísku útgáfunni lýsi hins vegar að- stæðum í Grikklandi. Hann hafi skrifað efnið á ensku og það hafi síð- an verið þýtt á grísku eftir að aðlög- un að grískum aðstæðum hafi verið samþykkt. „Bókin er því grísk útgáfa af Fyrstu skrefum í fjármálum,“ út- skýrir hann. Ólík kerfi Grikkir fóru ekki beint vel út úr hruninu og Gunnar segir mjög fróð- legt að hafa kynnst fjármálaástand- inu þar af eigin raun. Kerfi þeirra í lífeyrissjóðsmálum sé ólíkt kerfinu á Íslandi því Grikkir leggi meira upp úr gegnumstreymiskerfi en Íslend- ingar sjóðstreymiskerfi. Hann hafi farið til Grikklands vegna bókarinnar og hitt þá sem málið varðar. Rann- sóknarvinnan hafi verið með tvennu móti. Annars vegar hafi hann sent út spurningalista og fengið svör til baka og hins vegar hafi hann grúskað á netinu. „Samstarfið var mjög ánægjulegt og skemmtilegt,“ segir hann. Bætir við að eina áhyggjuefnið hafi verið það að gríska letrið taki meira pláss en það íslenska og enska, en allt hafi gengið upp. „Þegar ég horfi á grísku útgáfuna skil ég samt ekki orð en letrið er mjög fallegt.“ Fyrsta fjármálabók Gunnars, Verðmætasta eignin, fjallar um líf- eyrismál og undirbúning fyrir eftir- launasparnað og kom út 2004. Lífið er framundan kom út 2015 og er hugsuð fyrir ungt fólk. Lífið er rétt að byrja og Fyrstu skref í fjármálum voru gefnar út 2017, Lífið á efstu hæð 2018 og Farsæl skref í fjármálum 2020. „Ég datt inn í það að skrifa um fjármál ungs fólks og hef haft gaman af því,“ segir Gunnar, en bækur hans eiga það sameiginlegt að vera á vel skiljanlegu máli fyrir alla. „Ég hef fengið að kynnast því sem er að ger- ast á þessu sviði í grunn- og fram- haldsskólum. Þar eru margir áhuga- samir kennarar, sem hafa komið þessu efni á framfæri, og ég hef haft mikla ánægju af því að geta stutt við þá.“ Enska útgáfan af Fyrstu skrefum í fjármálum kom út 2019 með stuðn- ingi Samtaka evrópskra banka (Europian Banking Federation). Gunnar segir að ýmsar þreifingar hafi átt sér stað, en ætla megi að kór- ónuveirufaraldurinn hafi seinkað ákvarðanatöku um frekari þýðingar. Gríska útgáfan sé bæði í bókarformi og aðgengileg í rafrænni útgáfu. „Til að byrja með hafa Grikkir lagt áherslu á að koma henni til kennara, viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og það er vonandi að hún nýtist til gagns við að efla fjármálalæsi,“ segir Gunnar. Gunnar kennir ungum Grikkjum fjármálalæsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármál Gunnar Baldvinsson, framkvæmdasjóri Almenna lífeyrissjóðsins.  Grísk útgáfa af bók hans Fyrstu skrefum í fjármálum Fjármálalæsi Bækur eftir Gunnar á íslensku, ensku og grísku. Heppinn áskrifandi getur unnið nýjan Toyota Yaris Hybrid að andvirði 4,270.000 kr. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum. Toyota Yaris Hybrid Active Plus stendur fyrir allt sem Morgunblaðið hefur að leiðarljósi – traustur og fjölhæfur brautryðjandi. Tryggðu þér áskrift strax í dag á mbl.is/askrift eða í síma 569-1100. Við drögum 25. mars Í BÍLSTJÓRA- SÆTINU Áskrifandi MorgunblaðsinsÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Stjörnumenn voru sigurvegarar gærkvöldsins þegar bæði karlalið þeirra í handknattleik og körfuknattleik unnu mikilvæga sigra á heimavöllum sínum á Íslands- mótunum í þessum greinum. Handboltalið Garðbæinga lagði Eyjamenn í spennuleik, 30:29, og körfuboltaliðið fylgdi því á eftir með því að sigra ÍR-inga, 95:87. »26 Stjörnumenn fögnuðu heima- sigrum í tveimur greinum ÍÞRÓTTIR MENNING Píanóleikararnir Peter Máté og Aladár Racz koma fram á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðju- dag, og hefjast þeir kl. 19.30. Leika þeir á tvo flygla og er yfirskrift tónleikanna „Gamall og nýr heimur“. Á efnisskrá tónleikanna eru „Concerto pahtétique“ eftir Liszt, „Konzertrondo nach Themen aus dem Mor- gengblätterwalzer“ eftir Strauss, „Evening Music“ eftir John Speight og „La Valse“ eftir Ravel. Vegna reglna um sóttvarnir er takmarkaður sæta- fjöldi í boði. Peter Máté og Aladár Racz leika fjórhent á tvo flygla í Salnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.