Morgunblaðið - 15.02.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.02.2021, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  38. tölublað  109. árgangur  FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum HLEÐSLUSTÖÐVAR STANDA Í VEGI GANG- ANDI VEGFARENDA BLÓM HINS ILLA BREYTT ÁSÝND FRAMBOÐSLISTA SAMFYLKINGAR DÚPLUM DÚÓ 29 LOGI HREINSAR TIL 14STAURAR Á STANGLI 6 Reykjavíkurborg ætti að beita hvötum eða veita ívilnanir til þeirra fyrirtækja sem setja sér græna samgöngustefnu. Þetta segir Hildur Björnsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu þessa efnis í borgarstjórn innan tíðar. Í grænu stefnunni gætu verið möguleikar á fjarvinnu eða sveigjanlegum vinnu- tíma, enda myndu fyrirtækin þannig leggja sitt af mörkum við lausn sam- gönguvandans með því að draga úr umferð. Orðræðan til betri vegar Aðeins 17% aðspurðra í viðhorfs- könnun treystu borgarstjórn; minnst allra stofnana samfélagsins. „Svo kjörnir fulltrúar geti fengið skýrt um- boð til að leiða mikilvægar breytingar í borginni þarf traust. Við verðum því að ræða starfsumhverfið og færa orðræð- una til betri vegar,“ segir Hildur. »10 Hvatar til að draga úr umferð  Kemur til greina að ívilna fjarvinnu Albana á fertugsaldri var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt í Rauða- gerði í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags. Hann lætur eftir sig íslenska konu og ungt barn. Einn er í haldi lögreglu vegna málsins, erlendur karlmaður á fertugsaldri. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins tengist málið að líkindum valdabar- áttu í undirheimum ólöglegra vímu- efna. Áverkar eftir skotvopn fund- ust á líki mannsins. Innan lögreglu er óttast að árás- in kunni að leiða til hefndarað- gerða. Átök eru sögð vera um yf- irráð yfir fíkniefnamarkaði í undirheimum um þessar mundir, vegna valdatóms sem myndaðist þegar stórtækur íslenskur fíkni- efnasali tók að draga sig í hlé fyrir skömmu. Rannsókn á frumstigi Í samtölum við Morgunblaðið sagðist lögregla ekkert geta tjáð sig um málið umfram það sem þeg- ar hefði komið fram í fréttatilkynn- ingum. Því fékkst ekki svarað hvort óskað yrði eftir gæsluvarðhaldsúr- skurði yfir manninum sem er í haldi lögreglu. Íbúar í Rauðagerði ræddu marg- ir við mbl.is í gær og sögðust þeir allir hafa einskis orðið varir. Engir skothvellir hefðu heyrst í götunni og velti einn nágranni því upp hvort hljóðdeyfir hefði mögulega verið notaður við verknaðinn. Húsið þar sem maðurinn fannst látinn skipti um eigendur á síðasta ári og segja íbúar í kring að mikið hafi verið um grunsamlegar manna- ferðir við húsið síðan. Nágrannar sögðust ekki kannast við þá sem keypt hefðu húsið. Rannsókn máls- ins hefur forgang hjá lögreglu. Uppgjör í undirheimum  Manndráp í Rauðagerði á sunnudagsnótt  Einn í haldi  Lögregla óttast hefndaraðgerðir  Nágrannar einskis varir MEinn í haldi eftir morðið »2 Sjóður sem rekinn er af bandaríska risabankanum Goldman Sachs hefur samið um kaup á meirihluta hluta- fjár í Advania. Til stóð að skrá Advania á hluta- bréfamarkað í Stokkhólmi en undir- búningsvinna leiddi til þess að samningar náðust við Goldman og var því hætt við skráningu. Stjórnendur Advania segja við- skiptin viðurkenningu á góðum ár- angri fyrirtækisins en síðastliðin fimm ár hefur rekstur Advania vax- ið um rösklega 20% ár hvert. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, segir aðkomu Goldman meðal annars kunna að vera til marks um vaxandi áhuga bandarískra fjárfesta og sjóða á norrænum tæknifyrirtækjum og nefnir máli sínu til sönnunar sölu LS Retail og Ueno til bandarísku fyrirtækjanna Aptos og Twitter fyrr á þessu ári. „Fleiri horfa til Skandinavíu og veita því eftirtekt að fyrirtæki í þessum heimshluta eru mjög framarlega á sínu sviði,“ segir hann. »12 Goldman Sachs fjárfestir í Advania  Stjórnendahópur og stefna óbreytt Bolludagurinn er í dag og landsmenn munu af því tilefni sporðrenna hundruðum þúsunda af bollum. Margir tóku forskot á sæluna í gær og gæddu sér á bollunum úr bakaríum, þar sem unnið var á vöktum alla helgina. Vatnsdeigs- bollur eru vinsælt bakkelsi en margt annað er þó í boði, eins og sjá mátti í Mosfellsbakaríi um helgina. Þar var ys og þys, viðskiptavinir margir og starfsfólk með sóttvarnir alveg á hreinu. »11 Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Bolluflóðið hellist yfir landsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.