Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Repúblikanar eru klofnir í afstöðu
sinni til Donalds Trumps, fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta, og þess
hlutverks sem hann kann að gegna
innan Repúblikanaflokksins á næstu
árum. Margir segja hann enn vera
lykilmann í flokknum og vilja halda
áfram þeirri vegferð sem þeir segja
hann hafa hafið. Þar á meðal er öld-
ungadeildarþingmaður frá Suður-
Karólínu, Lindsey Graham. Hann
segir að Trump verði lykilmaður í
þingkosningum á næsta ári, bæði í
kosningum til fulltrúa- og öldunga-
deildar Bandaríkjaþings. Greinend-
ur New York Times telja að auð-
veldara verði fyrir Trump og þá
þingmenn repúblikana sem enn
styðja hann að réttlæta þátttöku
hans innan flokksins eftir að Trump
var sýknaður af embættisbrotum á
laugardag.
Á brattann að sækja
Þrátt fyrir smávægilegan stuðn-
ing meðal þingmanna repúblikana
eru margir sem telja aðkomu
Trumps að flokksstarfinu næstu ár-
in ekki æskilega. Til að mynda sagði
Bill Cassidy, öldungadeildarþing-
maður repúblikana frá Louisiana,
að hann teldi að æ fleiri repúblik-
anar myndu snúast á sveif með
þeim sem segja Trump ábyrgan fyr-
ir innrásinni í bandaríska þinghúsið
6. janúar síðastliðinn. Cassidy kaus
að sakfella Trump á laugardag og
sagði í viðtali við ABC-sjónvarps-
stöðina í kjölfarið að áhrif Trumps
innan Repúblikanaflokksins færu
minnkandi. Mitch McConnell, leið-
togi repúblikana í öldungadeildinni,
tók í sama streng þrátt fyrir að hafa
kosið gegn sakfellingu Trumps á
laugardag.
Ósammála um
framtíð Trumps
Repúblikanar klofnir í afstöðu sinni
AFP
BNA Donald Trump var sýknaður.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þrjú könnunarför frá jafnmörgum
þjóðum eru nú komin á braut um
reikistjörnuna Mars. Bandaríska
farið Perseverance á að lenda á
Mars næsta fimmtudag en geimför
frá Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum og Kína komust á braut um
rauðu reikistjörnuna í síðustu viku.
Kínverska ríkissjónvarpsstöðin
CCTV birti í síðustu viku myndband
sem könnunarfarið Tianwen-1 tók
þegar það komst á braut um Mars sl.
miðvikudag og sýnir reikistjörnuna
koma í ljós út úr myrkrinu. Þá hafa
kínversk stjórnvöld einnig birt
svarthvítar ljósmyndir af Mars sem
sýna meðal annars Schiaparelli-gíg
og gljúfrakerfið Valles Marineris.
Hope, eða Von, könnunarfar Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna,
komst á braut um Mars degi áður og
í gær sendi geimferðastofnun fursta-
dæmanna frá sér mynd sem Von tók
af Mars í 24.700 km fjarlægð og sýn-
ir stærsta eldfjallið á plánetunni,
Olympus, og fleiri eldfjöll.
Mohammed bin Rashid Al-
Maktoum, forsætisráðherra Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna og
leiðtogi Dubai, birti myndina á
Twitter. „Fyrsta myndin af Mars,
sem fyrsta arabíska könnunarfarið í
sögunni tók,“ skrifaði hann.
Fáir farið þessa sömu leið
Geimförunum þremur var öllum
skotið á loft með nokkurra daga
millibili, en þessi tími var valinn
vegna nálægðar Mars við jörðu.
Skildu þá 55 milljón kílómetrar
reikistjörnurnar að, en þær eru
þetta nálægt hvor annarri á 26 mán-
aða fresti. Tilgangur leiðangranna
er að kanna lofthjúp Mars og hvort
einhvern tímann hafi getað þrifist líf
þar. Þá er einnig verið að athuga for-
sendur fyrir að senda þangað mönn-
uð geimför.
Til þessa hafa einungis Bandarík-
in, Geimvísindastofnun Evrópu
(ESA), Indland og Sovétríkin sálugu
náð til Mars.
Fyrstu leiðangrar með geimför og
farartæki til Mars hófust snemma á
áttunda áratug síðustu aldar. Til
þessa hefur maðurinn þó ekki stigið
fæti á plánetuna. Það kann þó að
breytast á komandi árum með aukn-
um áhuga og örum tækniframförum.
Stefnt er að því að Von verði á
braut um Mars í minnst eitt Marsár,
eða sem nemur 687 dögum á jörð-
inni. Kínverjar og Bandaríkjamenn
ætla sér lengra, en báðar þjóðirnar
munu reyna að lenda á yfirborði
plánetunnar þaðan sem rannsókn-
artæki munu afla gagna.
Myllumerkið Arabar til Mars
Innan Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna ríkir það sem kalla mætti
marsstemning. Víða er búið að lýsa
upp byggingar og mannvirki í rauð-
um lit plánetunnar og á samfélags-
miðlum notast menn ósjaldan við
myllumerkið #ArabstoMars. Þegar
könnunarfarið komst á braut um
Mars sl. þriðjudag var hæsta bygg-
ing heims, Burj Khalifa í Dubai, böð-
uð rauðu ljósi.
Omran Sharaf, verkefnastjóri
leiðangurs Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, segir það mikinn
heiður að vera þeir fyrstu sem ná til
Mars á þessu ári. Það sé honum dýr-
mætt að fá að starfa með svo dríf-
andi og færum hópi fólks. „Við litum
aldrei á þetta sem keppni. Við nálg-
umst geiminn í samvinnu,“ hefur
fréttaveita AFP eftir honum. Með
verkefninu vilja Sameinuðu arab-
ísku furstadæmin ekki einungis
styrkja stöðu sína sem lykilger-
endur á heimsvísu heldur einnig
veita yngri kynslóð araba inn-
blástur. Heimahagar þeirra hafi í of
langan tíma einkennst af átökum og
áföllum.
Búast má við því að Von sendi
fyrstu gögn og mælingar til jarðar í
september næstkomandi.
Fimmta ferðin til Mars
Perseverance, eða Þrautseigja, er
fimmta farið sem bandaríska geim-
ferðastofnunin, NASA, sendir til
Mars, hið fyrsta var sent þangað á
tíunda áratug nýliðinnar aldar. Í
samstarfi þeirra og gervitungla hef-
ur skilningur manna á reikistjörn-
unni gjörbreyst frá því sem áður
var. Í ljós hefur m.a. komið að rauða
reikistjarnan var ekki alltaf köld og
hrjóstrug. Þvert á móti var þar að
finna efni sem eru forsenda lífs, eins
og við þekkjum það: vatn, lífræn
efnasambönd og hagstætt loftslag.
Til stendur að Þrautseigja lendi á
botni Jezoro-gígsins á fimmtudag.
Þrautseigja er á sex hjólum og
þriggja metra langt. Mikilvægustu
tækin eru tveir leysigeislar og rönt-
gengeislatæki sem geta greint efna-
samsetningu grjóts og numið tilvist
hugsanlegra lífrænna sambanda.
Einnig er um borð í Þrautseigju
örþyrlan Snilld sem vegur 1,8 kíló.
Gerir NASA sér vonir um að hún
verði fyrsta þyrlan til að hefja flug á
annarri plánetu en jörðu.
Þrjú geim-
för á braut
um Mars
Sameinuðu arabísku furstadæmin
og Kína komin í hóp ríkja sem hafa
komið geimfari til reikistjörnunnar
För frá Kína og SAF komin á braut umMars , Perseverance, far NASA, á að lenda 18. febrúar
Hope,
Sameinuðu
arabísku
furstadæmin
(SAF)
Skotið á loft: 19. júlí 2020
Lengd leiðangurs: 687 dagar
(eitt Marsár)
Helstu markmið: að rannsaka
andrúmsloft Mars, veður og
loftslag að ofan
Fór á braut umMars
9. febrúar
Rannsaka jarðveg og andrúms-
loft, taka myndir, teikna kort,
rannsaka innihald jarðvegs
og bergs, leita að vatni og
ummerkjum um hvort þar
hafi áður verið líf
Fór á braut umMars 10. febrúar,
á að lenda þar í maí
Rannsaka jarðfræði og leita
að hugsanlegum ummerkjum
um hvort þar hafi verið líf ,
safna sýnum og flytja þau
aftur til jarðar síðar
Á að lenda í Jezero gígnum
á Mars 18. febrúar
90 dagar
Að minnsta kosti 687 dagar
Fyrsta arabíska geimferðin til Mars Fyrsti leiðangur Kína til Mars Fimmta könnnunarfarið
sem NASA sendir til Mars
23. júlí 2020 30. júlí 2020
Tianwen-1 könnunarfar,
Kína
Perseverance könnunarfar
Bandaríkin
Þrír nýir leiðangrar til Mars
Heimildir: Space.com/NASA/kínverskir ríkisfjölmiðlar
AFP
Mars Von, far furstadæmanna, tók þessa mynd af Mars í síðustu viku.