Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um þessarmundireru tíu ár
frá því að „arab-
íska vorið“ svo-
nefnda fór eins
og eldur í sinu um flest ríki
Mið-Austurlanda og Norð-
ur-Afríku. Á þeim tíma voru
vonir bundnar við þær „al-
þýðuhreyfingar“ sem
spruttu upp til að mótmæla
einræði og höftum í heima-
löndum sínum, en fljótt seig
á ógæfuhliðina. Raunin er
sú að aðeins Túnis náði að
nýta sér reiðiölduna til þess
að koma á lýðræðislegu
stjórnarfari, sem reynst
hefur stöðugt til þessa,
hvað sem verður.
Fyrir utan Sýrland og hið
hryllilega borgarastríð sem
þar er enn háð varð líklega
einn mesti harmleikurinn í
Líbíu. Þar var einræðis-
herranum Móammar Gad-
dafí steypt af stóli eftir 42
ára valdasetu. Atlantshafs-
bandalagið kaus að skerast í
leikinn, með stuðningi ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna, undir því yfirskini að
vernda þyrfti óbreytta
borgara í Líbíu fyrir árás-
um frá sveitum Gaddafís.
Inngrip bandalagsins
reyndist lykilatriði í að
Gaddafí var komið frá völd-
um og skyldi enginn gráta
ógnarstjórn hans. Hann
uppskar ömurleg örlög sín
eftir áratuga óstjórn í krafti
ótta og ofbeldis. Íhlutun
vesturveldanna í Líbíu
reyndist hins vegar af-
drifadrík, ekki síst þar sem
þau virtust líta svo á að um
leið og Gaddafí væri farinn
væri lítil þörf fyrir þau til
að skipta sér frekar af mál-
um.
Afleiðingar þess sinnu-
leysis hafa reynst dýrkeypt-
ar, hvort sem horft er til
hins gríðarlega flótta-
mannavanda, sem ólgan
hratt af stað, eða til hins
pólitíska upplausnarástands
sem ríkt hefur nær óslitið á
þeim tæpa áratug sem lið-
inn er frá falli Gaddafís.
Þrátt fyrir stjórnarfar
Gaddafís fylgdi olíunni
ákveðin velmegun í Líbíu,
en áratugur blóðugra átaka
hefur lagt efnahag landsins
í rúst og hneppt íbúa þess í
fjötra fátæktar. Dínarinn
hefur hrunið og verðlag
rokið upp úr öllu valdi. Iðu-
lega verður rafmagnslaust
og erfitt er að komast í
hreint vatn. Hvergi í Afríku
er meiri olíu-
lindir að finna,
en engu að síður
er eldsneytis-
skortur algeng-
ur. Að mati
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
skrapp framleiðsla í landinu
saman um 66,7% í fyrra.
Þau stjórnvöld sem komið
var á fót eftir að sigur
vannst í borgarastríðinu
gegn Gaddafí reyndust
óskilvirk, og eftir mis-
heppnaðar þingkosningar
árið 2014 breyttist ólgan á
milli löggjafar- og fram-
kvæmdavalds í annað borg-
arastríð.
Hið þjóðkjörna þing, sem
neitaði að láta af völdum,
tók sér stöðu í Tóbrúk og
austurhluta landsins og fól
stríðsherranum Khalifa
Haftar að ná aftur undir sig
vesturhlutanum. Þar sat hin
alþjóðlega viðurkennda
ríkisstjórn í höfuðborginni
Trípólí, en hluta andstöð-
unnar við hina viðurkenndu
stjórn má skýra með því að
íslamistar hafa átt í henni
nokkur ítök.
Báðar fylkingar treystu
svo á erlend inngrip til þess
að styrkja sig, og létu
Egyptar t.d. Haftar fá mik-
inn stuðning og réð hann
löngum yfir meirihluta
landsins. Náði Haftar meira
að segja að setja Trípólí í
umsátur, en þá skárust
Tyrkir í leikinn og náðu að
bjarga hinni alþjóðlega við-
urkenndu stjórn frá því að
falla.
Í október síðastliðnum
tókst svo loksins að koma á
varanlegu vopnahléi milli
fylkinganna tveggja. Telst
það í sjálfu sér hálfgert af-
rek, að friðurinn hafi hald-
ist svo lengi eftir allt sem á
undan er gengið, og í næst-
síðustu viku var nýrri þjóð-
stjórn falið að hefja undir-
búning að kosningum sem
haldnar verða næsta að-
fangadag, ef allt gengur að
óskum.
Það er þó enn langt til
jóla og þyrfti ekki að koma
mikið á óvart ef eitthvað
yrði til þess að loginn bær-
ist aftur að púðurtunnunni í
Líbíu. Það ber þó engu að
síður að fagna því að nú
megi loks eygja ljós við
enda ganganna. En jafnvel
þó að lausn fáist í hinar
pólitísku deilur er víst að
það mun taka langan tíma
fyrir Líbíumenn að jafna sig
á atburðum síðustu ára.
Inngrip Vesturlanda
í Líbíustríðið reynd-
ust afdrifarík}
Síðbúin vonarglæta
U
m helgina slapp Trump naumlega
við að vera dæmdur sekur um að
hvetja til uppreisnar. 57 töldu
hann sekan en 43 ekki. Einungis
hefði þurft að snúa fimm at-
kvæðum til þess að dæma hann sekan. Það
þurfti 67, aukinn meirihluta. En var Trump í
raun og veru sekur? Að mati meirihluta var
hann það en samkvæmt reglunum er hann
tæknilega ekki sekur. Það er sem sagt mjög
mikill ágreiningur um sekt hans, rúmur meiri-
hluti.
Í síðustu viku var mikið talað um ágreining í
þingsal, þá um ágreining vegna nýrrar stjórnar-
skrár. Að undanfarinn áratug hefði verið svo
mikill ágreiningur að það hefði nú verið ómögu-
legt að koma nokkrum breytingum í gegnum
þingið. Er sá ágreiningur raunverulegur eða er
hann fyrirsláttur, þegar allt kemur til alls? Það er að segja,
er ágreiningurinn málefnalegur eða ekki? Eða réttara sagt,
í þágu hvers hefur ágreiningurinn verið málefnalegur og
hvernig getur fólk utan frá þekkt muninn á ágreiningi sem
er í þess þágu eða þágu einhverra annarra?
Tökum tvö dæmi úr nýliðinni sögu stjórnmálanna. Ann-
ars vegar Landsréttarmálið og hins vegar orkupakkamálið.
Vissulega var ágreiningur í Landsréttarmálinu. Við þurft-
um „fokking“ meiri tíma, eins og komist var að orði, út af
ýmsum vafaatriðum sem hafa síðan öll verið staðfest alla
leið upp í efri deild Mannréttindardómstóls Evrópu. Ráð-
herra braut lög. Um það var ágreiningur þar sem kannski
var erfitt að segja til um hvort það væri bara pólitískt drif-
inn ágreiningur eða raunverulegur, lagalegur
ágreiningur. Landsréttarmálið var afgreitt af
þingi með eins atkvæðis meirihluta, atkvæði
sjálfs dómsmálaráðherra sem málið snerist allt
um.
Í orkupakkamálinu var mikið talað um ágrein-
ing samkvæmt ábendingum nokkurra umsagn-
araðila. Þær ábendingar voru skoðaðar og taldar
mjög ólíklegar af meira en auknum meirihluta
þings. Samt var ágreiningurinn svo mikill að úr
varð Íslandsmet í málþófi sem bara einn flokkur
tók þátt í. Ekkert af þeim hræðsluáróðri sem þar
fór fram hefur raungerst síðan sú umræða fór
fram.
Spurningin situr eftir – á meðan ágreiningur
er í gangi, hvernig getum við þekkt muninn á
raunverulegum ágreiningi og pólitískum? Mun-
inn á málefnalegum og ómálefnalegum ágrein-
ingi? Það er í rauninni bara ein leið til þess. Traust. Reynsla
frá fyrri ágreiningsmálum. Það er besta tól okkar til þess að
þekkja muninn á málefnalegum og ómálefnalegum ágrein-
ingi, hvað gerðist síðast og þar áður. Mestar líkur eru á að
það sama eigi við næst.
Þegar tvö rökræða í pólitískri umræðu hættir okkur til að
halda með öðrum aðilanum af því að hann stóð sig betur,
þrátt fyrir að það sé einnig möguleiki að bæði geti haft rétt
fyrir sér eða bæði haft rangt fyrir sér. Þess vegna er erfitt
að þekkja muninn á málefnalegri og málefnalegri umræðu.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Að þekkja muninn
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Allsherjarfundur fulltrúaráðsSamfylkingarinnar íReykjavík fékk á laugar-dag tillögu uppstillingar-
nefndar um skipan framboðslista í
þingkosningum. Hann var sam-
þykktur með yfirgnæfandi meirihluta
á fjarfundi, 221 atkvæði af 280
greiddum. Það er auðvitað ekki jafn-
sterkt umboð og fengist hefði í próf-
kjöri, sér í lagi þar sem frambjóð-
endahópurinn er 44 manns, sem er
20% þeirra sem staðfestu listana.
Það eru þær Helga Vala Helga-
dóttir alþingismaður og Kristrún
Flosadóttir hagfræðingur sem leiða
listana. Helga Vala í nyrðra með Jó-
hann Pál Jóhannsson, starfsmann
þingflokksins, og Dagbjörtu Há-
konardóttur, lögfræðing í Ráðhúsinu,
í næstu sætum, og Kristrún í syðra
með Rósu Björk Brynjólfsdóttur
þingmann og Viðar Eggertsson leik-
ara.
Á ýmsu hefur gengið við skipan
listans, en ný og ekki óumdeild aðferð
var notuð til þess. Þar var m.a. stuðst
við óbindandi skoðanakönnun, sem
sumir frambjóðendur eru sagðir hafa
smalað í en aðrir ekki. Það varð með-
al annars til þess að Ágúst Ólafur
Ágústsson þingmaður hætti við fram-
boð frekar en að þiggja sæti neðar-
lega á listanum og eins gekk Jóhanna
Vigdís Guðmundsdóttir varaþing-
maður úr flokknum eftir að hafa feng-
ið kaldar kveðjur frá nefndinni. Á
hinn bóginn fékk Dagbjört Hákonar-
dóttir 3. sætið í Reykjavík norður, án
þess að um hana hafi verið spurt í
könnuninni.
Fingraför Loga
Þungt hljóð er í ýmsum flokks-
mönnum vegna þessa, einkum þeim
sem eiga rætur í Alþýðuflokknum.
Eru þessar hrókeringar raktar til
Loga Einarssonar, formanns Sam-
fylkingarinnar, sem sagður er hafa
viljað breyta ásýnd og áherslum
flokksins í aðdraganda kosninga.
En þær eru ekki kostnaðarlausar
ef flokkurinn stendur hálfsundraður
eftir og kratarnir meira og minna út-
lægir úr flokknum.
Samfylkingin hefur færst mjög til
vinstri á kjörtímabilinu, sem á sinn
hátt kunna að vera eðlileg viðbrögð
við ríkisstjórnarforystu Vinstri
grænna; flokkarnir sækja atkvæði
mjög á sömu mið. Sömuleiðis má
segja að málflutningur þingmanna
eins og Helgu Völu hafi orðið æ
pópúlískari, alveg þannig að Samfylk-
ingin er ljóslega að vonast til að tína
atkvæði frá Pírötum. Það má líka sjá
á ýmsum frambjóðendum eins og Jó-
hanni Páli, Ástu Guðrúnu Helgadótt-
ur, fv. Pírata, og fleirum.
Þar að baki býr ekki áhættulaus en
kjörkuð ráðagerð Loga formanns um
að breikka flokkinn til vinstri, en Jó-
hann Páll Jóhannsson mun hug-
myndafræðingurinn þar að baki.
Ef flokkurinn er bæði að færast til
vinstri og í pópúlískar áttir, þá verður
auðvitað fróðlegt að fylgjast með því
hvernig Kristrún Flosadóttir semur
sig að því, hún er ekki sama sinnis og
var gagngert sótt til þess að einhver í
þingflokknum kynni prósentureikn-
ing. Svo er eftir að sjá hvernig öllu
þessu ólíka (og missammála) fólki
semur og valdabarátta fyrirsjáanleg.
En hvað verður um þá sem stóðu
nær miðju, einkum kratana, sem
verða landlausir eftir hreinsanir
Loga? Nærtækast verður sjálfsagt
fyrir þá að halla sér að Viðreisn, sem
svo skemmtilega vill til að hefur einn-
ig færst mjög til vinstri á kjörtíma-
bilinu. Framboð (og valkvíði) á
vinstrivængnum eykst því enn með
sex flokka vinstra megin við miðju.
Sundruð Samfylking
í höfuðborginni
Samsett mynd
Samfylkingin Nokkrir efstu menn í Reykjavík: Rósa Björk Brynjólfsdóttir,
Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Helga Vala Helgadóttir,
Ragna Sigurðardóttir, Viðar Eggertsson, Kristrún Flosadóttir, Magnús
Árni Skjöld og Birgir Þórarinsson.
Reykjavík norður
1. Helga Vala Helgadóttir
2. Jóhann Páll Jóhannsson
3. Dagbjört Hákonardóttir
4. Magnús Árni Skjöld
5. Ragna Sigurðardóttir
6. Finnur Birgisson
7. Ásta Guðrún Helgadóttir
8. Ásgeir Beinteinsson
9. Magnea Marinósdóttir
10. Sigfús Ómar Höskuldsson
11. Sonja Björg Jóhannsdóttir
Reykjavík suður
1. Kristrún Mjöll Frostadóttir
2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
3. Viðar Eggertsson
4. Vilborg Oddsdóttir
5. Birgir Þórarinsson
6. Aldís Mjöll Geirsdóttir
7. Gunnar Alexander Ólafsson
8. Ellen Calmon
9. Viktor Stefánsson
10. Elín Tryggvadóttir
11. Hlynur Már Vilhjálmsson
11 efstu hjá
Samfylkingu
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMIN