Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Hvernig getur já- kvæð sálfræði nýst stjórnendum og starfs- fólki á vinnustöðum? Jákvæð sálfræði byggist á því að skoða, skilja, rannsaka, upp- götva og koma á fram- færi þeim þáttum sem stuðla að jákvæðum þroska bæði hjá ein- staklingum og sam- félögum í heild. Hún fjallar um það sem einkennir vel starfhæfan ein- stakling og hópa. Fræðimenn innan greinarinnar hafa út frá nið- urstöðum rannsókna þróað leiðir til að hjálpa einstaklingum að hækka vellíðanarstuðul sinn – til að ein- staklingurinn nái að blómstra (flour- ish) í starfi og leik. Hin vísindalega nálgun vellíðanar (well-being) er einmitt að líða vel og virka vel. Hér er ekki átt við stundarhamingjuna heldur fjallar vísindagreinin um að gera vellíðan einstaklingsins sjálf- bæra. Sjálfbær vellíðan krefst ekki að einstaklingnum líði alltaf vel, heldur fjallar hún um að einstakling- urinn nái að stjórna líðan sinni í blíðu og stríðu. Vellíðan einstaklinga snertir alla vinnustaði. Göfugt markmið vinnu- staða er að skila starfs- fólki sínu heim til sín að degi loknum í sama ástandi eða jafnvel betra en það var í að morgni. Á sama tíma getur fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja og stofnana verið um- talsverður við að hlúa að vellíðan starfsfólks. Í gegnum tíðina hafa vinnustaðir farið ýmsar leiðir til að ná því besta fram hjá starfsfólki sínu. Áherslan hefur oft verið lögð á líkamlega heilsu starfsmanna með hvatningu um hreyfingu og hollt mataræði. Hins vegar hefur í gegn- um tíðina minni áhersla verið lögð á eflingu andlegrar heilsu sérstaklega. Stjórnendur eru í lykilstöðu til að stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks á vinnustöðum og flestir gera sér grein fyrir að mannauðurinn er sá þáttur er skilar mestu samkeppn- isforskoti í nútímaviðskiptaum- hverfi. Það hefur sýnt sig að aðferðir jákvæðrar sálfræði, jákvæð inngrip og verkfæri, geta nýst stjórnendum fyrirtækja og stofnana til að ná þess- um árangri. Margvíslegar leiðir hafa verið þróaðar til að hjálpa einstaklingum að auka vellíðan sína t.d. með já- kvæðum inngripum (positive inter- ventions) sem stuðla að jákvæðum tilfinningum í gegnum góðverk, nú- vitund og félagstengsl. Hvenær sem er í sínu daglega lífi getur ein- staklingur stundað jákvæð inngrip. Það skilar sér í aukinni vellíðan, ekki bara í einkalífi heldur einnig á vinnustað. Nokkur dæmi um jákvæð inngrip sem vinnustaðir geta auðveldlega innleitt til bættrar andlegrar heilsu starfsmanna er vaxtarhugarfar, styrkleikamat, markþjálfun og sam- skiptasáttmáli. Þar sem stjórnendur styðja starfsfólk sitt við að þróa með sér hugarfar vaxtar/grósku hafa rann- sóknir m.a. sýnt að það starfsfólk lít- ur á áskoranir sem tækifæri. Árang- ur byggist á styrkleikum og því er mikilvægt fyrir vinnustaði að þekkja styrkleika sinna starfsmanna og byggja á þeim til að ná árangri – bæði fyrir einstaklinginn og vinnu- staðinn. Samofið þessu er markþjálf- unartækni en með notkun slíkrar tækni er einstaklingurinn hvattur til að greina langanir sínar og þrár, setja sér markmið og finna réttu leiðirnar til að ná þeim. Þarna koma markmið og leiðir frá einstaklingn- um sjálfum sem líklegra er að nái fram að ganga en það sem honum er algerlega fyrirskipað að gera. Sam- skiptasáttmáli er ein leið til að rækta jákvæðar tilfinningar. Starfsfólk kemur sér saman um hvernig það vill eiga samskipti hvað við annað og hvað það vill að einkenni þau. Úr þessu verður gerður sáttmáli sem sammælst er um að fara eftir í starfsumhverfinu. Sjálfsákvörðunarkenningar eru hluti af vísindagrein jákvæðrar sál- fræði. Þær fjalla um að virkja innri drifkraft einstaklingsins með því að gera hann að þátttakanda í ákvörð- unum og gefa honum heimild til að velja hentugar leiðir að markmiðum. Þetta veitir honum svonefnt sjálf- ræði til að haga sér í samræmi við sín innri gildi. Þannig er áhugi ein- staklingsins hámarkaður á því sem hann fæst við hverju sinni. Þegar vinnustaðir beita fram- angreindri nálgun við starfsfólk sitt er hægt að tala um að vinnustað- urinn tileinki sér jákvæðan foryst- ustíl. Það sem einkennir jákvæðan forystustíl er m.a. að vera hvetjandi, til staðar, leggja sitt af mörkum til að starfsfólk nái árangri, hjálpa starfsfólki að eiga hlut í árangri, hjálpa því að læra og þroskast og að ná markmiðum sínum. Jákvæð for- ysta eflir vellíðan starfsmanna og eykur um leið árangur vinnustað- arins. Sú nálgun og þau inngrip sem hér að framan hefur verið lýst ættu ekki að koma í staðinn fyrir það hefð- bundna sem vinnustaðir hafa hingað til gert fyrir starfsfólk sitt á vinnu- stöðum. Þvert á móti væri réttara að líta á þessa þætti sem viðbót. Rann- sóknir hafa t.d. sýnt að líkamleg hreyfing eykur ekki bara líkamlega hreysti heldur einnig andlega líðan fólks. Sama á við um hollt mataræði. Þegar jákvæð inngrip bætast við er líklegt að enn betur takist til við að auka vellíðan starfsfólksins. Ljóst er að mörg verkfæri fyr- irfinnast innan jákvæðrar sálfræði sem stjórnendur geta nýtt sér til að ná enn betri árangri í rekstri og til að auka enn frekar ánægju og vellíð- an starfsmanna. Greinina með tilvísun í heimildir má finna á www.skilvirk.is. Jákvæð sálfræði á vinnustöðum Eftir Garðar Jónsson » Göfugt markmið vinnustaða er að skila starfsfólki sínu heim til sín að degi lokn- um í sama ástandi eða jafnvel betra en það var í að morgni. Garðar Jónsson Höfundur er M.Sc. í altækri gæða- stjórnun, með M.Sc.-diploma í já- kvæðri sálfræði og stjórnunar- og mannauðsráðgjafi hjá Skilvirk við- skiptaráðgjöf ehf. gardar@skilvirk.is Síðan í haust hef ég, í samvinnu við Öku- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, reynt að koma á nám- skeiði í auknum öku- réttindum á Patreks- firði, sem tókst loksins nú í ársbyrjun eftir að slakað var á í sótt- vörnum Covid 7. jan- úar. Eftir að fræðilegu námi lauk, og verklegi hlutinn hafinn á vörubíl, hafði ég samband við Frumherja, sem sér um framkvæmd ökuprófa á Íslandi. Eftir samtal við forstöðumann prófadeildar Frum- herja tjáði hann mér að samkvæmt reglum Samgöngustofu væru ekki framkvæmd ökupróf á Patreksfirði frá 15. nóvember til 15. mars ár hvert. Í skjóli ófyrirsjáanlegra að- stæðna sem við öll þekkjum bað ég um undanþágu frá þessarri reglu svo ÖR-próf gæti farið fram, sem er fræðilegt próf í námslok, og við í framhaldi klárað verkefnið með verklegum prófum síðar. Af hálfu Frumherja eru starfsmenn þar til- búnir að sinna prófum hvar og hve- nær sem er, en Samgöngustofa bannar það nema á fyrrgreindu tímabili, 15. mars til 15. nóvember ár hvert, og enginn möguleiki á und- anþágu í skjóli Covid-aðstæðna. Að mínum dómi er þetta er vald- níðsla af hálfu yfirmanns ökunáms hjá Samgöngustofu sem sýnir vald sitt á neikvæðan hátt. Þarna er eng- in ástæða til synjunar nema alman- akið og „af því bara“. Allar götur frá því land byggðist hafa samgöngu- leiðir á milli norður- og suðursvæða Vestfjarða verið ófær allan veturinn og því erfitt um vik með ökupróf á þeim tíma sem tekið hefur verið tillit til. Tilkoma Dýrafjarðarganga stytt- ir leiðina um 27 km og leysir af hólmi veginn um Hrafnseyrarheiði sem var snjóþyngsti og einn hættulegasti vegur landsins. Þar með stórbatna samgöngur milli suður- og norður- svæðis Vestfjarða og heilsársvegur orðinn staðreynd. Því er hægt með fyrirhyggju að þjóna suðursvæði Vestfjarða betur á sviði ökuprófa og mál að endurskoða þessa reglu. Á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar (þar sem prófdómari hefur aðsetur) eru um 145 km í dag. Í sumar verður lagt slit- lag á hluta leiðarinnar, verða því 120 km með bundnu slitlagi næsta haust. Snjómokstur er á milli svæða alla virka daga. Þrátt fyrir þetta beitir yfirmaður öku- náms þeirri valdníðslu og yfirmannsstælum gagnvart okkur að leyfa ekki undanþágu fyrir próf í vetur. Hér er verið að tala um starfsnám til aksturs stórra bíla, s.s. vörubíla, með og án eftirvagna og fólksflutn- ingabíla (rútur), en ekki bútasaum eða sláturgerð, með fullri virðingu fyrir þeim. Á námskeiðinu sem valdníðingur Samgöngustofu vill ekki leyfa okkur að klára eru 15 manns sem vilja auka möguleika sína í starfi og vantar til starfa á svæðinu vegna aukinna flutninga til þess og frá, þar sem mikil uppbygging er í laxeldi og -vinnslu. Einnig eru þar sjúkraflutn- ingamenn sem vantar réttindi til aksturs sjúkrabíls. Ég tel að við ökukennarar, starfs- menn Frumherja og Samgöngu- stofu, eigum að vinna saman í metn- aðarfullu ökunámi sem skilar samfélaginu góðum ökumönnum á öllum stigum þess og jöfnuður ríki til náms alltaf, alls staðar. Til fróðleiks má geta þess að þeg- ar þessar reglur „október – mars“ voru settar var leiðin um Dynjand- isheiði og Hrafnseyrarheiði lokuð allan veturinn og varð sá eða sú sem átti erindi á milli staða að vetri að aka 640 km um Laxárdalsheiði og Djúpið. Síðar er Þröskuldar eru gerðir er sú leið 445 km. Styttist því akstur um 195 km. Nú í vetur er í fyrsta sinn heilsársvegur á milli svæða, um 145 km, og því ber að fagna og nýta. Mismunun eða valdníðsla? Eftir Pál Hauksson » Að mínum dómi er þetta er valdníðsla af hálfu yfirmanns öku- náms hjá Samgöngu- stofu. Páll Hauksson Höfundur er ökukennari á Patreksfirði. Á dögunum var einn lengsti sjónvarps- þáttur á norðurhveli jarðar hér í sjónvarp- inu, sem bar heitið Velferð aldraðra á vegum öldrunarráðs og Landssambands eldri borgara. Hann stóð í rúma tvo tíma og þar voru fluttar einar átta fram- söguræður, auk þess sem fundarstjórinn lagði sitt af mörkum til málefnisins. Það sem sló okkur sem höfum áhuga á þess- um málaflokki var, að ekki einn einasti framsögumaður hafði það sérstaka hlutverk að fjalla um kjaramál aldraða og lítið var fjallað um húsnæðismál þeirra. Þetta eru þó þau baráttumál sem hæst ber innan þessa aldurshóps og allar þær reglur varðandi skerðing- arhlutfall, jaðarskatta og tekju- mörk, að ekki sé minnst á sam- skipti eldri borgara við Tryggingastofnun ríkisins, sem er kapítuli út af fyrir sig. Forsætisráðherra heiðraði sam- komuna með nærveru sinni og flutti ávarp, þar sem hún vitnaði í Íslendingasögurnar og taldi síðan upp upp ýmislegt sem gert hefur verið fyrir aldraða af hálfu stjórn- valda. Þar á meðal ný lög um þá sem notið hafa lítils stuðnings frá almannatrygg- ingakerfinu. Upphaf þeirrar lagasetningar má reyndar rekja til áhuga Ellerts Schram fyrrverandi formanns Félags eldri borgara í Reykjavík á að bæta kjör þeirra verst settu. Öldrunarlæknir gagnrýnir kerfið Aðrir fram- sögumenn töluðu þarna um sín sérsvið og áhugamál. Þar voru margs konar fróð- leikskorn, auk almennrar vitneskju um holla lífshætti og góð ráð. Lít- illega var komið inn á þann frum- skóg sem blasir við mörgum þegar sækja á aðstoð og upplýsingar í hin opinberu kerfi, þegar eitthvað bját- ar á. Margs konar sögur eru til um samskipti fólks við „kerfið“. Bene- dikt Jóhannesson fyrrverandi fjár- málaráðherra opnaði eiginlega um- ræðuna um að allir ættu að geta unnið eins lengi og þá lystir, og síðar í þættinum tóku aðrir frum- mælendur undir þá skoðun. Athygl- isvert var framlag Pálma Jóns- sonar öldrunarlæknis um hvað skortir á um ýmsa þjónustu fyrir aldraða, og svo virðist sem þeir séu settir aftur fyrir aðra hópa hvað það varðar. Hvar eru launþega- samtökin? Það hefði mátt sýna með línurit- um á skjámyndum hve eldri borg- arar hafa dregist aftur úr hvað varðar lífeyri frá hinu opinbera, og minna enn og aftur á þá hneisu að hækkun ellilífeyris var aðeins 3,6% um áramótin, en hefði átt að vera töluvert hærri. Við eldri borgarar söknum þess líka, að launþegasamtökin, ASÍ, BSRB, BHM og aðrir slíkir, skuli ekki hafa slegið skjaldborg um fyrrverandi félaga sína og stutt þá með ráðum og dáð til að ná fram sanngjarnri leiðréttingu á kjörum sínum og veita þeim óheftan að- gang að öllum sínum sjóðum. ASÍ- forystan vaknaði að vísu á aðvent- unni, en allt of seint. Grái herinn virðist hafa verið bannorð í þessari löngu sjónvarps- sendingu, en þessi baráttuhópur hefur vakið verðskuldaða athygli á kjörum og aðstæðum aldraðra. Rósóttar göngugrindur Það er mjög gott að ræða um einmanaleika aldraðra, ekki síst á þessum tímum, velferðartækni, heimaþjónustu, hjúkrunarheimili, húsnæðismál, hreyfingu og heilsu, að ekki sé minnst á rósóttar göngu- grindur, því það kom fram á fund- inum að konur vildu hafa þær rós- óttar en ekki þessar svörtu venjulegu! Þungamiðjan í baráttunni fyrir hagsmunum aldraðra hlýtur þó ávallt að vera að bæta kjör þeirra, og að þeir komi að samningaborð- inu þar sem fjallað er um kaup og kjör, en þurfi ekki að sætta sig við það sem þeim er skammtað úr hnefa. Það er hreint og beint skammarlegt hvernig komið er fram við þennan hóp á ýmsum svið- um, þótt margt hafi reyndar færst í rétta átt. Lítið fjallað um kjör aldraðra í ógnarlöngum sjónvarpsþætti Eftir Kári Jónasson » Við eldri borgarar söknum þess líka að launþegasamtökin ASÍ, BSRB, BHM og aðrir slíkir skuli ekki hafa slegið skjaldborg um fyrrverandi félaga sína. Kári Jónasson Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og situr í stjórn FEB í Reykjavík. Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.