Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
✝ Birgir Lúð-víksson fædd-
ist í Reykjavík 3.
maí 1937. Hann
lést á heimili sínu
3. febrúar 2021.
Foreldrar Birgis
voru Lúðvík Thor-
berg Þorgeirsson
kaupmaður, f. 2.
nóvember 1910, d.
27. desember 1996,
og Guðríður Hall-
dórsdóttir, f. 4. nóvember 1911,
d. 11. október 1997. Birgir átti
tvo bræður: Halldór, f. 31.
október 1930, d. 22. ágúst
2009, og Þorgeir, f. 20. apríl
1943.
hennar maður Steingrímur
Gautur Pétursson, þau eiga
þrjú börn. Barnabarnabörnin
eru tólf.
Birgir var deildarstjóri hjá
Sjóvá-Almennum tryggingum
þar til hann lét af störfum
vegna aldurs. Birgir stundaði
knattspyrnu og handknattleik
á sínum yngri árum hjá knatt-
spyrnufélaginu Fram í
Reykjavík. Hann sinnti mikið
félagsstörfum fyrir Fram og
var formaður knattspyrn-
udeildar 1960-1961 og for-
maður handknattleiksdeildar
1963-1969 og 1976-1981. Þá
var hann formaður aðal-
stjórnar 1986-1989 og heið-
ursfélagi frá 2003. Birgir var
einnig félagi í Frímúrararegl-
unni.
Útför Birgis fer fram frá
Bústaðarkirkju í dag, 15. febr-
úar 2021, og hefst athöfnin kl.
13:00.
Eftirlifandi eig-
inkona Birgis er
Helga Brynjólfs-
dóttir, f. 30. des-
ember 1936. Börn
þeirra eru: 1) Við-
ar, f. 1958, d. 6.
maí 2004, hans
kona Unnur Jóns-
dóttir, f. 1959, þau
eignuðust fjóra
syni. 2) Lúðvík, f.
1961, hans kona
Ásdís Anna Sverrisdóttir, f.
1962, þau eiga þrjú börn, þau
skildu. 3) Sigríður, f. 1965,
hennar maður Brynjar Gauti
Sveinsson, f. 1963, þau eiga
þrjú börn. 4) Guðríður, f. 1966,
Í dag kveð ég tengdaföður
minn og vin Birgi Lúðvíksson
eftir mjög stutt veikindi sem
báru fljótt að. Ég er búinn að
þekkja Birgi síðan ég var 17 ára
gamall, eða í fjörutíu ár, síðan
ég og Sigga mín byrjuðum að
vera saman. Þær eru ófáar
minningarnar sem hrannast
upp. Góðar minningar úr Hval-
firði þar sem við fjölskyldan
vorum öllum stundum yfir sum-
arið í Framheimum, sumarbú-
stað og griðastað þeirra hjóna
Helgu og Birgis. Þar var oft
kátt á hjalla og mikil gleði en
Birgi þótti ekkert skemmtilegra
en að hafa allt sitt fólk í kring-
um sig í sveitinni, gefa öllum vel
að borða og drekka, þá var
hann glaður. Verslunarmanna-
helgarnar eru mér mjög minn-
isstæðar en þar hef ég verið
nánast öll ár frá því bústaðurinn
var tekinn í notkun árið 1983.
Alltaf mikil gleði og fjör og oft-
ast var ég með alla mína fjöl-
skyldu þar en börnin mín og
barnabörn hafa alltaf unað sér
vel í sveitinni hjá afa og ömmu.
Birgir var Framari í húð og
hár eins og allir vita en tók mér
strax vel þótt ég hefði alist upp
í Val. Ég er nú sennilega meiri
Framari í dag enda annað mjög
erfitt eftir að hafa verið innan
um allt þetta frábæra fólk sem
er í Fram-stórfjölskyldunni.
Þegar árin liðu náðum við Birg-
ir mjög vel saman og ég fann að
hann hafði tekið mig undir sinn
verndarvæng, ekki síst eftir að
ég missti föður minn ungur
maður. Ég minnist allra þeirra
frábæru stunda sem við áttum
saman í bústaðnum með Vidda,
Lúlla og Steingrími við smíðar
og fleira sem þurfti að gera
enda var alltaf verið stækka,
breyta og bæta. Þetta eru minn-
ingar sem streyma nú fram og
gleymast aldrei.
Birgir var afar traustur mað-
ur og gott að leita til, hann var
alltaf tilbúinn til að hjálpa ef
þess var óskað. Birgir vildi allt-
af hafa allt sitt á hreinu og vildi
aldrei skulda neinum neitt.
Helst vildi hann vera búinn að
borga fullt fyrir verk þótt rétt
hafið væri. Það lýsir honum vel.
Með söknuði kveð ég þig,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Helga mín, guð gefi
þér styrk í sorginni.
Þinn tengdasonur,
Brynjar Gauti.
Ég var svo lánsöm að koma í
fjölskyldu Helgu og Birgis ung
að árum þegar ég kynntist elsta
syni þeirra, Viðari eða Vidda
eins og hann var alltaf kallaður.
Það var mikið gæfuspor.
Ég kynntist Birgi tengda-
pabba hægt og rólega næstu ár-
in enda má segja að Birgir hafi
ekki verið maður margra orða.
Engu að síður hafði hann sterka
lífssýn og var afar mikill fjöl-
skyldumaður. Fjölskyldan var
alltaf sett í fyrsta sæti. Birgir
var einstaklega barngóður og
reyndist strákunum okkar alltaf
vel, hvort sem það var að greiða
fyrir ökukennslu og bílpróf,
lána bíl eða að læðupokast með
peningagjöf svo að lítið bæri á,
svo eitthvað sé nefnt. Það var
afi Birgir, alltaf reiðubúinn að
gefa. Á mínum námsárum
reyndust Birgir og Helga okkur
hjónunum ómæld stoð og stytta.
Þá eru margar ógleymanlegar
stundirnar í sumarbústað
tengdaforeldra minna í Kjósinni
en það má segja að þar hafi afi
Birgir notið sín best. Þetta var
lífið.
Íþróttir áttu hug hans og
hjarta, enda fæddur og uppal-
inn á miklu Framaraheimili.
Það voru allir Framarar í fjöl-
skyldunni í huga Birgis og mér
var það fljótt nokkuð ljóst.
Hann hvatti öll börnin og
barnabörnin til dáða í íþróttum,
aðallega þó í hand- og fótbolta.
Enski boltinn spilaði mikla rullu
í hans lífi og um langt árabil var
„tippað“ fyrir hverja helgi og
fylgst grannt með úrslitum.
Með síðustu samræðum mínum
við Birgi heima í stofu voru um
væntanlegan úrslitaleik Dana
og Svía á heimsmeistaramóti í
handknattleik. Sem svo oft áður
hafði hann sterkar skoðanir á
því hverjum hann ætlaði sig-
urinn.
Birgir féll frá eftir stutt og
erfið veikindi en kvaddi í faðmi
fjölskyldunnar heima á Sléttu-
vegi, sem ég veit að var hans
æðsta ósk.
Kæri tengdapabbi, bestu
þakkir fyrir lífsfylgdina í hart-
nær fjörutíu og fimm ár. Takk
fyrir að hafa tekið svona vel á
móti mér inn í fjölskylduna allt
frá fyrsta degi og fyrir allt okk-
ar lífshlaup. Fyrir það er ég æv-
inlega þakklát.
Unnur.
Elskulegur tengdafaðir minn
Birgir Lúðvíksson verður til
hvíldar borinn í dag eftir stutta
en snarpa baráttu við illvígan
sjúkdóm. Þrátt fyrir sáran
söknuð er mér þakklæti í huga.
Þakklæti fyrir að vera boðinn
velkominn í sterka og samhenta
fjölskyldu. Þakklæti fyrir að
hann var börnum sínum og
tengdabörnum klettur og
barnabörnum sínum sá afi sem
hann var þeim öllum. Honum
var umhugað um að börn hans
og barnabörn skorti aldrei neitt
það sem honum fannst nauðsyn-
legt í þeirra daglega lífi. Það
verður aldrei að fullu metið.
Eftirsjá okkar allra er mikil en
allar góðu minningarnar vega
mest og þær geymum við stolt
um allan okkar aldur.
Hugurinn reikar ósjálfrátt
upp í Hvalfjörð í fjölskyldupara-
dísina Framheima, sem þau
hjónin Birgir og Helga byggðu
frá grunni. Þetta athvarf var
tengdapabba allt og ekkert
veitti honum meiri gleði en þeg-
ar fjölskyldan var þar öll saman
komin og barnabörnin og
barnabarnabörnin skottuðust
þar út um allt. Myndin sem
kemur upp í hugann er af stolt-
um og hæglátum manni sem
stendur á pallinum í Framheim-
um og fylgist með öllum börn-
unum að leik og veltir um leið
fyrir sér hverju þarf næst að
dytta að á landareigninni. Ég
geymi þessa mynd og minn-
inguna um örlátan og ljúfan
mann. Hér fór geðprúður og
grandvar maður, sem var vel
liðinn hvar sem hann kom.
Hann var og er mér og mínum
börnum mikil og góð fyrirmynd.
Elsku Helga, Lúlli, Sigga og
Gauja mín, ykkar missir er mik-
ill en þið eigið öll fjársjóð af
góðum minningum sem þið
varðveitið og við munum rifja
upp saman um ókomin ár.
Steingrímur
Gautur Pétursson.
Að sitja og skrifa minning-
argrein um afa Birgi er skrítið,
ekki eitthvað sem ég bjóst við
að gera alveg strax, enda voru
veikindin afar stutt.
Eftir sitja margar minningar
og söknuðurinn er mikill. Ég er
svo lánsöm að hafa fengið tæki-
færi til að umgangast ömmu og
afa mikið og eyða mörgum
gleðistundum með þeim.
Afi minn var ekki maður
margra orða, enda sagði hann
oft að hann þyrfti ekki að tala,
við frænkurnar sæjum yfirleitt
um það, sem var alveg hárrétt
hjá honum. Í kringum okkur
fjölskylduna er aldrei dauð
stund og fannst afa skemmtileg-
ast að fá okkur til sín í Fram-
heima, þar sem honum leið best,
hlæja með okkur og hrista
hausinn yfir vitleysunni í okkur.
Ég hef mjög gaman af því að
taka myndir af fólkinu mínu og
afi var orðinn vanur því að ég
tæki upp símann til að smella af
og heyrðist þá oft í honum:
„Jæja, Bjarnleifur ljósmyndari
mættur.“ Þessar myndir eru
dýrmætar minningar í dag.
Amma og afi skelltu sér oft
til Tenerife á haustin, þar sem
þau nutu þess vel að sleikja sól-
ina og hafa það huggulegt með
kunningjum sínum. Eitt árið
skellti ég mér með þeim í viku.
Sú ferð er mjög eftirminnileg
og með þeim skemmtilegri sem
ég hef farið í.
Amma og afi voru samrýmd
hjón og mikill kærleikur þeirra
á milli. Missir ömmu er mikill.
Elsku afi minn, þín verður
minnst með gleði í hjarta. Hvíl í
friði.
Þín
Gerður Anna.
Það eru ótrúlega margar fal-
legar stundirnar sem kvikna í
huga mér þegar ég hugsa til afa
míns. Þegar við kveðjum hann í
dag vekja allar þessar minn-
ingar hjá mér hlýju og þakk-
læti. Ótal hittinga í Hvassaleit-
inu eins og á bollukaffi, 17. júní
og margra jóla- og áramóta-
veislna. Við afi Lúlli í Sigtúni
vorum alltaf saman inni til að
byrja með enda álíka hræddir
við flugeldana sem án undan-
tekningar voru keyptir af
Fram. Enda Fram sterkur
þráður í sögu fjölskyldunnar.
Afi tók virkan þátt í því starfi í
gengum allt sitt líf, bæði sem
leikmaður og í félags- og for-
mennskustarfi og var á end-
anum kosinn heiðursfélagi
Fram. Sumarvin fjölskyldunnar
í Hvalfirðinum bar auðvitað
heitið Framheimar og í mínum
huga var það alltaf Paradís.
Ótal góðar stundir og minning-
ar frá því að ég var lítill patti
sitjandi í hjólbörum afa míns
við að planta trjám, seinna að
útfæra fótboltavelli, búa til laut-
ir, safna í verslunarmannahelg-
arbrennu og taka til hendinni
og grisja í seinni tíð. Mér er
sérstaklega minnisstætt árið
þegar ég var að klára verkfræð-
ina og starfaði hjá byggingar-
fulltrúa með námi. Ég hafði
rúman tíma í hádegismat og
varð fastagestur í Hvassaleit-
inu. Amma lagaði súpu, afi
keypti bakkelsi og fréttir dags-
ins og heimsmálin voru reifuð
áður en vinnan tók aftur við.
Síðar hóf ég störf hjá trygging-
arfélaginu Sjóvá á sama stað og
afi hafði starfað og forvera þess
Almennum tryggingum. Það
voru mikil meðmæli fyrir mig
að vera barnabarn afa míns sem
naut mikillar virðingar og hylli
fyrir sín störf fyrir félagið. Afi
var stoð og stytta við fráfall
föður míns sem eðli málsins
samkvæmt tók sinn toll af fjöl-
skyldunni allri. Það hefur auð-
vitað verið þungt að missa elsta
barnið sitt eins og amma og afi
máttu reyna, en í gegnum það
erfiða ferli reyndust þau okkur
fjölskyldunni afar traust. Þau
hjálpuðu mikið til í uppvexti
okkar bræðra og studdu mig og
strákana í námi. Afi var ekki
maður margra orða en hlýr var
hann og tilfinningaríkur, þó að
menn af hans kynslóð væru
ekki mikið að bera tilfinningar
sínar á torg. En oft gat það ver-
ið við gleðileg tíðindi eða stórar
stundir í lífi okkar, að maður sá
stundum á bak honum eitt
augnablik. Hann sneri sér við,
þerraði augun og saug lítið eitt
upp í nefið. Svo labbaði hann
rólega til baka. Við fundum
sterkt fyrir því að hann var afar
stoltur af okkur. Margar af
þeim sögum sem afi sagði mér
hef ég verið að rifja upp með
börnum mínum. Á dögunum
gengum við fjölskyldan úr
Hvassaleitinu niður í bæ fram
hjá Sjómannaskólanum og rifj-
aðist þá upp fyrir mér að afi
hafði sagt mér frá því þegar
Framvöllurinn gamli hafði verið
nýttur undir síldargeymslu á
síldarárunum. Syni mínum 11
ára fannst þetta eins og æv-
intýri líkast og á dánarbeði afa
sagði ég honum frá upplifun
Garps okkar af sögunni af fót-
boltavellinum og síldartorfun-
um. Þá eins og svo oft áður sá
ég svo vel stoltið hjá gamla
manninum.
Ég minnist afa míns af mikilli
hlýju og virðingu og er þakk-
látur fyrir allar góðu stundirnar
og minningarnar. Hvíl í friði.
Birgir Viðarsson.
Elsku afi okkar. Við eigum
ótrúlega margar fallegar og
skemmtilegar minningar um
þig, það sem stendur upp úr er
líklegast allar sumarbústaðar-
ferðirnar í fallega Hvalfjörðinn.
Þú varst alltaf svo sæll í sveit-
inni í lopapeysunni með afahatt-
inn og hafðir svo gaman af því
að fá öll börnin og barnabörnin
þín í heimsókn yfir helgi.
Þú varst alltaf svo góður og
gerðir allt fyrir barnabörnin
þín, skutlaðir okkur fram og til
baka og svo teygðir þú þig
reglulega í skyrtuvasann og
dróst upp peningaseðlana sem
þú laumaðir til okkar og reyndir
að láta lítið fara fyrir því.
Við söknum þín og erum
Birgir
Lúðvíksson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
PÉTURS MAACK PÉTURSSONAR,
fv. bifreiðastjóra,
Lómasölum 4,
sem var jarðsunginn 15. janúar.
Hlýjar kveðjur til ykkar allra.
Bjarndís Markúsdóttir
Þórhildur Þöll Pétursdóttir Birgir Bragason
Reynir Freyr Pétursson Eva Arnfríður Aradóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
PÁLL RAGNARSSON
tannlæknir, Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 19. febrúar klukkan 14:00 að
viðstöddum nánustu ættingjum og vinum.
Útförinni verður streymt og má finna virkan hlekk á
facebooksíðu Sauðárkrókskirkju og á mbl.is/andlát.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Rúnars
Inga Björnssonar í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki.
Margrét Steingrímsdóttir
Ragnar Pálsson
Helga Margrét Pálsdóttir Jón Þorsteinn Oddleifsson
Anna Rósa Pálsdóttir Gunnar Valur Stefánsson
og barnabörn
Ósjaldan hef ég
leitt hugann að því
hvað tónlistarkenn-
arar eru í mikilli
áhrifastöðu gagnvart nemendum
sínum. Oft eru þeir eina utanað-
komandi fullorðna manneskjan í
lífi barns sem talar við það sem
jafningja, leiðbeinir, nærir og
fræðir. Ég var svo heppin að fá
Hrönn Geirlaugsdóttur sem
kennara í Tónmenntaskólanum
og segja má að hún hafi verið ör-
Hrönn
Geirlaugsdóttir
✝ Hrönn Geir-laugsdóttir
fæddist 11. sept-
ember 1959. Hún
lést 20. janúar
2021. Útför Hrann-
ar var gerð 5. febr-
úar 2021.
lagavaldur í mínu
lífi. Við fréttirnar af
ótímabæru fráfalli
Hrannar reikar
hugurinn til baka og
ljúfar minningar
birtast ljóslifandi
fyrir hugskotssjón-
um. Minningar um
brosmilda glæsilega
konu, vinkonu, sem
kom fram við nem-
endur sína af ein-
stakri umhyggju, virðingu og
natni. Þess verð ég eilíflega
þakklát að hafa fengið að vaxa og
dafna undir hennar handleiðslu.
Með söknuð í hjarta votta ég
Frey og fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð.
Guðný Þóra
Guðmundsdóttir.
Þann 11. febrúar
2021 var útför
elsku Ásdísar
frænku sem kvaddi
svo snögglega þann 1. febrúar
síðastliðinn eftir stutt veikindi.
Ég hitti Ásdísi síðast í maí á
síðasta ári í útskriftarveislu hjá
honum Mána okkar og þar var
hún svo glöð og hress, brosandi
út að eyrum og hamingjusöm.
Ekki óraði mig fyrir því að níu
mánuðum seinna myndi ég vera
staddur í útför hennar. Ásdís
frænka var ein sú dásamlegasta
kona sem ég hef verið samferða
í gegnum lífið, alltaf glöð og
kát og ég man ekki eftir henni
öðruvísi en hlæjandi og bros-
andi. Þegar ég var krakki var
alltaf tilhlökkun að fara í heim-
Ásdís
Hannesdóttir
✝ Ásdís Hann-esdóttir fædd-
ist 23. september
1941. Hún lést 1.
febrúar 2021.
Útför Ásdísar
fór fram 11. febr-
úar 2021.
sókn til hennar og
Gunna og voru þau
alltaf jafn glöð að
fá mann í heim-
sókn eða gistingu.
Fjölskyldan var
henni allt í lífinu
og hún var til
margra ára klett-
urinn sem hélt
okkur saman, t.d.
með þorláksmessu-
hittingnum þar
sem hún hóaði öllum saman í
nokkra klukkutíma, þetta gerði
hún til margra ára og var orðið
partur af jólahátíðinni, mjög
svo þótti mér vænt um þessar
stundir. Ég er svo óendanlega
þakklátur fyrir að hafa fengið
að hitta hana þarna í maí á tím-
um Covid þegar maður allt í
einu fattaði að það sem manni
þótti sjálfsagt hér áður var
ekki lengur þannig og heim-
sóknir takmarkaðar. Hvíl í friði
elsku Ásdís og takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig.
Hlynur
Baldursson.