Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Leikfimi með Hönnu kl. 10. Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:15-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkom- nir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8.10-16. Allir vel- komnir. Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Myndlistarnámskeið MZ kl. 9.15-12.15. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30- 15.30. Hjá okkur er Grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig fyrirfram í síma eða á skrifstofunni. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10. og 11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30 og 17.15. Vatnsleikfimi Sjál kl. 14. og 14.40. Litlakot opið kl. 13 –16. Gerðuberg Mánudagur 15. febrúar Opin handavinnustofa frá kl. 8.30-16 Hreyfiþjálfun kl. 10.10 -11. með sjúkraþjálfara (hámark 17 þáttakendur) Línudans kl. 11.30–12.30 með Sólrúnu (hámark 17 þáttakendur) Glervinnustofa m/leiðbeinanda frá kl. 13-16 Gjábakki kl. 8.30 til 10.30 Handavinnustofa opin, bókið komu daginn áður. Kl. 8.45 til 10.45 Postulínsmálun. Kl. 10.50 Jóga, kl. 11.30 til 12.30 Matur, kl. 13.30 til 15.30 Handavinnustofa opin fyrir spjall - bókið daginn áður. Gullsmára Handavinna kl. 9. og 13. skráning í síma 441 9912. Jóga kl 9.30 og 17. Sóttvarnir, grímuskylda og tveggja metra reglan. Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og 9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13. Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10. og 11. Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 8.50 og 9.50. Minning- ahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Tálgun – opinn hópur kl. 13.- Stólaleikfimi 13.30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald með morgun- Sveinn á Stekkjarvöllum er allur. Sveinn var hluti af minni stór- fjölskyldu, eiginmaður móður- systur minnar, hennar Heiðu. Alla tíð foreldra minna var sam- gangur mikill við Stekkjarvallar- fjölskylduna og vináttu þeirra Heiðu frænku og Sveins nutum við Lilja Guðrún áfram, og þökk- um tryggð þeirra alla tíð. Lifandi áhugi þeirra á að rækta frænd- semi er ekki sjálfgefinn og margra góðra stunda minnist ég bæði heima á Reyni og ekki síður gestrisni þeirra á Stekkjarvöll- ✝ Sveinn Guð-jónsson fæddist 8. október 1933. Hann lést 28. jan- úar 2021. Útför Sveins fór fram 9. febrúar 2021. um. Margar heim- sóknir til þeirra átti ég, á þingmanns- ferðum mínum um Snæfellsnes. Það var árviss viðburður bernsku minnar að heimsækja Stekkjarvelli á sumrin og þær ferð- ir voru hugmynd foreldra minna að sumarfríi – á milli mjalta. Stekkjarvelli byggðu og rækt- uðu þau hjón frá grunni. Þeim bændum sem reistu bú sín í upp- gangi landbúnaðar á Íslandi verður seint þökkuð elja og dugn- aður. Síðar þurfti að glíma við of- framleiðslu sem var bændum þungur róður. Sveinn var þeirrar gerðar að liggja ekki á skoðunum sínum og í því tók hann það ráð að dreifa mjólk, sem ekki mátti leggja inn, á tún sín, fyrst og fremst til að sýna hug sinn. Það var mikill fyrirmyndarbúskapur á Stekkjarvöllum, Sveinn góður bóndi og harðduglegur. Þeir svil- ar, pabbi og Sveinn, náðu vel saman, þeir ræddu búskap af ástríðu bænda sem unnu búum sínum og skepnum. Það var og síðasta ferð föður míns, örfáum dögum fyrir andlát hans, að Stekkjarvöllum og taka út rúllu- stæðuna hjá Sveini, síðsumars 1995. Sveinn var framsækinn bóndi og tileinkaði sér hratt og vel nýjungar. Laginn við viðgerð- ir og smíði. Þegar horft er heim að Stekkjarvöllum má sjá glæsi- legt ævistarf þeirra hjóna. Þegar þau minnkuðu við sig búskap eignuðust þau húsbíl og lögðust í ferðalög. En það þurfti samt að ná í tíma heim að Stekkjarvöllum þó ekki væru kýrnar lengur sem kölluðu. Langri og gæfuríkri ævi er lokið og hvíld frá þrautum á síð- asta skeiði hennar. Eftir situr þakklæti fyrir vináttu og tryggð. Ég sendi frændfólki mínu, Heiðu frænku minni, frændsystkinum mínum og fjölskyldum þeirra innilega samúðarkveðju. Haraldur Benediktsson. Sveinn Guðjónsson Elsku besti Doddi minn, það eru þung skref að kveðja þig. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var 14 ára og fylltir þar mikið tómarúm. Þið mamma fóruð fljótt að búa saman og fyrir ut- an nokkrar stuttar rispur á unglingsárunum höfum við allt- af verið miklir félagar. Þú varst góður maður, góður pabbi og frábær afi. Þú ættleiddir mig og ég mun alltaf vera þakklát fyrir hversu vel þú hefur reynst mér og börnunum mín- um. Þrátt fyrir að ég hafi nú búið erlendis í 22 ár hefur alltaf verið mjög sterkt samband á milli okkar og þú varst einn af þeim fyrstu inn á fæðingarstof- una þegar ég var búin að eiga börnin mín, og þegar ég varð amma beiðst þú fyrir utan með Töru meðan Nina eignaðist fyrsta langafabarnið þitt. Þú tókst þátt í flestu og þvældist Þorsteinn Jónsson ✝ Þorsteinn Jóns-son fæddist 23. ágúst 1949. Hann lést 27. janúar 2021. Útför/bálför Þorsteins Jóns- sonar var gerð 5. febrúar 2021, út um allt með krakkana á sumrin þegar þið voruð hjá okkur. Og þeg- ar við svo komum til Íslands ferðað- ist þú með okkur um landið. Þú varst alltaf glaður, jákvæður og með eindæmum fé- lagslyndur. Þú varst líka ofvirkur og hvatvís og vantaði stundum smá filter en mikið ofboðslega var auðvelt að elska þig samt. Þú hugsaðir vel um fólkið þitt og það var aldrei neitt mál að spyrja þig um hjálp. Alltaf til í að skutla og gera greiða og krakkarnir vissu að ef afi var í heimsókn þá þurfti maður ekki að hjóla í skólann. Þú varst svo stoltur af barnabörnunum þín- um. Ég trúi því ekki enn þá að þú sért farinn og það mun taka langan tíma að sætta sig við það. Þið mamma hafið átt mjög gott líf saman og verið rosalega samrýnd. Það eina sem huggar mig er að það er góður hópur sem hefur tekið á móti þér þarna hinum megin. Takk fyrir allt og ég veit þú fylgist áfram með okkur. Guðrún Kristín Høier. ✝ SigurlaugMagnúsdóttir fæddist á Vind- heimum í Skaga- firði 11. apríl 1929. Hún lést á Grund í Reykjavík 26. jan- úar 2021. Foreldrar henn- ar voru Magnús Sigmundsson, f. 14.11. 1891, d. 28.5. 1952, og Anna Sigríður Jóhannesdóttir, f. 15.5. 1900, d. 8.1. 1985. Systkini Sigurlaugar: Ragn- heiður Magnúsdóttir, f. 28.12. 1924, d. 22.12. 2015 og Sig- mundur Magnússon, f. 27.2. 1932, bóndi á Vindheimum. Sigurlaug sem alltaf var kölluð Laula ólst upp á Vind- heimum. Hún fór í Húsmæðra- skólann á Hallormsstað 1947- 1948 og síðar í Ljósmæðraskól- ann í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Búskapur í Reykjarfirði var erfiður og skólaganga barnanna nálgaðist og því fluttu þau Laula og Gunnar út á Bíldudal 1960 í Þórshamar og var Laula ljósmóðir í Arn- arfirði 1954-1978 að tveimur árum undanskildum, en einnig var hún fengin til að sinna matsölu og kostgöngurum í fjölda ára, þar sem engin veit- ingasala var á Bíldudal á þess- um tíma. Það varð síðar til þess að hún og Gunnar keyptu Vega- mót eða Braggann eins og hús- ið var kallað og gerðu hann upp og hófu gistinga- og mat- sölu þar sem þau ráku uns þau fluttu 1978 til Blönduóss. Þar starfaði Laula við umönnunar- störf og fleira uns þau fluttu til Reykjavíkur 1987 og hélt hún sig áfram við umönnunarstörf aldraðra uns hún lét af störf- um. Laula bjó á Vegamótum á Grund síðustu 2 og ½ ár. Laula kvaddi eftir nokkurra daga veikindi og frá henni eru þegar fæddir 38 afkomendur og fleiri á leiðinni. Útför hennar hefur farið fram. Gunnar V.A. Ólafs- son í Reykjarfirði, f. 9.1. 1918, d. 8.3. 1993. Þau giftu sig 1. desember 1955 og hófu búskap í Reykjarfirði í Arn- arfirði, Börn þeirra: Ólafur Jóhann- es, maki Sibylle Gunnarsson, börn þeirra: Niels Gunn- ar, Bjarki Thor, Liv Johanna, Birte Marie. Anna Maggý, maki Guð- mundur Kr. Magnússon, börn þeirra: Heiðbrá, Sandra, Gunn- ar Vigfús, Magnús Kristján. Selma Sigrún, maki Sig- urður Óli Grétarsson, börn Selmu: Sigurlaug Rósa, Krist- ján Freyr, Eva Guðrún. Bragi Geir. maki Hildur Sig- urðardóttir, börn Braga: Olga Rannveig, Brynja Liv, Sig- urlaug, Liv. Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar. Amma Laula var einstaklega glæsileg kona. Amma var mér mikil fyrirmynd og deildum við saman áhuga á tísku, förðun og fleiru. Við áttum margar góðar stundir við að máta flíkur úr fataskápnum hennar, amma að fá álit á dressum áður en hún fór út að dansa sem var eitt af því sem henni þótti skemmtilegast og gerði svo vel. Ég var svo lánsöm að fá að eiga tíma með ömmu og afa á Blönduósi sem barn og nýtti hún tímann vel í að kenna mér ýmislegt, t.d. að fara með bænirnar, læra á klukku, spila rommý og siða mig til. Það var alltaf notalegt að koma til henn- ar, yfirleitt bakaðar pönnukökur og heitt súkkulaði með og hægt að tala um alla hluti við hana en hún dæmdi aldrei og var ráða- góð. Hún var mér og mínum ein- staklega góð og örlát. Fyrir 3 ár- um fór minnið að bregðast henni en hún tókst á við það af miklu æðruleysi. Ég kveð elsku ömmu mína með sorg en í senn gleði í hjarta. Takk amma mín fyrir að auðga líf mitt og minna og ég veit að nú er hugurinn frjáls og þú komin á betri stað. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. Þín Heiðbrá. Elsku Laula amma hefur loks- ins fengið hina langþráðu hvíld. Ég á örfáar minningar um ömmu og afa á Blönduósi, en flestar eru minningarnar eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Sofa í holunni í Skaftahlíð, labba í heimsókn á Snorrabraut og pönnukökur á Skúlagötu, þar sem umræðuefnið var iðulega neglurnar á mér, eða skortur á þeim. Amma mín var mikið glæsi- kvendi, jafnan kölluð drottningin í fjölskyldunni, því það var svo mikil tign yfir henni. Hún var alltaf glæsileg til fara, með lakk- aðar neglur, varalit á sínum stað og svaf með rúllur í hárinu svo það væri fullkomið á daginn. Hún hafði líka miklar skoðanir á mín- um fatnaði, unglingnum til mikils ama. Fyrir ömmu var það hjart- ans mál að vera snyrtilegur og í tilraun til að bjarga mér sendi hún mig á námskeið í framkomu og líkamsburði hjá Heiðari snyrti, þar sem ég lærði að labba með prik fyrir aftan bak. Ég hef greinilega gleymt því öllu strax. Amma labbaði allt sem hún fór og hafði unun af því að dansa. Hún sendi m.a.s. nokkur barna- börn á dansnámskeið. Hún gat virkað hvöss með all- ar sínar skoðanir, en hún meinti alltaf vel, og hún var til staðar þegar ég þurfti á henni að halda. Mjög lýsandi fyrir ömmu var að hún sendi afa alltaf einan til okk- ar á aðfangadag og fór sjálf í vinnu, til að ungu mæðurnar gætu haldið jól með fjölskyldun- um sínum. Það er í senn söknuður og létt- ir að hún sé loks komin til afa og farin að dansa á ný. Ég gleðst fyrir þína hönd, elsku amma mín. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman. Það var mér sönn ánægja og heiður að fylgja þér. Þín nafna, Sigurlaug Rósa. Fallin er frá móðursystir okk- ar bræðra, Sigurlaug, eftir gott ævistarf. Hún kom úr sveit, menntaðist, stofnaði fjölskyldu og lagði sitt af mörkum til þess að efla það samfélag sem við er- um afsprengi af. Frænka mín var höfðingi, rausnarleg og ræktar- söm og henni fylgdi ilmur og angan blóma. Hún var fædd og uppalin á Vindheimum í Skagafirði, rót- grónu sveitaheimili. Móðir Sig- urlaugar, sem var fædd alda- mótaárið 1900, segir í endurminningum sínum: „Um vorið 1929 fæddist telpan, stór og hraust og ákaflega róleg og hef ég alla tíð síðan mikla trú á því, að mæðrum þurfi að líða vel um meðgöngutímann hvað sem öll vísindi segja.“ Vitundin um hvað kemur börnum og verðandi mæðrum best er víðsfjarri ný af nálinni. Þetta skildi frænka mín mætavel því hún lærði til ljós- móður. Veganesti foreldranna var að rækta í uppeldi þau gildi mann- lífsins sem talin voru fólki til tekna, vinnusemi, fróðleiksfýsn, gott umtal, heiðarleika og sam- kennd með samferðafólki, ekki síður þeim sem hallari standa fæti en hinum. Ég held að þetta hafi nýst frænku minni vel og einkennt hennar störf á marga lund. Minningar okkar bræðra um frænku okkar eru fjölmargar. Ein er þegar hún giftist Gunnari Ólafssyni, bóndasyni vestur í Arnarfirði, miklum sómamanni. Samgöngur milli landshluta voru aðrar í þá daga en nú er. Óþarf- lega djúpt í árinni er tekið að halda því fram að við teldum hana tapaða fyrir fullt og allt en krökkum norður í Skagafirði þótt með endemum að flytjast í svo fjarlæga sveit. En sagt er að römm sé taug upprunans og sannast það á frænku okkar því hennar rætur stóðu ætíð djúpt í Skagafirði. Umsjón hennar með leiði foreldra sinna ber þess glöggan vott. Sigurlaug og Gunnar eignuð- ust fjögur börn sem öll bera sterk einkenni foreldra sinna að gerð og uppeldi. Sjálfsbjargar- viðleitni og frændrækni er þeim í blóð borin. Þau hjón lögðu líka sitt af mörkum til að efla atvinnu og mannlíf á Bíldudal en þar bjuggu þau lengst. Gunnar drif- fjöður í atvinnulífi og frænka okkar sinnti ljósmóðurstörfum. Á unglingsárum okkar í brú- arvinnu vestur á fjörðum varð Bíldudalur skyndilega miðdepill í lífinu á sumrin. Samstarfsmenn- irnir voru velflestir knáir Bíld- dælingar. Hjá frænku okkar átt- um við ávallt athvarf. Ég mun ætíð minnast þess að hvort sem ég kom að nóttu eða degi, ein- samall eða með samstarfsfélaga var mér fagnað og gert gott í mat og gistingu. Fyrir það eins og annað er ég frænku minni ævar- andi þakklátur. Sigurlaug hefur nú kvatt hinstu kveðju. Fyrir tveim árum efndi hún til níræðisafmælis síns með fjölskyldunni og örfáum vin- um. Minn var heiðurinn að sitja þessa síðustu veislu frænku minnar. Að leiðarlokum vottum við bræður og fjölskyldur okkar börnum og afkomendum Sigur- laugar okkar dýpstu hluttekn- ingu. Magnús Pétursson. Sigurlaug Magnúsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.