Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
HANDBOLTINN
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Stórlið Fram og Vals mættust í
Safamýrinni í níundu umferð Ís-
landsmóts kvenna í handknattleik,
Olísdeildinni, á laugardaginn í leik
sem stóðst engar væntingar um að
vera spennandi. Liðin hafa skipst á
að vera besta lið landsins undanfarin
ár. Fram vann tvöfalt árið 2018, varð
Íslands- og bikarmeistari, Valur lék
þann leik eftir ári síðar og Framarar
voru líklegir síðasta vor og að lokum
krýndir deildarmeistarar eftir að
keppni var aflýst vegna kórónu-
veirufaraldursins. Lykilmenn hafa
verið fjarverandi í Framliðinu vegna
barneigna og meiðsla en liðið burst-
aði Val á laugardaginn, 30:22, og er
byrjað að endurheimta sína helstu
máttarstólpa.
Leikurinn í Safamýrinni um
helgina var búinn í hálfleik. Fram
var þá ellefu mörkum yfir, 19:8, og
tókst gestunum að laga stöðuna eftir
hlé eftir að heimakonur slökuðu á
klónni. Varnarleikurinn var gríðar-
sterkur og markvarsla Söru Sifjar
Helgadóttur eftir því en hún var val-
in í landsliðið á dögunum og hélt upp
á það með glæstri frammistöðu.
Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn
einn stórleikinn og skoraði níu mörk
og þá var Steinunn Björnsdóttir
óviðráðanleg á línunni, skoraði sjö
mörk í sínum fyrsta leik eftir að hafa
meiðst illa á auga í síðasta mánuði.
Eitthvað annað er í gangi á Hlíð-
arenda. Valskonur skoruðu átta
mörk í fyrri hálfleik og klikkuðu á
yfir 30 skotum sínum í öllum leikn-
um. Þá var þetta þeirra fjórði deild-
arleikur í röð án sigurs, þær voru
búnar að gera þrjú jafntefli í röð fyr-
ir laugardaginn. Það er kannski
ágætt fyrir þær að nú tekur við
landsleikjahlé, Valur tekur á móti
ÍBV 27. febrúar á meðan Framarar
heimsækja Hauka.
Þrír leikir fóru fram á laugardag-
inn en einum var frestað, leikur ÍBV
og HK fer fram í Vestmannaeyjum á
þriðjudaginn. Í Kaplakrika mættust
nágrannaliðin FH og Haukar og
vann þar gestalið Hauka stórsigur,
33:19. Berta Rut Harðardóttir var
öflugust Hauka, skoraði tíu mörk.
FH-liðið hefur nú tapað öllum níu
leikjum sínum á tímabilinu en Hauk-
ar eru í 5. sæti með níu stig.
Mistök á ritaraborðinu
Agaleg mistök áttu sér stað í
Garðabænum þar sem Stjarnan og
KA/Þór mættust á laugardaginn.
Samkvæmt leikskýrslunni unnu
norðankonur þar 27:26-sigur sem
dugaði þeim til að fara í toppsætið,
þar sem þær hafa betur gegn Fram
innbyrðis. Handbolti.is greindi hins
vegar frá því um helgina að mistök
voru gerð á ritaraborðinu í TM-
höllinni þar sem marki var ranglega
bætt við KA/Þór. Mark hjá Stjörn-
unni í leiknum var ranglega skráð á
KA/Þór og voru mistökin svo aðeins
leiðrétt að hluta. Stjarnan fékk
markið skráð á sig en því næst
gleymdist að draga mark af norðan-
konum. Leiknum lauk því í raun
26:26 en sem stendur er skráður
27:26-sigur KA/Þórs á heimasíðu
handknattleikssambandsins. Þá gaf
Stjarnan út fréttatilkynningu í gær-
kvöldi þess efnis að félagið hefur
kært framkvæmd leiksins og má
þykja líklegt að málið muni draga
dilk á eftir sér.
Sem stendur situr KA/Þór í topp-
sætinu með 14 stig, rétt eins og
Fram, og Stjarnan er í 4. sæti með
tíu stig, stigi á eftir Valskonum. ÍBV
og HK, sem mætast á þriðjudag, eru
í 6. og 7. sæti með sjö og fimm stig.
Framkonur fóru
illa með Valsara
Stjarnan kærir framkvæmd leiks
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Burst Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk og átti stórleik í Safamýr-
inni er Framarar fóru illa með nágranna sína í Val á laugardaginn.
England
Everton – Fulham.................................... 0:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Arsenal – Leeds ...................................... 4:2
Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Crystal Palace – Burnley........................ 0:3
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72
mínúturnar með Burnley og skoraði.
Leicester – Liverpool............................... 3:1
Manchester City – Tottenham................ 3:0
Brighton – Aston Villa ............................. 0:0
Southampton – Wolves ............................ 1:2
Staðan:
Manch. City 23 16 5 2 46:14 53
Manch. Utd 24 13 7 4 50:31 46
Leicester 24 14 4 6 42:26 46
Liverpool 24 11 7 6 45:32 40
Chelsea 23 11 6 6 38:24 39
West Ham 23 11 6 6 34:28 39
Everton 22 11 4 7 34:30 37
Aston Villa 22 11 3 8 36:24 36
Tottenham 23 10 6 7 36:25 36
Arsenal 24 10 4 10 31:25 34
Leeds 23 10 2 11 40:42 32
Wolves 24 8 6 10 25:32 30
Southampton 23 8 5 10 30:39 29
Crystal Palace 24 8 5 11 27:42 29
Brighton 24 5 11 8 25:30 26
Burnley 23 7 5 11 17:29 26
Newcastle 23 7 4 12 25:38 25
Fulham 23 3 9 11 19:31 18
WBA 24 2 7 15 19:55 13
Sheffield Utd 23 3 2 18 15:37 11
B-deild:
Reading – Millwall................................... 1:2
Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleik
með Millwall.
Þýskaland
Bayern München Werder Bremen ........ 7:0
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék ekki
með Bayern München.
B-deild:
Darmstadt – Osnabrück ......................... 1:0
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Ítalía
B-deild:
Brescia – Chievo ...................................... 1:0
Birkir Bjarnason spilaði fyrstu 66 mín-
úturnar með Brescia en Hólmbert Aron
Friðjónsson var á varamannabekknum.
Holland
AZ Alkmaar – Heerenveen .................... 3:1
Albert Guðmundsson lék allan leikinn
með AZ og skoraði.
Pólland
Jagiellonia – Legia Varsjá...................... 1:1
Böðvar Böðvarsson var ekki í leik-
mannahópi Jagiellonia.
Grikkland
Panathinaikos – Olympiacos.................. 2:1
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Asteras Tripolis – Lamia ........................ 0:0
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik-
inn með Lamia.
Katar
Al-Arabi – Al Wakra................................ 1:0
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Danmörk
Midtjylland – Horsens............................. 1:0
Mikael Anderson var ekki í leikmanna-
hópi Midtjylland.
Ágúst Eðvald Hlynsson var á vara-
mannabekk Horsens.
Lyngby – Bröndby................................... 0:4
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
Frederik Schram var á varamannabekk
Lyngby.
OB – AGF.................................................. 0:0
Aron Elís Þrándarson kom inn á sem
varamaður á 77. mínútu hjá OB, Sveinn Ar-
on Guðjohnsen var á varamannabekknum.
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 64
mínúturnar með AGF.
B-deild:
Esbjerg – Venssyssel............................... 0:0
Kjartan Henry Finnbogason lék allan
leikinn með Esbjerg og Andri Rúnar
Bjarnason er meiddur. Ólafur H. Krist-
jánsson þjálfar liðið.
Silkeborg Hvidovre................................ 2:0:
Patrik Gunnarsson og Stefán Teitur
Þórðarson léku allan leikinn með Silke-
borg.
ENGLAND
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði
í öðrum deildarleik sínum í röð þeg-
ar lið hans Burnley vann öruggan
3:0 útisigur gegn Crystal Palace í
ensku úrvalsdeildinni á laugardag-
inn. Mark hans kom strax á 5. mín-
útu leiksins og reyndist eftirleik-
urinn auðveldur fyrir liðið eftir það.
Hann var að vonum ánægður með
sigurinn. „Það var ánægjulegt að
sækja þrjú stig á erfiðum útivelli
eftir nokkra erfiða leiki. Þetta var
frábær frammistaða,“ sagði Jóhann
Berg að leik loknum.
Þrjú töp Liverpool í röð
Liverpool tapaði sínum þriðja
deildarleik í röð þegar liðið laut í
lægra haldi, 1:3, gegn Leicester á
útivelli. Englandsmeistararnir hafa
nú tapað fimm af síðustu átta deild-
arleikjum. Jürgen Klopp, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi í
samtali við fjölmiðla eftir leikinn að
titilvörn liðsins væri formlega lokið.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri
Manchester City, hafnaði þessum
ummælum Klopp, en lið Guardiola
er komið í ansi vænlega stöðu á
toppi deildarinnar eftir öruggan 3:0
sigur City gegn Tottenham á laug-
ardagskvöld, þar sem Ilkay Gündog-
an fór á kostum og skoraði tvö
mörk.
Liðið hefur nú unnið 16 leiki í röð
í öllum keppnum og er fyrsta enska
efstudeildarliðið í sögunni til þess að
ná þeim árangri.
Þá fékk Everton skell á heima-
velli gegn botnbaráttuliði Fulham,
2:0. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði all-
an leikinn fyrir Everton.
Álitleg staða City
Er City nú með sjö stiga forskot
á Manchester United og Leicester í
2. og 3. sæti deildarinnar og 13
stiga forskot á Liverpool í 4. sæt-
inu. City á auk þess leik til góða á
öll þessi lið.
Man. Utd hefði getað minnkað
forskot City í fimm stig en fór illa
að ráði sínu þegar liðið gerði 1:1
jafntefli gegn botnbaráttuliði West
Bromwich Albion í gær.
Jóhann Berg skoraði aðra helgina í röð
AFP
Marksækinn Liðsfélagar Jóhanns Bergs fagna honum en hann hefur nú skorað í tveimur deildarleikjum í röð.
Titilvörninni lokið
City óstöðvandi
HANDKNATTLEIKUR
Olís-deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA ......................18
Hlíðarendi: Valur – Stjarnan ....................18
Kaplakriki: FH – Haukar.....................19:40
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Flúðir: Hrunamenn – Vestri ................19:15
Borgarnes: Skallagrímur –Breiðablik 19:15
Hornafjörður: Sindri – Fjölnir.............19:15
Í KVÖLD!
Boganum á Akureyri, Fram vann
nauman 3:2-sigur á Þór í Egilshöllinni
og Grótta og Keflavík skildu jöfn á Vi-
valdi-vellinum, 3:3.
Fimm leikir voru leiknir í A-deild
Lengjubikars kvenna. Þróttur heim-
sótti KR og vann 3:1, Þór/KA vann
öruggan 5:2-sigur á Tindastól í Bog-
anum á Akureyri, Keflavík burstaði
Selfoss 8:2 í Reykjaneshöllinni,
Breiðablik átti ekki í vandræðum með
Stjörnuna í Fífunni, lokatölur 7:0, og
Fylkir vann þægilegan 4:0-sigur á FH í
Árbænum.
Markvörðurinn Grétar Ari Guð-
jónsson spilaði mjög vel í 29:25-sigri
Nice gegn Angers í frönsku B-deildinni
í handknattleik um helgina.
Grétar Ari varði alls 13 skot í leiknum
og var með 36 prósent markvörslu.
Nice er eftir sigurinn í áttunda sæti
deildarinnar með 14 stig eftir 13 leiki.
Einn frægasti skíðamaður Banda-
ríkjamanna á þessari öld hefur ákveðið
að láta gott heita og leggja klossana á
hilluna. Ted Ligety tilkynnti um
helgina að keppnisferlinum væri lokið
en Ligety er 36 ára gamall og hafði
hugsað sér að vera með á heimsmeist-
aramótinu í þessum mánuði en bak-
meiðsli koma í veg fyrir þátttöku hans.
Ted Ligety er á meðal mestu afreks-
manna í sögu HM í alpagreinum. Ekki
síst vegna þess að á HM í Austurríki
árið 2013 nældi hann í þrenn gull-
verðlaun.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði
sigurmark Íslendingaliðsins Aue í
þýsku B-deildinni í handknattleik á
laugardaginn en liðið vann 23:22-sigur
gegn Dessauer. Sveinbjörn Pétursson
var í marki Aue og varði tvö skot. Aue,
sem er þjálfað af Rúnari Sigtryggs-
syni, situr í 10. sæti deildarinnar með
13 stig.
Eitt
ogannað
Knattspyrnumaðurinn Albert Guð-
mundsson var á skotskónum þegar lið
hans AZ Alkmaar vann góðan 3:1 sigur
gegn Heerenveen í hollensku úrvals-
deildinni í gær. Hann innsiglaði sig-
urinn með þriðja marki Alkmaar á 81.
mínútu en hann er nú búinn að skora
átta mörk í 23 leikjum í öllum keppn-
um á tímabilinu.
Þrír leikir fóru fram í A-deild
Lengjubikars karla í knattspyrnu um
helgina. Valur vann 1:0-sigur á KA í