Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H Hörkuspennandi og Hrollvekjandi Spennumynd. M OV I E F R E A K . C O M FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. FRUMSÝND Á MIÐVIKUDAG. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við erum báðar búsettar í Amst- erdam að öllu jöfnu þegar ekki rík- ir heimsfaraldur,“ Björk Níels- dóttir söngkona og vísar þar til þeirra Þóru Margrétar Sveins- dóttur víóluleikara, en saman skipa þær Dúplum Dúó. Nýverið sendu þær frá sér sína fyrstu stuttskífu sem inniheldur upptöku á verkinu Flowers of Evil sem hollenska tón- skáldið Aart Strootman samdi fyrir þær. „Við Þóra kynntumst á náms- árum okkar í Amsterdam, en hún var hinn Íslendingurinn í klassísku deildinni í Tónlistarháskólanum í Amsterdam,“ segir Björk og rifjar upp að þær Þóra hafi byrjað að starfa saman undir merkjum Dúplum Dúó árið 2017. „Þóra hef- ur starfað með Aart í hljómsveit- inni Stargaze og það lá því beint við að leita til hans sem tónskálds,“ segir Björk og bendir á að verkið hafi Aart Strootman samið við þrjú ljóð Baudelaire úr ljóðaflokki skáldsins sem nefnist Fleur de mal eða Blóm hins illa. Algjör töfrakona „Tónverkið, sem er um 15 mín- útur að lengd, er innblásið af nú- verandi ástandi í samfélaginu,“ segir Björk og bendir á að sá böl- móður sem í textum Baudelaire birtist kallist vel á við núverandi aðstæður. Björk bendir á að í raun hafi verkið orðið til út af ástandinu. „Því í byrjun kófsins var hægt að sækja um styrk í menningarsjóð Amsterdam fyrir verk sem henta myndu Covid- tímanum. Þegar verkið var tilbúið langaði okkur að taka það upp, enda ekki hægt að flytja það á tónleikum eftir að öllum tónleika- sölum hafði verið gert að skella í lás. Þóra sá um samskiptin við stjórnendur ýmissa lista- og tón- leikastaða og er algjör töfrakona í sannfæringakrafti sínum, því alls staðar opnuðust okkur dyr. Á ein- um degi tókum við því upp flutn- ing verksins í auðum tónleikasöl- um og listasöfnum í Amsterdam,“ segir Björk. Upptökuna má nálg- ast á Facebook-síðu Dúplum Dúó, á You Tube og á vefnum www.duplumduo.com. Stefna á upptökur í haust „Við vorum svo ánægð með verk Aart að við ákváðum að gefa það líka út á plötu. Kannski lang- aði okkur lúmskt að vera popp- arar og byrja á því að senda frá okkur EP-plötu,“ segir Björk kím- in, en vínylinn má nálgast á Band- camp-síðu Dúplum Dúó auk þess sem platan er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum, þ. á m. Spotify. Þess má geta að vínyl- platan skartar verki eftir mynd- listarmanninn Hauk Óskarsson. Að sögn Bjarkar eru þær Þóra þegar byrjaðar að leggja drög að fyrstu breiðskífu dúósins. „Við fengum listamannalaun til að þróa næstu plötu þar sem þemað verður flóra Íslands auk þess sem ástin svífur yfir vötnum,“ segir Björk og tekur fram að annars vegar íslensk-kanadíska tónskáldið Fjóla Evans og hins vegar Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson séu að semja fyrir dúóið sitt hvort tónverkið. „Við stefnum að því að halda tónleika í júlí þegar garðurinn er sem grænastur og blómin blómstra, þar sem við munum frumflytja verkin og í framhaldinu taka þau upp snemma í haust,“ segir Björk og tekur fram að gott sé að spila verkin nokkuð áður en kemur að upptökum. „Þá veit mað- ur betur hvernig verkin virka.“ Fuglabjargið er sólargeisli Björk ber sig vel þrátt fyrir kóf- ið. „Þrátt fyrir heimsfaraldur hefur ýmislegt verið hægt að gera, sem hefði að öðrum kosti ekki orðið að veruleika. Þannig hafa líka falist tækifæri í þessu skrýtna ástandi,“ segir Björk sem um þessar mundir sýnir tónleikhússýninguna Fugla- bjargið í Borgarleikhúsinu. „Það var einhver sólargeisli sem braust fram að mega sýna Fuglabjargið. Það er í raun ótrúlegt að það hafi allt gengið eftir og á áætlun á þessum skrýtnu tímum. Þannig hefur sannarlega ræst úr ástand- inu. Það er valinn maður og valin kona í hverju einasta hlutverki í þessari sýningu. Það hefur því ver- ið algjör draumur að taka þátt. Það er líka svo gaman að sjá við- brögð barnanna og foreldra þeirra við þessari sýningu. Það hefur ver- ið extra gaman að fá tækifæri til að koma fram og syngja fyrir áhorfendur þar sem tónleika- og sýningarhald hefur snarminnkað í kófinu. Fuglabjargið er því algjör gleðisprengja.“ Barnaópera um elliglöp Sem fyrr segir býr Björk og starfar að jafnaði í Amsterdam, en kom til Íslands í nóvember til að vinna að Fuglabjarginu. „Út af kóf- inu er sýningarferlið aðeins lengra en venjulegu. En ég nýt þess bara að vera á Íslandi á meðan, enda mörg ár síðan ég hef haft tækifæri til að vera svona lengi á Íslandi í einu. Yfirleitt er ég í mesta lagi í mánuð hér heima og þá yfirleitt að sumarlagi. Ég tek því þessu tæki- færi fagnandi,“ segir Björk og neitar því ekki að það hafi verið svolítið skrýtið að venjast vetrar- myrkinu eftir langa veru á megin- landinu. „Ég naut þess hins vegar að vera í minni jólakúlu og hafði loks tækifæri til að gera þrjár sort- ir af sörum og búa til tíu kíló af jólaís í stað þess að fara á jóla- tónleika.“ Aðspurð segir Björk erfitt að gera langtímaplön meðan heimsfar- aldurinn gengur yfir. „Ég er mögu- lega að fara út í apríl til að byrja æfingar á nýrri barnaóperu um elliglöp hjá fjölskylduóperuleikhús- inu Holland Opera sem frumsýna á í haust – ef kófið leyfir,“ segir Björk og tekur fram að enn sé ekki vitað hvort hefja megi æfingar með vorinu út af samkomutak- mörkunum. „Æfingar í vor ættu að taka um sex vikur og ég myndi gera ráð fyrir að koma strax aftur heim, því mig langar að vera hér í sumar, enda hvergi betra að vera,“ segir Björk að lokum. Dúplum Dúó Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Björk Níelsdóttir söngkona hafa unnið saman síðan 2017. Tækifæri í skrýtnu ástandi  Dúplum Dúó sendir frá sér stuttskífuna Flowers of Evil  Fengu að taka verkið upp í tómum lista- sölum í Amsterdam í miðjum faraldri  Stefna að fyrstu breiðskífunni síðar á árinu um flóru Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.