Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021
Hristum
þetta af
okkur
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
2m
Höldumbilinu og sýnum
hvert öðru tillitssemi
Þrátt fyrir að undurvel hafigengið að hemja veirunagreindi Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra frá því að
tilslakanir á sóttvarnareglum hefðu
ekkert verið ræddar. Hins vegar
væri fyrir höndum skemmtilegur
fundur með sóttvarnalækni um lita-
sjatteringar.
Ekki skortir skoðanir á frumvarpi
Guðmundar Inga Guðbrands-
sonar, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, um hálendisþjóðgarð, en
borist hafa á sjötta tug umsagna. At-
hygli vekur hve margar þeirra eru
neikvæðar miðað við hve hugmyndin
um hálendisþjóðgarð naut víðtæks
stuðnings. Í þinginu er farið að ræða
um að taka rammaáætlun fyrir fyrst,
hún sé auðveldari.
Lögregla handtók tvo menn vegna
skotárásar á bíl borgarstjóra, sem
uppgötvaðist um síðir í fyrri viku.
Annar var látinn laus eftir yfir-
heyrslu en hinn hnepptur í gæslu-
varðhald. Það var síðar framlengt og
maðurinn nafngreindur í fjölmiðlum,
en hann hefur áður borist í fréttir
vegna sakamála og uppreistrar æru,
sem m.a. vöktu athygli fyrir það að
hann var eitt sinn lögregluþjónn.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu kvarta
undan yfirburðum Icelandair í
rekstri ferðaskrifstofu til hliðar við
flugreksturinn. Samkeppniseftirlitið
segist gefa því gætur og hefur lagt
áherslu á að ríkisstyrkur til flug-
rekstrar félagsins fari ekki í neitt
annað.
Atvinnuástand á Suðurnesjum er
enn erfitt, en þar er nú helmingur fé-
lagsmanna í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur atvinnulaus.
Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum sveifl-
aðist til, en hún rennur undir gadd-
freðnum krapa og íshröngli frá
krapaflóðinu í liðnum mánuði. Stutt
er undir brúargólfið í miðjunni og
umferð því aðeins leyfð í birtu.
Ójafnvægi á markaði fyrir svínakjöt
hefur leitt til þess að verð til bænda
lækkaði um 11% í haust, en verðið á
því út úr búð hefur hækkað í takt við
aðrar verðbreytingar. Skal enn á það
minnt að allt er betra með beikoni.
Að sögn Bjarna Benediktssonar
fjármálaráðherra er stefnt að útboði
í Íslandsbanka snemmsumars, en
hann vonast til þess að fá a.m.k. 119
milljarða króna fyrir hann, sem þá
ætti að hrökkva fyrir fjárfestingunni
til að örva efnahagslíf í heimsfar-
aldrinum.
Stór hluti innflytjenda á Íslandi er
menntaður langt umfram það sem
störf þeirra krefjast. Um 40% hafa
háskólanám að baki, en hafa ekki
fundið störf við hæfi.
Þær fréttir bárust frá Svíþjóð að
Björn Zoëga, læknir og forstjóri
Karólínska sjúkrahússins í Stokk-
hólmi, hefði snúið rekstri þess úr
tapi í hagnað, en auk þess fengið
meiri fjárframlög vegna aukinnar
framleiðni. Árangurinn hefur vakið
athygli og hafa stjórnendur stórspít-
ala í öðrum löndum kynnt sér að-
ferðirnar. Ekki þó frá Íslandi, enda
hefur enginn neitt að kenna þeim.
Heilbrigðisráðuneytið hafnaði því
enn að upplýsa um bóluefnasamn-
inga sína við framleiðendur og bar
við trúnaði líkt og ætti við um alla
samninga samkvæmt Evrópusam-
vinnu við öflun bóluefnis. Vikunni
áður höfðu bæði AstraZeneca og
ESB greint frá efni samnings síns.
Um 5-7 þúsund manns eru talin búa í
óleyfisíbúðum. Húsnæðisekla á höf-
uðborgarsvæðinu og hátt leiguverð á
almennum markaði er talin helsta
skýringin.
Framtíðarmöguleikar eru taldir í
skráningu erlendra loftfara hér á
landi, sem aldrei munu þó til lands-
ins koma. Kostnaðurinn fer eftir
vigt, en svo kann að bætast við
kostnaður vegna ferða eftirlits-
manna á 5 stjörnu hótel í framandi
löndum. Panama norðursins!
Sjúkratryggingar Íslands leita nú
einhverra til þess að reka hjúkr-
unarheimili í Vestmannaeyjum,
Fjarðabyggð og á Akureyri. Sveitar-
félögin þar eru búin að gefast upp á
hallarekstri sínum og ætla að láta
núverandi samninga renna út án
endurnýjunar.
Innflutningur á gerviosti minnkaði
mikið á liðnu ári en hins vegar var
talsvert meira flutt inn af mjólkur-
osti. Innlend framleiðsla hefur nú
89% markaðshlutdeild.
Þórólfur Guðnason, hinn hressi
sóttvarnalæknir, sló á orðróm um að
tilraunaverkefni með Pfizer um
bólusetningu þorra þjóðarinnar væri
við það að verða að veruleika.
Íslendingar vilja leggja sitt af mörk-
um til heimsminjaskrár Unesco og
ræða einkum um íslenska torf-
hleðslu í því samhengi. Sem segir
sitt.
Tíðni öndunarfærasýkinga á liðnu
ári var meira en þriðjungi minni en
raunin hefur verið undanfarin ár.
Ástæðan er talin færri smit vegna
aukinnar aðgæslu í heimsfaraldr-
inum. Sýklalyfjanotkun hefur einnig
minnkað mjög verulega.
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
telja Póstinn brjóta samkeppnislög
með niðurgreiðslu sendingarkostn-
aðar, sem grafi undan samkeppni.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra sagðist ætla að skoða
málið. Spennan eykst.
Dani játaði að hafa orðið íslenskri
konu á Jótlandi, Freyju Egilsdóttur
Mogensen, að bana, en hann er fyrr-
verandi sambýlismaður hennar og
hefur áður banað sambýliskonu.
Freyja var 43 ára og lætur eftir sig
tvö ung börn.
Áratugalöng deila um Sundabraut
kann senn að vera á enda, en sér-
fræðingar og hagsmunaaðilar í
starfshópi samgönguráðherra um
hana voru sammála um að 30 m há
hábrú yfir Kleppsvík væri málið.
Sú niðurstaða hafði varla verið
kynnt þegar Birkir Guðnason, for-
stjóri Samskipa, sagði lítið samráð
hafa verið um hvaða leið yrði fyrir
valinu. Hann segir brúna myndu
hafa mikil áhrif á starfsemi félags-
ins.
Norður á Akureyri stendur til að
endurbæta lengsta stiga landsins,
kirkjutröppurnar, enda er snjó-
bræðslukerfið í þeim ónýtt.
Upplýst var að fréttir af lækkandi
spillingarvísitölu Íslands, sem er
samantekin af gögnum nokkurra
rannsókna, væru mikið á misskiln-
ingi byggðar, ekki væri tölfræði-
legur munur milli ára. Hins vegar
mætti rekja lækkandi vísitölu
undanfarinna ára til aðeins einnar
rannsóknar, sem aukinheldur hefði
aðeins tvo heimildarmenn. Sífellt
hefur sigið meira í annan þeirra und-
anfarin ár vegna þess að hann týndi
nýju stjórnarskránni.
Janúarmánuður reyndist vera sá
kaldasti það sem af er öldinni. Mikil
snjóþyngsli hafa verið norðanlands,
en um leið snjóléttasti vetur í
Reykjavík í 100 ár. Trausti Jónsson
veðurfræðingur minnti þó á að nóg
væri eftir af vetri enn.
Breytingum á brjóstaskimun var
mótmælt með 37 þúsund undir-
skriftum, sem afhentar voru heil-
brigðisráðuneytinu.
Heldur hefur hýrnað yfir loðnusjó-
mönnum eftir að Hafrannsókna-
stofnunin tvöfaldaði fyrri veiðiráð-
gjöf eftir loðnuleit og mælingu.
Stefnir nú í 17,5 milljarða króna
loðnuvertíð. Sömuleiðis hefur verið
bitist um landanir norskra loðnu-
skipa, en loðna er nú unnin á Íslandi
í fyrsta sinn í þrjú ár.
Loks kom fram frumvarp um breyt-
ingar á áfengislögum, sem gerir ráð
fyrir að leyfa handverksbruggurum
að selja öl á framleiðslustað, en
brugghúsin hafa verið vinsæll
áfangastaður ferðamanna. Hins veg-
ar var fallið frá því að leyfa inn-
lendum netverslunum smásölu á
áfengi, svo menn verða áfram að fá
sprúttið heimsent frá útlöndum.
Minna virðist vera að gera á Alþingi
en oft áður, en þar liggja menn yfir
lagasafninu og leita laga til þess að
grisja burt.
Sóttvarnalæknir sendi tillögur um
slakanir á sóttvarnareglum til heil-
brigðisráðherra, en þær þóttu til
þess að gera slakar og lítt slakandi.
Sagt var frá því í fréttum að biðlist-
ar héldu áfram að lengjast og óviss-
an alger. Þar var þó ekki um að ræða
opinbera þjónustu, heldur leikjatölv-
una Playstation 5.
Hins vegar var óvissu um varnar-
viðbúnað Íslands eytt þegar utan-
ríkisráðherra upplýsti að tveir her-
menn væru með fasta viðveru í
landinu, annar bandarískur og hinn
norskur. Þeir hittast lítið.
Nóg eftir
af vetri enn
Það var ekki óhætt að aka yfir brúna yfir Jökulsá á Fjöllum nema í björtu, eftir að krapaflóðið fraus þar. Þetta hefur verið
kaldur vetur og snjóþungur nyrðra, en sá snjóléttasti í bænum í 100 ár. Ekki er hann þó úti enn og það getur allt breyst.
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
31.1.-5.2.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is