Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021 Elsku Ljónið mitt, alveg sama þótt þú reynir að forðast athygli, þá mun ljósið skína á þig, eins og það sé falin myndavél alls staðar. Það verða ekki allir ánægðir með þína skoðun á mjög mörgu, en þér á að vera alveg slétt sama því þú munt standa með sjálfum þér í einu og öllu. Og ég get svo sannarlega sagt að þú ert eina manneskjan sem þú þarft að elska því þú getur ekki gefið neinum meiri ást en þú sýnir sjálfum þér. Einlæg og rétt ást er sú þegar þig langar frá dýpstu hjartarótum að gera meira fyrir þá persónu sem þú elskar en þú gerir fyrir þig. Uppspretta lífsins er að gefa þér meiri gleði og ánægju hvar sem þú ert staddur í lífinu. Það hefur verið mikið um brölt og breytingar hjá þér og þegar þú skoðar vel þá ertu á miklu betri stað en þú varst fyrir hálfu ári. Það er mikilvægt fyrir þig að skrifa einhvers kon- ar dagbók, því þá sérðu með sanni hvernig líf þitt er að verða tærara og hreinna. Þú ert svo afgerandi og ekkert væri líklega að frétta á þessari Jörð ef Ljónsmerkið væri ekki til. Svo vertu þakklátur fyrir þessa mögnuðu manneskju sem þú hefur að geyma, þá sérðu meira með hverri mínútu að þú getur breytt því sem þú vilt breyta og látið annað af- skiptalaust. Núna er eins og þú sért að sortera sokka, og þótt þú finnir ekki alltaf rétta sokkinn á móti skaltu ekki dvelja við það, heldur einfalda hlutina og fleygja þeim sokk sem ergir þig. Alls ekki stoppa við innantóma þráhyggjuhugsun, því hún hefur ekkert að gera með kraft sálar- innar sem þú einn ert forstjórinn að. Ástin verður krefjandi og stundum ekki réttlát og þannig er þetta bara. En þú skalt bara halda áfram á þinni leið án þess að hika því að þú ert lukkunnar pamfíll. Brölt og breytingar LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Þakklæti er orka sem mun efla líf þitt. Knús og kossar Elsku Meyjan mín, ef hægt væri að gefa einkunn á tímabil sem maður væri að fara inn í, mynduð þið fá 10! Þessi magnaði og margslungni mánuður er eins og leiðréttingaforrit á erfiðleika þína. Þú tekur svo yndislega leiðsögn og hlustar eins og þú værir í doktorsnámi á þá sem koma til þín skilaboðum. Þú lætur ekkert hreyfa við þér nema yndisleika lífsins sem þú sérð svo ótrúlega skýrt. Þú mætir öllu sem áður fyrr hefði gert þig vitlausa með mikilli ró. Frumurnar þínar endurnýjast og þú finnur sérstaklega betri skilning á öllu þegar fullt tungl er í Meyjarmerkinu þann 27. febrúar. Leiðin er bara upp á við þennan mán- uðinn og þú finnur styrk í bæninni og skynjar að það sem þú biður um af ljúfleika og frá hjartanu, það færðu. Og það er alveg sama hvort þú trúir á Guð, almættið eða hvað sem það er, bænirnar bjarga. Það verða bónorð hjá mörgum sem eru ógiftir (vonandi), því þú eflir svo útgeislun þína að fáir fá þig staðist. Þú tekur þá hnífa úr bakinu á þér sem þú átt ekki skilið að hafa, því þegar þú fyrirgefur bara með sjálfum þér, þá hverfa sárin sjálfkrafa. Þú finnur fleiri en eina leið til að afla þér björg í bú og að fá það sem þig vantar af veraldlegum efnum. Og þú gengur frá ótal mörgum hlutum sem hafa valdið þér kvíða, því það vilja allir semja við þig, það er staðreynd. Þú gerir einhver viðskipti sem verða þér afar hagstæð. Þetta gæti tengst húsnæði eða vinnu, alla vega einhverju sem kemur þér afar afar vel. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrastokknum mínum og fyrsta spilið gefur þér töluna þrettán og um- byltingu á útliti og veikindum. Síðara spilið segir að það eina sem getur tafið þig er að þú sért of utan við þig og jafnvel hundleiðist. En um leið og þú tekur stefnuna að hafa alls engan auðan tíma í lífinu fyrir hringrás vitlausra hugsana sem stefna á þig dag eftir dag og útilokar þær, þá er endurfæðing þín alger. Þú ert búin að vera að hugsa mikið um fólkið í kringum þig og um alla þá sem þurfa á þér að halda. En þú verður að athuga að þú getur ekki flogið fyrir aðra manneskju, því þá fær hún ekki sína eigin vængi til að fljúga. Ástin verður staðföst, einlæg og falleg, alveg sama í hvaða formi hún er. Magnaður mánuður MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Vogin mín, þú varst búin að gera sérstakt plan fyrir líf þitt, en það gekk ekki upp því að uppsprettan og lífið er að finna akkúrat réttan farveg fyrir þig. Það er ekki alltaf rétti tíminn til að breyta þó manni finnist það stundum. Svo margt sem þú hefur ákveðið að láta gerast hjá þér hefur nú þegar gerst, en annað mun svo takast í örlítið smærri skrefum, en á hár- réttum tíma. Næstu tveir mánuðir færa þér þá stöðuhækkun í lífinu sem þú ert að leita og hefur óskað eftir. Það eina sem gæti stoppað þig er ef þú ofkeyrir þig í verkefnum. En þannig ertu bara byggð upp og þú veist það best sjálf að í gegnum tíðina hefurðu gert hlutina af svo mikilli ástríðu að það hefur tekið úr þér hjartað. Sú tilfinning að gera aðeins of mikið er framundan, svo þú þarft að vita með vissu að verkefnin þín gangi upp. En það er staðreynd að þegar hugur þinn er slakur ertu langbest, þótt mikið sé að gera. Ástin leikur við þig og trygglyndi er lykillinn að henni, en þú átt ekki endilega að kjósa það sem er auðveldast í ástinni. Heldur skaltu sjálf taka og bera ábyrgð á að láta hana gerast. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum og fyrsta spilið segir að þú sért að láta gömul mál og gamlan missi hafa áhrif á nútíðina. En þú þarft að muna að fortíðin er ekki til, hún er búin og ef þú lætur hana hafa áhrif á andartakið sem þú lifir í núna þá hindrar hún þá framtíð sem þú vilt fá. Skoðaðu að allt sem þú segir er orka, svo talaðu minna um gömul vandamál sem geta eitrað lífið þitt í dag. Spil númer tvö hefur töluna fimm sem táknar skemmtilegt fólk og ferðalög. Hún segir líka að þú sért að læra svo mikið og að í raun og veru sért þú kennari. Þetta er vegna viskunnar sem þú hefur öðlast og aflað þér í gegnum árin og útkoman sem birtist þér fyrir næstu fjórar vik- ur er einfaldlega að allt verði fullkomið. All sem þú segir er orka VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Sporðdrekinn minn, þú átt ekki að halda aftur af þér í neinu sem þú hefur ástríðu fyrir. Og alls ekki endurskoða hvert skref sem þú tekur því þá verðurðu eins og hikstandi bíll. Og þá tekur það þig of langan tíma að komast á þann leiðarenda sem þú óskar þér. Þegar þú skynjar þessa brennandi ástríðu sem þú hefur svo sannarlega inni í þér, verður hún eldsneyti og þú getur flogið eins og Boing 747. Og eftir því sem þú ferð hraðar með það sem þú hefur planað, þá fyrst sérðu opnast fyrir þér þær dyr sem áður virtust lokaðar. Það hafa verið lagðar á þig erfiðar krossgátur í gegnum tíðina og þú hefur alltaf fundið lausn á þeim, en það hefur bara tekið þig mislangan tíma. Þolinmæði er samt alls ekki einn af þínum bestu kostum, enda þýðir ekkert að bíða eftir að eitthvað gerist, þú þarft bara að gera það. Febrúar verður látlaus, ljúfur og þægilegur og þú syndir áfram í betri straumum heldur en und- anfarið. Með þessu slakarðu á spennu og stressi og endurnýjar kraftana þína til að spýta í lófana og láta draumana stóra og smáa rætast. Þú ert nefnilega fyrirtæki og þú þarft að byggja þig upp sem slíkt og fyrirtæki þarf að vita hvert það stefnir, hver markmiðin og tilgangurinn eru. Þú þarft að elska nafnið þitt og byrja hvern dag eins og hann væri þinn síðasti. Það er ágæt æfing að gefa sér þrjár mínútur og hugsa um 30 atriði sem þú myndir vilja gera ef þú ættir eitt ár eftir ólif- að og með því finnurðu betur hvað þú vilt. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum og þar færðu töluna tólf sem segir þér að þú þurfir að passa þig mjög vel á fólki sem hefur slæm áhrif á þig. Veldu gott fólk í kringum þig eins og sannur forstjóri góðs fyrirtækis myndi að sjálfsögðu gera. Seinni talan sem þú færð er talan sjö sem eflir anda þinn og gefur þér stórkostlega möguleika á að velja og fá það sem þú þarfnast akkúrat núna. Ekki halda aftur af þér SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert að lenda inni í hröðu tímabili og þér mun líka það. Það er uppgjör í gangi ef lífið og vitleysan hefur verið að særa þig. Þú lok- ar þeim kafla og færð góðar fréttir. Þú ert búinn að breyta svo mörgu síðan í október, setja lífið þitt á annan og betri stað og núna er tími til að njóta. Á milli 9. og 13. febrúar er að koma til þín eitthvað svo sterkt og merkilegt sem þú ert búinn að bíða eftir. Svo hlustaðu vel og vertu fljótur að taka ákvörðun því annars get- urðu misst frá þér það sem getur magnað upp líf þitt. Í þér er karakter sem er svo hressandi og hreyfir við fólki, en stundum veist þú ekkert hver þú ert. Þú horfir kannski í spegilinn á morgnana þegar þú ert að bursta tennurnar og spáir í hver er þetta eiginlega? Maður þekkir oft vini sína betur en sjálfan sig og veit þess vegna ekki hversu mikill ógnarkraftur býr í sálinni þinni. Þú sérð sjálfið stækka og veist hvað þú getur og þegar þetta gerist þá slítur þú leynt og ljóst tengingar við marga sem þú þekkir og styrkir önnur bönd. Ef maki þinn eða ástvinur er ekki að fylgja þér í þessum krafti þá er mjög hugsanlegt það komi brot í samböndin. Ef þú einhvern tímann hefur í raun og veru elskað einhvern, en finnst allt svo flatt í augnablikinu, þá geturðu náð í tilfinningarnar aftur og lagað og gert við það sem þarf í þeim tengingum. Það er með sanni hægt að segja að þú munt sjá að þú ert mátturinn og dýrðin. Kafla lokað og góð tíðindi BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Steingeitin mín, það hefur verið magnað tímabil í kringum þig og þú ert af öllum krafti að breyta, bæta og finna nýjar leiðir. Þú átt svo mikið eftir að sjá í febrúar að þetta reddast og þú hefur styrk til að stíga út úr búbblunni og slíta þig frjálsa. Ef þú lætur hefta þig eða heftir þig sjálfa niður, þá siturðu föst. En samt bara í smástund, því merkilegir og magnaðir tímar eru að mæta þér. Þú verður að athuga að í 70% af lífi þínu ertu ann- aðhvort í skóla eða vinnu og því þarftu að elska það sem þú gerir. Ekki gera bara eitthvað af skyldu og af því bara. Það fer þér illa að ganga á eftir straumnum, vera í klapphópi og þora ekki annað en að vera sammála öllu eða öllum bara til þess að líf þitt verði auðveldara. Því af auðveldu verður nefnilega ekkert, svo skoðaðu málið betur. Þér hefur verið boðið ýmislegt undanfarið og farðu eftir þinni fyrstu hugsun gagnvart þeim at- riðum. Ef nei eða kvíði kemur strax upp í hugann, sem er það sama, þá skaltu sleppa þeim hlutum í bili. Þú munt hrista upp í ástinni ef þú ert á lausu og styrkja sambönd eða sleppa þeim. Það er ekkert kannski sem virkar á næstunni, það er bara já eða nei. Að festa sig of lengi í sömu rútínunni er sem eitur í þínum beinum. Þú ert búin að vera að sýna að allt sé slétt og fellt og í góðu, því það lítur allt svo ljómandi vel út í kringum þig og út á við, það finnst öllum öðrum. En þú ert að finna taktinn þinn svo sterkt og um leið og þú kemur sjálfri þér á óvart að þú verður þú svo hissa á sjálfri þér og þá verður leið þín spennandi, því þú ert ekki í aft- ursætinu í lífinu, heldur situr við stýrið. Það er magnað tímabil að mæta þér, svo hafðu athyglina þína opna. Strax í byrjun febrúar sérðu hvað ég er að tala um. Þú situr við stýrið STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.