Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 13
þar sem ég þyrfti ekki að lesa. Það var mín lausn. Sem betur fer héldu foreldrar mínir og skólinn mér áfram við efnið og ég náði tökum á lestrinum. Það tekur börn mislangan tíma að læra að lesa; það þarf alls ekki neitt að vera að þeim.“ Besta ráðið við þessar aðstæður er, að sögn Unu Maríu, að höfða til áhuga barnsins og leita ráða hjá fagfólki. Þetta virkar vitaskuld í hina áttina líka. „Skólinn þarf ekki síður að beita sér fyrir góðu samstarfi við foreldra og heimilin og vera dug- legur að hafa samband við þá foreldra sem eru í minni tengslum við skólastarfið. Foreldrar eru misáhugasamir, eins og gengur. Skólinn þarf að sama skapi að tileinka sér það viðhorf að hafa trú á verkefninu, sama hversu stremb- ið það er. Ef illa gengur að ná til foreldranna má kennarinn alls ekki gefast upp. Við þurfum að leysa þessi mál saman.“ Ekkert barn fæðist vont Aðstæður barna geta verið margvíslegar; at- vinnuleysi á heimilinu, áfengisneysla, ofbeldi og þar fram eftir götunum. Að sögn Unu Mar- íu er það engin afsökun fyrir skólann til að stíga til hliðar; þess heldur ætti hann að leggja sig fram um að aðstoða barnið. „Við getum lag- að svo margt ef við leggjum okkur fram og stöndum saman. Mín skoðun er sú að við eig- um ekki að líta á vandann á þann hátt að hann sé óleysanlegur, heldur ganga í málið! Ekkert mál er svo slæmt að ekki sé hægt að finna að- gerðir sem virka.“ Sum börn beita sjálf ofbeldi og Una María segir sérstaklega mikilvægt að koma til móts við þau og finna lausn á vandanum. „Það fæð- ist ekkert barn vont; það er umhverfið sem mótar það.“ Hún segir systkinafjölda og systkinaröð einnig hafa þýðingu, svo sem rannsóknir hafi sýnt fram á, og það beri skólanum að taka með í reikninginn. Mikið var rætt um gagnsemi hreyfingar hér í blaðinu fyrir viku og Una María tekur heils- hugar undir þau sjónarmið. „Rannsóknir sýna að drengir hafi meiri hreyfiþörf en stúlkur og brýnt er að búa þannig um hnúta að þeir fái hana á skólatíma. Það á svo sem við um stúlkur líka. Sjálf var ég strákastelpa, orkumikil og þurfti mikla hreyfingu og án efa voru sér- staklega þrír kennarasynir og vinir mínir á Laugum, Kiddi, Gilli og Bjössi, fyrirmyndir mínar í þeim efnum.“ Fjölga þarf körlum í kennslu Karlkennurum hefur fækkað jafnt og þétt á liðnum áratugum, ekki síst í grunnskólanum, og Una María er í hópi þeirra sem gjalda var- hug við þeirri þróun. „Auðvitað horfa strákar ekkert síður upp til kvenna en karla í kennslu en jafnvægið þarf að vera meira. Þess utan gæti verið að strákar tengdu betur við karl- kennara og fyndu í þeim fyrirmynd.“ – Hvað er hægt að gera til að snúa þessari þróun við og fjölga körlum í kennslu aftur? „Blasir það ekki við? Það hljóta fyrst og fremst að vera launin. Undirbyggingin frá hendi menntamálaráðuneytisins þarf líka að vera markvissari. Það þarf að leggja þetta þannig upp að bæði kynin sæki í þessi störf. Það þarf að hvetja drengi strax á grunn- skólastiginu til að sækja síðar meir í kennslu, ekkert síður en stúlkur. En það er kannski erf- itt þar sem fyrirmyndirnar eru svo fáar. Það eru vond skilaboð. Þarna þurfa yfirvöld menntamála í landinu að stíga inn; hvatningin þarf að koma frá þeim. Starf kennarans er þjóðfélagslega mjög mikilvægt og verður að njóta sannmælis.“ Kallar eftir nánara samtali Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, segir grund- vallaratriði að skólakerfið kalli eftir nánara samtali við foreldra um stefnumótun, þarfir barna og þar fram eftir götunum, til að efla megi starfið á breiðum grunni og bæta líðan og árangur nemenda í námi. „Það eiga miklar mælingar sér stað í skólakerfinu og fyrir vikið mikið til af upplýsingum sem miðla má í aukn- um mæli til foreldra. Lengi hefur verið rætt um þessi mál en eigi að síður vantar enn þá upp á þetta samtal.“ Hann segir það þó aðeins misjafnt eftir skól- um. Sumir skólar kalli foreldra meira að borð- inu en aðrir og áberandi sé að þar líði börn- unum betur, ekki síst drengjunum, og viðhorf foreldra til skólans sé að sama skapi betra. „Skortur á upplýsingum getur leitt til tor- tryggni af hálfu foreldra í garð skólans sem á móti fer í vörn, þar sem honum finnst að sér vegið og hefur fyrir vikið tilhneigingu til að draga úr samskiptum við foreldra í stað þess að efla þau enn frekar. Það er mjög óheppilegt enda skiptir máli að fá sem flest sjónarhorn á stöðuna sem er uppi hverju sinni. Starfið í skólunum er mjög metnaðarfullt og þetta mik- ilvæga samtal er algjört lykilatriði til að opna umræðuna. Öllum til hagsbóta. Það eykur einnig líkurnar á því að hægt verði að taka frumkvæði í stað þess að bregðast bara við vandmálum sem koma upp.“ Hann nefnir áherslur í forvörnum sem dæmi en þar hafi foreldrum verið boðið með í veg- ferðina. Eins hafi íþróttahreyfingin verið dug- leg að nýta krafta foreldra iðkenda innan sinna vébanda. „Þeir sem vinna með börnum þurfa að vera meðvitaðir um að foreldrar hafa hlut- verk. Þetta snýst um viðhorfsbreytingu. Við þurfum að brjóta niður veggi.“ Miðar í rétta átt – Miðar okkur í rétta átt? „Já, okkur miðar í rétta átt. Skólunum sem vinna með þessum hætti fjölgar jafnt og þétt.“ Arnar segir ekki síður mikilvægt að for- eldrar ræði á jákvæðum og uppbyggilegum nótum um skólastarfið heima fyrir og þess vegna þurfi þeir að búa að góðum upplýsingum til að geta myndað sér upplýsta skoðun. Spurður hvort foreldrar þurfi ekki að kalla í auknum mæli sjálfir eftir þessum upplýsingum svarar Arnar játandi. „Jú, það er hlutverk okk- ar hjá Heimili og skóla, sem talsmanna for- eldra, að fá þessar upplýsingar upp á borðið.“ Arnar segir foreldra hafa ríku hlutverki að gegna við menntun barna sinna og ekki megi varpa allri ábyrgð yfir á skólakerfið. „Það má alls ekki horfa á skólann sem þjónustustofnun; hann er menntastofnun og á að vera hjarta og lunga hvers samfélags. Menntun barnanna okkar er samstarfsverkefni og því fyrr sem all- ir hagsmunaðailar koma að borðinu þeim mun betra. Það gerir okkur kleift að skilgreina hlutverk hvers og eins og ná sem bestum ár- angri. Ég vona að stjórnvöld sjái málið í sama ljósi og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar.“ Skoða þarf drengjamenningu Hvað varðar vanda drengja og hvað gera megi til að snúa þróuninni við og styrkja stöðu þeirra innan skólakerfisins segir Arnar: „Það er brýnt að höfða í ríkari mæli til drengja og sýna því skilning að þeir séu eins og þeir eru. Kynin eru ólík og fyrir vikið þarf að nálgast þau með ólíkum hætti. Lengi hefur legið fyrir að skólakerfið virðist henta stúlkum betur en drengjum og við hljótum að þurfa að rýna í ástæður þess, skoða drengjamenninguna bet- ur og vinna með hana. Þá er ég til dæmis að tala um orkuna, hvernig beislum við hana og leyfum henni að njóta sín? Við þurfum líka að vekja áhuga drengjanna svo að þeir upplifi að þeir hafi eitthvað fram að færa innan veggja skólans. Sé þeim bara troðið í boxið er það ávísun á vanlíðan, uppreisn og hegðunar- vandamál. Ég held að 90% hegðunarvanda- mála í grunnskóla tengist drengjum. Það hlýt- ur að benda til þess að þeim líði ekki vel og fái ekki að njóta sín. Það þurfum við að laga.“ Lengi býr að fyrstu gerð. Ábyrgð foreldra þegar kemur að upp- eldi og menntun barna sinna er mikil. Colorbox 7.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.