Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021
FÉLAGSMIÐLAR
Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar
Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 • haaleiti@bjorg.is
Ert þú með allt á hreinu 2021?
Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum
Donald Trump er farinn úrHvíta húsinu og hefur hafttiltölulega hægt um sig, en
hann er enn bannaður á fé-
lagsmiðlunum Twitter, Facebook,
Reddit, Snapchat, Grindr (!), Pinte-
rest og TikTok, svo nokkrir þeir
helstu séu nefndir.
Það vakti verulega athygli þegar
félagsmiðlarnir, einn af öðrum, tóku
Trump forseta úr umferð á síðustu
valdadögum hans, að sögn vegna
þess að hann segði ósatt um hvernig
forsetakosningarnar síðasta haust
hefðu í raun og veru farið, en hann
hélt því fram að brögð hefðu verið í
tafli.
Það var svo sem ekki í fyrsta sinn
í veraldarsögunni, sem stjórn-
málamaður var talinn hafa farið
óvarlega í umgengni við sannleikann
og tæplega í síðasta sinn heldur, en
orðræða forsetans þótti greinilega
svo miklu verri og hættulegri, að
þaggað var niður í honum á þessum
vettvangi, sem hann hafði að miklu
leyti helgað sér.
Þessu banni var víða fagnað.
Raunar svolítið sérstakt að sjá
vinstrimenn um víða veröld vart
ráða sér fyrir kæti yfir að margmillj-
arðamæringar og auðhringir þögg-
uðu niður í rétt kjörnum forseta öfl-
ugasta lýðræðisríkis heims.
Auðvitað hugsuðu þeir það fæstir
þannig, heldur létu einfaldlega und-
an ofur mannlegri kennd ánægju
með að stungið hefði verið upp í and-
stæðing þeirra. Og auðvitað bland-
aðist pólitísk afstaða inn í það; síð-
astliðið sumar datt hvorki
félagsmiðlum né nokkrum öðrum í
hug að þagga þyrfti niður í Kamölu
Harris, sem síðan er orðin varafor-
seti, fyrir óvarleg hvatningarorð til
Black Lives Matter þegar óeirðirnar
vestra stóðu sem hæst.
Ritskoðun Trumps
hættulegt fordæmi
En það glöddust ekki allir. Angela
Merkel Þýskalandskanslari, sem
löngum elti grátt silfur við Trump,
lét þannig í ljós ríkar efasemdir um
tiltæki tæknirisanna og sagði að
ekki ætti að vera í verkahring einka-
fyrirtækja að skenkja fólki málfrelsi.
Hún veit hvað hún syngur um mál-
frelsið, fædd og uppalin í Austur-
Þýskalandi. Rússneska stjórnar-
andstöðuhetjan Alexei Navalníj
gekk lengra og sagði þetta „óþolandi
ritskoðun“. Og jafnvel Jack Demp-
sey, forstjóri Twitter, játaði að
þarna hefðu félagsmiðlar sett hættu-
legt fordæmi.
Það er þó ekki aðeins Trump eða
einhverjir rasistakimar sem finna
fyrir ritskoðunartilburðunum, og
það gerist ekki aðeins í Bandaríkj-
unum. Í Bretlandi var útvarpsstöð-
inni TalkRadio úthýst af YouTube (í
eigu Google) fyrir það eitt að hafa
útvarpað skoðunum manns, sem var
á móti sóttvarnaútgöngubanni. Í
sama landi var Sósíalíska verka-
mannaflokknum (SWP) hent út af
Facebook fyrir skömmu, sem er
óneitanlegu ögn fyndið í ljósi þess að
hann hefur um árabil barist fyrir
þöggun tiltekinna skoðana eða
manna í háskólum, fyrirtækjum,
fjölmiðlum og opinberri umræðu.
En svo má spyrja að öðru. Um
80% notenda á félagsmiðlum búa ut-
an Bandaríkjanna, en þessi þróun
hefur að megninu átt sér stað þar og
í samræmi við bandaríska löggjöf.
Verður þessum viðmiðum fylgt víð-
ar? Mega íslenskir stjórnmálamenn
sæta slíku banni ef einhverjum
starfsmanni Facebook í Indlandi líst
ekki á færslurnar hjá þeim? Eða
eitthvert af algrímunum ógurlegu?
Og hvað með alræðisríki eins og
Hvíta-Rússland eða Kína? Munu fé-
lagsmiðlarnir fara að ritskoðunar-
kröfum þarlendra stjórnvalda eða
bæta sínum eigin ofan á þær? Verð-
ur Vesturlöndum þá lengur stætt á
að finna að tjáningarfrelsisskerð-
ingum í ófrjálsari ríkjum?
Enginn skyldi efast um völd og
áhrif netrisanna. Þeir teygja sig um
nánast allan heim og eru í 1., 3., 4. og
5. sæti yfir verðmætustu fyrirtæki
heims. Og það er tiltölulega nýtil-
komið, því ekki þarf að fara lengra
aftur en til 2008, að enginn þeirra
slapp inn á þann lista. Fyrir þeim
fara snjallir tæknifrumkvöðlar og
viðskiptavesírar, sumir harla ungir,
en enginn þeirra sterkur á svellinu
þegar kemur að heimspeki og
stjórnmálum, siðfræði eða mann-
réttindum. Velflestir eiga gríðarlega
mikið undir því að vita meira um
notendur sína en flestir kærðu sig
sennilega um, en ekki þó síður að
kunna að veita til þeirra „rétta“ efn-
inu, alltaf og endalaust í bland við
auglýsingar.
Veita eða útgefandi
eftir því sem hentar
Þetta með veituna er mikilvægt. Öll
þessi fyrirtæki eru bandarísk, en í
árdaga netsins voru þau á lagalegu
flæðiskeri stödd, enda lá eðli þeirra
ekki endilega fyrir.
Allt þetta breyttist með lögum um
fjarskipti og efni þeirra, sem sam-
þykkt voru á Bandaríkjaþingi 1996.
Þar var kveðið á um það í 230. gr. að
félagsmiðlar væru veitustofnanir í
þeim skilningi að þau væru ekki
ábyrg og skaðlaus vegna þess efnis,
sem notendur kæmu á framfæri fyr-
ir þeirra tilstuðlan. Hins vegar
mættu þau jafnframt hafna hverju
því efni sem þau kærðu sig um.
Þetta var vafalaust af góðum hug
gert, en afleiðingin var sú að fé-
lagsmiðlarnir gátu bæði étið kökuna
og átt hana. Einu gildir hvaða við-
bjóður er settur inn á félagsmiðla,
þeir bera enga ábyrgð á því af því að
þeir eru bara veita, svona rétt eins
og símafélögin bera ekki ábyrgð á
því sem fólk segir í símann. En sé fé-
lagsmiðlunum eitthvað á móti skapi,
þá geta þeir fjarlægt það án þess að
skulda nokkrum skýringar á því.
Einokunarstaða
í skjóli ríkisvaldsins
Þessi löggjöf og þessi tiltekna laga-
grein lögðu grunninn að ótrúlegum
vexti félagsmiðlanna og auðlegð
þeirra, en um leið varð hún og hegð-
un notenda þeim hrein hvatning til
þess að ýta undir æsingakennt efni,
sem væri líklegt til aflestrar, svara,
„læka“ og deilingar. Það var beinlín-
is í skjóli hennar sem Facebook
komst nánast í einokunaraðstöðu,
Twitter á sinn stall og sigurganga
Google varð mun léttari.
Það er því ekki jafneinfalt og ein-
hverjum kynni að finnast, að Face-
book eða Twitter séu einfaldlega
einkafyrirtæki með notkunarskil-
mála og geti því farið sínu fram.
Burtséð frá einokunaraðstöðu, sem
þau kunna óvart að hafa komist í fyr-
ir atbeina löggjafans, þá eru þau um
margt í reyndinni orðin markaðs-
torg hugmyndanna, hið opna torg
Málfrelsið á félagsmiðlum
Helstu félagsmiðlar heims skrúfuðu á dögunum fyrir Donald Trump við hrifningu margra. En er
lýðræðið betra fyrir það að auðkýfingar netrisanna taki að sér hliðvörslu á torgi þjóðmálaumræðu?
Andrés Magnússon andres@mbl.is