Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021 FÉLAGSMIÐLAR Stílhreinir bekkir í þremur stærðum, fást í hnotu og eik. Verð frá 89.900,- Opnunartímar Mánudag - föstudag: 11-18 Laugardag: 12-16 Skólavörðustíg 22 / www.agustav.is / s.8230014 Vönduð íslensk húsgögn þjóðmálaumræðu, líkt og hefur verið margstaðfest af bandarískum dóm- um. Þannig er það nánast broslegt að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Trump forseti mætti ekki „banna“ tiltekna notendur frá því að sjá eða svara póstum sínum á Twit- ter, með því væri hann að brjóta á þeim nauðsynlegt málfrelsi til þess að andæfa fosetanum á þjóðmála- torginu. Hins vegar er ekkert sem kom í veg fyrir að ekki aðeins Twit- ter, heldur allir helstu félagsmiðlar, þögguðu niður í honum einn góðan veðurdag. Það er eitthvað bogið við það. Enn frekar þó fyrir það að það er ekki lengur eins og menn geti snúið sér annað. Helstu félagsmiðlar eru orðnir svo voldugir að þeir fara létt með að kaupa eða knésetja nýja keppinauta. Það sáu menn vel á dög- unum þegar Parler, litlum félags- miðli þar sem trumpistar gerðu sig gildandi, var líka lokað á einni nóttu, þegar Amazon skrúfaði fyrir hýsing- arþjónustu sína og enginn annar virtist vilja eða þora að taka Parler í viðskipti. Óskabarn lýðræðisins sem breyttist í óargadýr Það þarf hins vegar ekki að leita lengra aftur en tíu ár, þegar menn máttu vart vatni halda yfir því nýja þjóðfélagi sem félagsmiðlar væru að móta, það var veröld ný og góð, ef marka mátti vitringana. Twitter var þannig lofsunginn vegna þáttar hans í hinu „arabíska vori“ og var jafnvel tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels, þó það færi nú eins og það fór. Ekki síður þótti mönnum mikið til um hvernig Barack Obama hefði til- einkað sér þessa nýju miðla, bæði til áróðurs, þaulskipulagðs kosninga- starfs og fjáröflunar. Í hinu virta tímariti MIT Tech Review, sam alla jafna fjallar um tækni, ekki um stjórnmál, var fullyrt að gagnagnótt- in (e. Big Data) myndi bjarga stjórn- málunum, gera þau hárnákvæm í nálgun sinni við kjósendur og tryggja sigur góðra skoðana. Obama kallaði sig sjálfur fyrsta „félagsmiðlaforsetann“ og var nokk- uð hreykinn af, en það var ekki langt liðið á forsetatíð Trumps þegar hon- um snerist hugur og tók að vara við félagsmiðlunum. Um svipað leyti höfðu komið í ljós óyggjandi sannanir fyrir því að fé- lagsmiðlarnir, Facebook sér- staklega, stunduðu skipulega per- sónuverndaraðför, enda allar þær persónuupplýsingar sigurverkið í bisnessmódelinu. Að ógleymdum öll- um dæmunum um hvernig hin og þessi ríki notuðu félagsmiðlana bæði til þess að hafa auga með þegnunum, halda þeim í skefjum og jafnvel klekkja á þeim, en önnur reyndu að nota þá til þess að hafa áhrif á skoð- anamyndum og jafnvel kosningar í vestrænum lýðræðisríkjum. Og hver getur gleymt falsfréttafárinu? Oft kemur grátur eftir skellihlát- ur og það átti svo sannarlega við um félagsmiðlana. Öll bjartsýnin hvarf á nokkrum mánuðum og hinir velmeg- andi vinstrimenn, sem vart höfðu mátt vatni halda yfir undrunum í að- sigi, fylltust svartsýni og tóku að út- skýra fyrir hverjum sem heyra vildi að félagsmiðlarnir hefðu eitrað þjóð- málaumræðuna, hvernig fólk talaði hvert til annars og grafið undan sjálfu lýðræðinu. Misskilningur á mannlegu eðli, ekki tækninni Um allt þetta hefur mikið verið skrafað og skrifað, en þrátt fyrir það allt, þá er ekki unnt að rekja þessa firringu fólks á félagsmiðlum til vondra véla rússneskra „botta“ með upplýsingaóreiðu frelsisunnandi sakleysingja að markmiði. Það er mun nærtækara að benda á stór- kostlegan misskilning á mannlegu eðli. Vandinn við félagsmiðla erum við, fólkið sem á þeim er: við sem er- um í senn hráefni þeirra, framleið- endur og neytendur. Það er engin tilviljun að félags- miðlarnir sjálfir eru með herdeildir sálfræðinga og atferlisfræðinga á sínum snærum, en samt bendir flest til þess að þeir átti sig ekki vel á því við hvaða krafta sé að etja, þó sumir þeirra hafi náð að gera sér þá að stórfenglegri féþúfu (en aðrir síður). Enn síður höfum við áttað okkur til fulls á allri þeirri óæskilegu hegð- an, sem við vitum að félagsmiðlarnir verðlauna og næra. Við höfum ekki hugmynd um hvernig eigi að bregð- ast við hneigð þeirra til þess að magna, herða og hraða hneykslum og hneykslun, fordæmingu og fólsku, þar sem dyggðabrölt og keppni í viðkvæmni (iðulega fyrir annarra hönd) snýst á augabragði upp í rétttrúnað, rannsóknarrétt og bannfæringar. Allra síst þekkjum við hvernig skuli bregðast við háskalegum áhrif- um alls þess á sálir einstaklinga, á borgarana sem heild, hvað þá aum- ingja stjórnmálamennina, sem við ætlumst til að veiti okkur forystu og fyrirmynd, en krefjumst þess samt að elti múginn. Trump Trump og tröllin í fjöllunum Menn geta haft sínar skoðanir á Trump, en það verður ekki af honum tekið að enginn kann jafnvel á Twitt- er og hann, hvort sem hann var að trylla andstæðinga sína eða gleðja aðdáendurna (sem honum tókst ein- att að gera samtímis). Ekki vegna þess að orðin þyrftu að hafa sérstaka þýðingu, heldur vegna þess að app- elsínuguli maðurinn í Hvíta húsinu virtist hafa einstaka gáfu, tilfinningu og lag á að nýta Twitter til hins ýtr- asta; til þess að gera nákvæmlega það sem Twitter er smíðað til: Að vekja sterkar tilfinningar í sem fæstum orðum. Á Twitter, líkt og öðrum félags- miðlum, er hvorki rými né tími til fínlegra blæbrigða. Sérhverja skoð- un þarf að setja fram í innan við 280 stöfum (áður 140) og meðaltalið er 33 stafir. Helst með sniðugheitum og sneiðum, uppnámi eða ofstopa. Og þannig fara tístin af stað, fá lækin og er dreift áfram með leifturhraða. Þannig þyrpist múgurinn að nýjasta hneykslinu eða hviksögunni, lætur vaða á súðum eða lætur vaða á fórn- arlömb dagsins, alveg þar til menn missa áhugann eða fagna næsta hneyksli. Hins vegar gætir einatt nokkurs misskilnings um að félagsmiðlar hafi gegnt sérstöku hlutverki við út- breiðslu pópúlískra og öfgasinnaðra sjónarmiða lengst af hægri jaðr- inum, sem hafi leitt Trump til valda, ýtt undir loftslagsefasemdir, inn- flytjendaandúð, transfóbíu eða hvað það annað sem vinstrisinnað fólk á félagsmiðlum gerir helstar at- hugasemdir við. Sannleiksástin í bergmálsherbergjunum Nú er það alveg rétt athugað að fé- lagsmiðlar auðvelda fólki af sama sauðahúsi í skoðunum að finna hvert annað og jarma þar saman í berg- málsherbergjum. Rannsókn franskra, kanadískra og bandarískra fræðimanna (Boulianne, Koc- Michalska, Bimber, de Zúñiga) á þessu leiddi hins vegar ekki í ljós neina fylgni á milli orðræðu á fé- lagsmiðlum og uppgangs stjórn- málamanna af því taginu. Öðru nær, raunar. Í Bandaríkjunum minnkaði fylgi við Trump í réttu hlutfalli við félagsmiðlanotkun fólks og litlar vís- bendingar um að félagsmiðlar gegndu sérstöku hlutverki meðal fylgismanna hans. „Þó að Trump sjálfur noti augljóslega Twitter á sérstakan hátt, finnum við ekki merki neins sambærilegs hjá stuðn- ingsfólki hans.“ Það er því kannski rétt að taka með fyrirvara áskorunum um að fé- lagsmiðlar staðreyndakanni eða banni allt sem tilteknir stjórn- málamenn kunna að hafa þar að segja, þar efast flestir um sannsögli fólks andstæðra skoðana, en sjaldn- ast ef nokkurn tíma þeirra sem það er sammála. Sömuleiðis óttast það að venjulegt fólk trúi öllu sem það kann að sjá á félagsmiðlum og kjósi eftir því, sem er einnig misskiln- ingur eins og fram kom í rannsókn við Dartmouth-háskóla á falsfréttum árið 2018, þar sem niðurstaðan var sú að fjöldi, útbreiðsla og áhrif fals- frétta á félagsmiðlum væri stórkost- lega ofmetin. Í því samhengi má einnig minnast á rannsókn á áhrifum rússneskrar upplýsingaóreiðu á Twitter fyrir for- setakosningarnar vestra 2016, sem gefin var út af bandarísku Vís- indaakademíunni (NAS). Sam- kvæmt henni fundust þess engin merki að sá áróður hefði haft áhrif á stjórnmál svo nokkru næmi. Aðal- lega þó vegna þess að áróðurinn hefði einkum beinst að fólki með af- dráttarlausar stjórnmálaskoðanir, sem var mjög skautað í afstöðu fyrir. Sömuleiðis er rétt að ítreka að áróður á félagsmiðlum hreyfir ekki sérstaklega við fólki á hægri væng stjórnmálanna frekar en á hinum vinstri. Því virðist raunar öfugt farið ef eitthvað er, þó ekki sé nema vegna þess að vinstrisinnað fólk (í Bandaríkjunum a.m.k.) er líklegra til þess að vera á félagsmiðlum að staðaldri og er t.d. í verulegum meirihluta á Twitter. Rannsókn við ríkisháskólann í Georgíu vestra (Goldberg) gefur þannig til kynna að félagsmiðlar hafi ýtt verulega undir róttækni á vinstri kantinum á seinna kjörtímabili Obama. Félagsmiðlar og nýju stjórnmálin þeirra Áhrif félagsmiðla á stjórnmál al- mennt ættu hins vegar að vera óum- deild. Það má sjá á því hve mikið al- menningur víkur þar að stjórnmálum, bæði með stöku póst- um og hatrammri orðahríð. Eins blasir við hvernig stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar hafa brugðist við, talið sig verða að nota þessa nýju miðla. Flest snýst það þó fremur um yfirbragð stjórnmála en inntak. Og ósennilegt að það reynist lýðræðinu gagnlegt eða hættulaust. Hvað almenning áhrærir þá bera stjórnmálaafskipti á félagsmiðlum frekar vott um dægradvöl en annað. Ekki svo að fólk sé ekki í raun og sann þeirrar skoðunar, sem það set- ur fram, en mörgum hættir til þess að ýkja þær, setja fram af meiri slætti og skefjaleysi en ella, einmitt vegna þess að æsingurinn vekur at- hygli og fær „læk“. En slík stjórn- málaafskipti endurspeglast ekki í stjórnmálaþátttöku í raunheimum, svo afraksturinn er rýrari en fólki kann að finnast, funheitu eftir að síð- asta færslan fékk 50 „læk“, en nenn- ir svo ekki að kjósa. Verra er þó líklega að stjórnmála- menn eru undir sömu sök seldir, því þeir eru ekki síður verðlaunaðir með „lækum“ og „deilingum“ fyrir breið- síður og gjamm, hneykslun og skæt- ing. Það líkist hins vegar frekar af- þreyingarefni en alvarlegum stjórnmálum. Það veit aldrei á gott þegar valdhafarnir fá það á tilfinn- inguna að lýðurinn vilji ekkert nema brauð og leika. Þessi þróun hefur ýtt undir vel- gengni nýrrar gerðar stjórnmála- manna. Trump er augljósasta dæm- ið um það, en það mætti líka nefna Alexandriu Ocasio-Cortez og fleiri, sem eiga frægð sína mjög undir fé- lagsmiðlum. Og auðvitað sæg minni spámanna, sem reyna hvað þeir geta að apa eftir meisturunum í hneyksl- un og dyggðabrölti, stælum og sleggjudómum. Einhverjir þeirra verða vafalaust ritskoðaðir og bann- færðir fyrir rangar skoðanir, for- dóma eða herhvöt. En umfram allt verða stjórnmálin innihaldslausari og yfirborðskenndari, deilurnar hat- rammari og skautunin meiri. Er sú kynslóð stjórnmálamanna líkleg til þess að standa uppi í hárinu á félagsmiðlunum, sem hún á allt undir? Og jafnvel þó svo væri, getur lýðræðið reitt sig á athyglissjúka og örgeðja stjórnmálamenn til þess að verja tjáningarfrelsið þegar að því er sótt af slíkum risum? ’Rétt er að taka meðfyrirvara áskorunumum að félagsmiðlarstaðreyndakanni eða banni allt sem tilteknir stjórnmálamenn kunna að hafa þar að segja. Flestir efast um sannsögli andstæðinga en ekki skoðanasystkina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.