Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021 LESBÓK Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri ENDURKOMA Clarice nefnist nýr framhaldsþáttur sem frum- sýndur verður í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum. Þar er hermt af hinum unga alríkislögreglumanni Clarice Starling sem við kynntumst svo eftirminnilega í kvikmyndinni Silence of the Lambs fyrir þrjátíu árum. Það er Rebecca Breeds sem leysir Jodie Foster af hólmi en þráðurinn er tekinn upp ári eftir að Starling bjargaði Catherine Martin úr kjall- aranum hjá hinum alilla raðmorðingja Buffalo Bill. Að þessu sinni fær hún fyrirmæli frá móður Catherine, Ruth Martin dómsmálaráðherra, sem Jayne Atkinson leikur, um að rannsaka þrjú morð. Hannibal Lecter er enn þá á sveimi en Starling þarf ekki að búast við sím- tali frá honum í nýju þáttunum – vegna flókinna sjón- varpsréttindamála. Clarice snýr aftur Rebecca Breeds leikur Clarice Starling. AFP PRETTIR I Care a Lot eða Mér stendur ekki á sama kallast ný kvikmynd sem frumsýnd verður á efnisveitunni Netflix 19. þessa mán- aðar. Rosamund Pike leikur þar samvisku- lausa konu sem sérhæfir sig í því að smeygja sér inn á aldraða gegnum lagakerfið – og hefur öðru fremur augastað á bankareikn- ingum þeirra. Helling er upp úr þessu að hafa og allt leikur í lyndi þangað til hún svíkur fórnarlamb sem á vini sem kunna og veigra sér ekki við að taka fólk miðaldatökum. Myndin er skilgreind sem svört kómedía og leikstjóri er hinn enski J Blakeson. Þau verða víst ekki styttri eiginnöfnin, J. Samviskuleysi, svik og prettir Rosamund Pike leikur aðalhlutverkið. AFP Vinirnir Alex Lifeson og Geddy Lee. Rush hvergi nærri hætt ÁFRAM GAKK Alex Lifeson, gít- arleikari Rush, staðfestir í samtali við Make Weird Music að bandið sé hvergi nærri hætt störfum en trymbillinn, Neil Peart, féll frá á síðasta ári. Þvert á móti þrái þeir Geddy Lee, bassaleikari og söngv- ari, að koma saman aftur og semja nýja tónlist. Síðasta tónleika- ferðalagi Rush lauk árið 2015 og alltaf hefur staðið til að taka upp þráðinn, að sögn Lifeson. Lee hefur á hinn bóginn verið upptekinn við að skrifa og fylgja eftir endurminn- ingum sínum og síðan skall heims- faraldurinn á. „Við vinnum mjög vel saman og höfum gert frá því við vorum fjórtán ára,“ segir Lifeson en þeir Lee eru orðnir 67 ára. Hættu að skjóta mig niður, þúert ekki James Dean þvímiður,“ syngur Bríet í einu vinsælasta lagi seinustu mánaða á Íslandi, Rólegur kúreki. Ég verð að viðurkenna að ég hleypti brúnum þegar ég heyrði þessar línur fyrst. Hvers vegna er liðlega tvítug stúlka á Íslandi árið 2021 (lagið kom raunar út 2020) að vísa í bandarískan leik- ara sem lést fyrir 66 árum? Ég hef ekki nálgast það vísinda- lega en ætli James Dean sé íslensk- um ungmennum við upphaf þriðja áratugar 21. aldarinnar almennt hugleikinn? Eða er þetta bara ein- hver sérviska hjá Bríeti? Veit hún ef til vill ekki hver James Dean var, fékk bara þessa snjöllu ábendingu? Í öllu falli vita pottþétt fleiri ung- menni af tilvist hans núna en fyrir fáeinum mánuðum. Hljóta að hafa gúglað þennan dularfulla mann sem rólegi kúrekinn hennar Bríetar telur sig mögulega vera. Það yrði raunar fáránlega áhuga- verð stúdía að fara inn í bekk í Verzló eða Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með ljósmyndir af leik- urum sem voru upp á sitt besta á sjötta áratugi síðustu aldar. Myndu krakkarnir þekkja einhvern? Lík- lega Marilyn Monroe, eða hvað? Á frægð hennar sér nokkur takmörk? Ég myndi ekki veðja hárri upphæð á það að þau bæru kennsl á Marlon Þú ert ekki James Dean! Hvað vill bandarískur leikari sem lést árið 1955 upp á dekk í einu vinsælasta dægurlaginu á Ís- landi um þessar mundir, sungnu af rétt tvítugri stúlku? Er James Dean ennþá á allra vörum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bríet dustaði rykið af goðsögninni James Dean í lagi sem hún gaf út í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þetta ekki afmælisgrein um James Dean, ekkert frekar en Sunday Bloody Sunday með U2 er bylting- arlag. Ég var kominn langt inn í hana þegar ég áttaði mig á því að níu- tíu ár verða á morgun liðin frá fæðingu kappans. Hrein tilviljun. En leyfum eigi að síður nokkrum hagnýtum upplýsingum að fljóta hér með, úr því svona er í pottinn búið. James Byron Dean fæddist 8. febr- úar 1931 í borginni Marion í Indiana. Einkabarn hjónanna Mildred Marie og Wintons Dean. Sonurinn hélt því fram að faðir hans hefði verið af indíánaættum og að forfeður móður hans hefðu komið vestur með hinu víðfræga skipi Mayflower. Svo mikið fyrir kúrekann. Fjölskyldan fluttist til Kaliforníu og James litli missti móður sína úr krabbameini aðeins níu ára sem hafði að vonum djúpstæð áhrif á hann. Sjálfur lést Dean í bílslysi Cholame-héraði í Kali- forníu 30. september 1955. Ekki afmælisgrein Dean í Rebel Without a Cause.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.