Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
FRETTABREF
^FTTFRÆÐIFÉLAGSINS
Útgefandi:
© Ættfræðifélagið
Ármúla 19,108 Reykjavík.
0 588-2450
aett@aett.is
Heimasíða:
http://www.ætt.is
Ritnefnd Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
0 55 10430
gudfragn@mr.is
Ragnar Böðvarsson
0 482-3728
grashraun@gmail.com
Ritstjóri
Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
Laugateigi 4, 105 Reykjavík
® 55 10430
gudfragn@mr.is
Ábyrgðarmaður:
Anna K. Kristjánsdóttir
formaður Ættfræðifélagsins
annakk@simnet.is
Umbrot:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir
Efni sem óskast birt í
blaðinn berist umsjónar-
manni á rafrœnu formi
(tölvupósturl viðhengi)
Prentun: GuðjónO
Prentgripur
Fréttabréf Ættfræði-
félagsins er prentað í 450
eintökum og sent öllum
skuldlausum félögum. Verð
í lausasölu er 500 kr. Allt
efni sem skrifað er undir
nafni er birt á ábyrgð
höfundar. Annað er á
ábyrgð ritstjórnar.
Anna K. Kristjánsdóttir þakkar Ingibjörgu Björnsdóttur fyrir höfðinglega
bókagjöf. Þær standa við málverkið Himnastiginn eftir Olaf H. Oskarsson.
Höfðingleg gjöf
Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Olafs H. Oskarssonar, fyrrum for-
manns Ættfræðifélagsins, bauð Önnu Kristjánsdóttur núverandi for-
manni Ættfræðifélagsins að koma og velja þær bækur, úr stórmerku
ættfræðibókasafni Ólafs heitins, sem gagnast gætu félagsmönn-
um í bókasafni félagsins. Kenndi þar margra grasa og þáði Anna
þar marga góða bókina sem verða mun félögunum til ánægju og
fróðleiks. Ættfræðifélagið kann Ingibjörgu innilegustu þakkir fyrir
þessa höfðinglegu gjöf.
Svo skemmtilega vill til að tvær greinar í blaðinu skar-
ast. Það er grein Þórhildar Richter um Sigríði Sigríðardóttur
Hansdóttur og grein Guðmundar Sigurðar Jóhannssonar um
Málfríði Brandsdóttur og börn hennar. I greinunum er víða
leitað fanga og ljósi er þar varpað á margt sem óljóst hefur
verið til þessa og þar fást svör við mörgum spurningum. Ekki
koma þó öll kurl til grafar. (Ritstjóri)
Árgjaldið 2013
Þeir félagar sem ekki hafa greitt árgjald Ættfræðifélagsins
fyrir árið 2013 eru beðnir um að gera það hið snarasta.
Gjaldið er 5000 kr og greiðist inn á reikning 0536-26-8050.
Kt. 610174-1599.
Þeim félögum sem hafa greitt árgjaldið eru sendar
þakkir og kveðjur.
http://www.ætt.is
2
aett@aett.is