Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Lífsbarátta á liðinni öld
Heimili
Bjargar Guðfínnsdóttur og Ragnars Jónssonar
í Reykjavík í kreppunni
1. Ásvallagata 75
(maí 1935-fram á haust 1935)
Kjallari. Þangað fluttum við eftir að Erla fæddist. Það
var ein stofa með lágum glugga, raki í öllum hom-
um. Eldunarpláss var fyrir framan dyrnar, í mjóum
gangi sem lá inn í þvottahús. Búslóðin var nú held-
ur lítil; í ganginum var smáborð, og þar stóð olíuvél-
in. Svo var kassi settur á hlið og hengi fyrir, þar voru
geymd matarílát. Vatn var sótt í þvottahúsið. Smá
klósett var í kjallaranum. Það var lítið keypt. Ragnar
hafði smá vinnu í Slippnum. Innanstokksmunir voru:
ein kommóða, eitt kofort, og það höfðum við fyr-
ir borð, einn dívan, ein ferðataska, hana kom Ragnar
með og í henni aleiguna og bamavagn. Ég hafði keypt
búsáhöld fyrir 20 kr, ég átti smávegis af pottum og
kaffikönnu og eitthvað fleira sem ég keypti þegar ég
var í fiskvinnunni.
Fyrsta máltíð okkar í búskapnum var fiskur, hann
kostaði 25 aura. Um sumarið fór ég vestur til foreldra
minna með Erlu. Flún var þá 4 mánaða. Pabbi sótti
Sumarið 1935. Ragnar og Björg með Erlu dóttur sína í
garðinum á Ásvallagötu 75. Mikið rakaloft var í íbúð-
inni í kjallaranum, enda kom það á daginn um haustið
að íbúðin var ekki leiguhæf. „Það kom vatn upp úr gólf-
inu svo flæddi allur kjallarinn.“
mig inn að Ásgarði á hestum, þá gengu bílar ekki út
á strandir. Það var gott að koma heim og fá mjólk og
nægan mat og komast úr rakaloftinu í kjallaranum,
enda kom það á daginn um haustið að íbúðin var ekki
leiguhæf. Það kom vatn upp úr gólfinu svo flæddi
allur kjallarinn. Eigandi Ásvallagötuíbúðarinnar
var Elías Halldórsson bankafulltrúi eða bankastjóri,
hann tók mynd af okkur Ragnari úti í garði með Erlu
pínulitla.
2. Kleppsmýrarblettur 12
v/ Langholtsveg ,,Sogamýrin“
(haustið 1935-haustið 1936)
Við fluttum í Sogamýrina um haustið 1935. Það var
gamall sumarbústaður, tvö herbergi og lítið eldhús
með smá kolavél. Frá henni lá miðstöð í herbergin en
ofnarnir volgnuðu varla svo ég varð að vera í eldhús-
inu með Erlu. Gólfkuldinn var svo mikill að hún gat
naumast verið á gólfinu. Við settum þess vegna upp
rólu. sem Ragnar smíðaði, í eldhúsdyrnar og í henni
rólaði Erla sér. Þegar við vorum í svefnherberginu
urðum við að láta loga á olíuvél en það gerði nú ekki
gott loft. Skúrinn var þiljaður að innan með masonít-
plötum og klæddur bárujárni að utan, enda hélaði allt
að innan þegar kalt var. I skúrnum var rafmagn og
rennandi vatn.
Þennan vetur var mjög lítið um vinnu. Ragnar hjól-
aði morgun hvem ofan á eyri til að leita sér að vinnu,
en það voru margir dagar sem ekki var neina vinnu að
fá. Og langur dagur að hanga niðri á eyri matarlaus
og kaldur. Það var mjög erfitt að komst í búðir, þær
voru uppi í Sogamýri og langt að fara með barnavagn
í snjó og kulda. Mjólk fengum við keypta rétt hjá
okkur, aldrei meira en einn pott á dag, ég veit varla á
hverju maður lifði.
Þetta haust, 11. september 1936, giftum við okk-
ur. Oli bróðir gaf okkur fjóra stóla. Við höfðum keypt
Meðfylgjandi lýsingu skrásetti Björg Guðfinns-
dóttir (1912-2006) um búsetu hennar og
Ragnars Jónssonar (1912-1991), manns henn-
ar, íReykjavík á kreppuárumtm. Frásögnin lýs-
ir vel barningi alþýðufólks á þessum árum,
atvinnuleysi, húsnœðisskorti,fátœkt og basli.
http://www.ætt.is
3
aett@aett.is