Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 okkur gamalt borðskrifli á fornsölu. Svo gaf kunn- ingjafólk Ragnars okkur sex bolla. Gömul kona gaf okkur 10 kr og kunningi Ragnars sem var bakari gaf okkur rjómatertu. Við fengum lánað gamalt rúm handa Erlu til að sofa í því vagninn var orðinn of lít- ill fyrir hana. Við fengum lánað gamalt rúm fyrir okkur að sofa í því dívaninn var orðinn svo lélegur. Rúmið var nú heldur lélegt alltaf að detta niður, en það var ekki betra hægt að fá. Þvottahús var ekki neitt, en ég mátti þvo heima hjá Högna og Fanneyju sem áttu skúrinn. Þau bjuggu í stóru einbýlishúsi með stórum, fínum garði, höfðu hænsnabú og kýr og fólk til að hirða um allt. Þar vantaði ekki neitt. Högni var háttsettur hjá Mjólkurfélaginu sem verslaði með allt milli himins og jarðar. En það var langt bil milli fína fólksins og þess sem bjó í skúrnum. Þau áttu eina dóttur, þá unga. Við vorum þarna eitt ár eða fram á næsta haust. Það var mjög erfitt að fá leigt. Það fyrsta sem spurt var um var: Hvað gerir maðurinn þinn? Veturinn sem við vor- um í Sogamýrinni fengum við Erla mislinga og lág- um báðar samtímis. Við urðum mjög slæmar. Það var erfitt að komast í bæinn með barnavagn, langt að fara og engir strætisvagnar. En maður var nú ýmsu vanur. Ragnar vann eitthvað við hænsnabúið hjá Högna. 3. Hörpugata 10 í Skerjafírði (haust 1936-vor 1937) Risíbúð. Við fluttum úr Sogamýrinni á Hörpugötu 10 í Skerjafirði í eitt þakherbergi. Við máttum elda á smá palli fyrir framan dyrnar. Höfðum bara olíuvél. Það var miðstöð frá eldavélinni niðri en það var mjög lítill hiti, maður varð að dúða sig til að halda á sér hita. Um veturinn gekk hér illræmd inflúensa sem margir dóu úr. Þá dó úr henni Fríða systir mín, 16. mars 1937. Við fengum öll þessa inflúensu og urðum mikið veik. Enginn var til að sinna okkur. Það vildi okkur til happs að Ragnar þekkti Jens Jóhannesson lækni og hann kom til okkar og skaffaði okkur einhver með- ul. Þá var hvorki til súlfa eða pensilín. Ég held að hann hafi nú ekki tekið neitt fyrir að koma, hann var framúrskarandi góður maður. Jens lést 1946 aðeins 46 ára gamall. Hann var bróðir Brynjólfs Jóhannessonar leikara sem Ragnar þekkti vel úr Fram. Erla varð nú verst úti í þessum veikindum. Hún fékk lungnabólgu enda var ólifandi fyrir kulda. Við reyndum að hafa logandi á olíuvél en það dugði lít- ið. Fríða systir mín þvoði fyrir mig allan þvott þenn- an vetur því við höfðum ekki neitt vaskahús. Konan niðri þvoði í sínu eldhúsi. Fríða systir mín var alveg einstök manneskja, hún vildi öllum hjálpa, hún var með afbrigðum dugleg og stórgáfuð. Bjössi bróðir bað mig að skíra Lillu, sem þá var enn óskírð, Hólmfríði eftir Fríðu þegar hún dó. 4. Lokastígur 16 (sumarið 1937) Kjallari. Tvö herbergi og eldhús. Vorið eftir að Fríða systir dó bað Osk systir okkur að leigja með sér. Ég var smá tíma hjá henni á Freyjugötunni eftir að Fríða dó en svo fluttum við á Lokastíg 16. Þar voru tvö lítil herbergi í kjallara. En það var nú að fara úr öskunni í eldinn. Gólfið var svo lélegt að við urðum að setja Hörpugata 10. Veturinn 1937 gekk skæð inflúensa. Fríða systir Bjargar dó úr lungnabólgu í kjölfar hennar. Erla dóttir Bjargar og Ragnars var eins og hálfs árs og varð mjög illa úti í þessum veikindum. Hún fékk lungnabólgu enda var ólif- andi fyrir kulda. „Við reyndum að hafa logandi á olíuvél en það dugði Iítið.“ http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.