Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Guðrúnar, sem var þó mjög skapmikil kona, öll árin mín á Skólavörðustígnum. Sumarið 1946, næst síðasta sumarið okkar á Skólavörðustígnum, lét ég skrá mig á vinnumiðlunar- skrifstofu. Stuttu seinna kom maður heim og spurði mig hvort ég vildi koma í kaupavinnu austur að Forsæti í Flóa. Ég sagðist vildu gera það ef ég fengi hæsta kaup og frítt fyrir báðar stelpurnar. Sigurjón bóndi í Forsæti gekk að því og þar vorum við um sum- arið. Það sumar missti ég fóstur og missti mikið blóð. Kristín kona Sigurjóns átti dreng þetta sumar og var oft lasin. Flún var systir Ólafs Ketilssonar. Sigurjón var góður maður og í Forsæti var gott að vera. Gestur og Geiri, bræður mínir, bjuggu hjá okk- ur á Skólavörðustígnum einn vetur, 1943-44, þegar þeir fluttu í bæinn ásamt mömrnu og Pöllu 19. júní 1943. Þeir borguðu ekkert en gáfu mér peysu um vor- ið. Mamma og Palla fluttu á Bergstaðastíginn í húsið til Halldóru og Bjössa. Þar voru þær í einu herbergi undir súð, Ósk, Palla og mamma. Palla svaf undir súðinni og þar var engin einangrun, bara bárujámið hélað. Svo þiðnaði og það lak ofan á hana í rúminu. Þennan vetur fékk Palla lungnabólgu af kulda. Þær vom þar í tvö ár. Þá skildu Bjössi og Halldóra og Bjössi flutti í Sogamýrina, Sogamýrarblett 1, í apríl 1945 með Fríðu og Ósk flutti til hans. Þá komu mamma og Palla til okkar og voru hjá okkur í tvö ár. Þær fluttu svo í Mávahlíðina vorið 1947 um svipað leyti og við fluttum á Hofteiginn. í mars 1947 stuttu áður en við fluttum af Skólavörðustígnum fékk Palla mænuveikina og lam- aðist að hluta. Mamma og Palla höfðu stofuna niðri en við Ragnar höfðum herbergin tvö uppi. Gestur og Geiri fengu þá leigt forstofuherbergi á Grettisgötu Skólavörðustígur 11. Á Skólavörðustígnum fór allt að ganga betur. Björg vann af sér Ieiguna öll átta árin með því að sjá um þrif og kyndingu hjá Guðrúnu og Benedikt. „Á Skólavörðustígnum var gott að vera.“ hjá Jóni föður Laufeyjar. Meðan við bjuggum á Skólavörðustígnum fórum við alltaf á aðfangadags- kvöld yfir á Bergstaðastíg til Bjössa og Halldóru. Hofteigur 4 Það var svo vorið 1947 sem við fluttum á Hofteiginn. Ragnar hafði loksins fengið fasta vinnu eftir allt snap- ið og atvinnuleysið. Hann hafði auk þess varið öll- um kvöldum, helgum og lausum stundum í að byggja húsið. Við fluttum inn á steininn og leigðum út tvö af fjórum herbergjum næstu tíu árin. Þannig gátum við staðið í skilum. Á Hofteignum höfum við svo átt heima síðan. Við höfðum loks eignast okkar eigin íbúð. Þar er gott að vera. Auglýsing úr Fjallkonunni 1888 Ættartölur Á síðari árum hefur þekkingu á íslenskum ættum heldr hnignað ásamt allri innlendri söguþekkingu, svo að jafnvel sumir þeir menn, sem fengist hafa við að rita ættartölur, hafa farið vilt og rakið ættirn- ar í ranga liðu. - Hins vegar hafa á síðari árum ver- ið stofnuð félög í öðrum löndum til ættfræðislegra rannsókna og til að safna öllu er þar að lýtr. Nú er einnig vonandi, að íslendingar kunni svo sóma sinn, að þeir týni ekki þessum fróðleik, enn reyni heldr að halda honum við, og það því fremr, sem þetta er hin eina fræðigrein, ásamt innlendri sögurit- an, sem þeir geta talið sér til gildis fram yfir all- ar aðrar þjóðir í heimi. Það er vonandi, að lands- £*»'.! AU6LÝSINGAR. |ííf$£*f 088SB5MBgBBBBSSBBBBSSSS88BB8Bfei menn sé ekki þeir ættlerar, að þeir vilji ekki halda á lofti ætterni sínu. hinu sama norræna víkinga-ætt- erni, sem merkir menn stórþjóðanna, Englendinga og Ameríkumanna, stæra sig af. Það er vonandi, að margir fróðleiksgjarnir og þjóðlegir menn sé enn til, sem vildu vita eitthvað um ættir sínar með sönnu, ef kostr væri á. Fyrir því er hér með boðið öllum þeim góðum íslendingum, er unna fornum fróðleik, kunna að meta ættgöfgi sitt og geta talið sig í ætt við einhverja merka menn, helst embættismenn eða heldri bændr, að þeir geti fengið ættir sr'nar ritaðar og áreiðanlega raktar fram í aldir, venjulega til ein- hverra merkismanna í fornöld. Þeir, sem vilja sæta þessu, mega snúa sér til undirskrifaðs, sem hefir í verki með sér ættfróðustu menn landsins. Er svo til ætlast, að þeir sem vilja geti fengið ættir sínar rit- aðar á spjaldi með skrautprentuðum bekk í kring, og mætti hengja það til prýðis á veggi. Ættartölurnar kosta 5-10 kr., og verðr að senda 5 kr. fyrir fram. Valdimar Asmundarson http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.