Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Þetta er hún Jóhönna Hernitsdóttir langamma mín, sem Ingibjörg Skaptadóttir langalangalanga- langamma mín tók á móti, þá sjötug að aldri. Tíu börn Jóhannes og hún bjuggu ekki stóru búi og í mann- tölum sést að þau héldu yfirleitt ekki vinnuhjú. I Mt 1840 er hann sagður „reipslagari", í Mt 1845 er hann sagður bóndi sem „lifir af grasnyt og sjávarafla". A 20 árum eignuðust þau 10 börn, en aðeins sex komust til manns. Þau voru í aldursröð þessi: 1. Guðný, f. 6.3.1821; 2. Sigurður, f. 28.5.1822; 3. Skapti, f. 15.1.1824; 4. Jón, f. 5.3.1826, d. 20.10.1827; 5. Sigríður, f. 13.5.1828; 6. Stúlka, 15.7.1830, dáin sama dag; 7. Jón, f. 18.3.1832; 8. Jóhann, f. 7.9.1833; 9. Solveig, f. 31.10.1834 og 10. Jóhann Sigurður f. 5.8.1841,d. 19.12.1841. Ingibjörg og Jóhannes voru búsett á Gufuskála Vesturkoti þegar elstu börnin fæddust en þegar Sigríður fæddist bjuggu þau í Lónshúsum og síðan á Meiðastöðum þegar Jóhann fæðist. Blóðtökumaður Börnin virðast hafa alist upp við gott atlæti og fræðslu því þegar þau fermdust fengu þau öll nema eitt þá umsögn að þau væru sæmilega lesandi. Sæmilega þýddi með sóma og var besta umsögnin; kunnandi smátt og stórt, allvel greind. Eina bamið sem var sagt illa læst var Solveig en hún var sögð skilnings- góð og nokkum veginn kunnandi bæði það smáa og stóra í kverinu. Kannski var hún lesblind - hver veit Jörundur hundadagakonungur Til gamans má geta þess að Jörundur Hunda- dagakommgur hafði það á stefnuskrá sinni að bœta Ijósmœðrafrœðslu hérlendis. Það erþó tal- ið hafa verið fyrir áhrif Maddömu Malmqvist, Ijósmóður í Reykjavík, sem var gift virkisstjóra Jörundar í Batteríinu. Til er bréf frá henni til Jörundar ritað 13. ágúst 1809. „Til Hans Exellence Her. Jörgen Jörgensen “. Þar kvittar hún fyrir „ hið veitta leyfi og skipun um að taka til kennslu og annast um kvenpersónur þær, sem hæfar geta talizt og til þess fallnar að læra það, sem nauðsynlegt er og dugir til og geta starfað að Ijósmóður vísindum." (ritstjóri) Hón formóðir mín þræddi ógreiðfær og villugjörn hraun Reykjanessins í áratugi til þess að hjálpa konum í nauð. (Ljósmynd Omar Smári Armannsson) - en hún hefur fengið góða aðstoð heima við námið. Þessar umsagnir segja meira en mörg orð. Jóhann sonur Ingibjargar, (1833-1874) fetaði í fót- spor Skapta afa síns og Skapta móðurbróður síns. Hann var blóðtökumaður og fékkst við lækningar. Hann var bóndi og smiður á Kötluhóli í Leiru. Jóhannes maður Ingibjargar lést 18.11.1862 í Litlabæ við Ivarshús og var þá örvasa og blindur maður. Naut mikils trausts Ingibjörg lifði mann sinn, hún dó 30.7.1874 og bjó þá í Litlabæ hjá dóttur sinni, Solveigu, og manni henn- ar, Þórði Björnssyni. Þar bjó þá einnig sonur hennar Jón, ógiftur, sem lifði af smíðum. Þegar Ingibjörg dó lifðu aðeins þrjú af þeim sex börnum hennar sem upp komust. Hennar var við andlátið getið í Þjóðólfi, Víkverja og víðar. Séra Sigurður Sívertsen sóknarprestur að Útskálum minntist hennar m.a. á þá leið að „hún hafði bezta vit á læknisdómum. Komu ráð og með- öl frá hennar hendi að beztu notum.“ Hennar var oft vitjað í stað læknis af Vatnsleysuströnd, úr Grindavík, Höfnum og Garði. Af þessum orðum sést að Ingibjörg hefur notið mikils trausts samferðamanna sinna og einnig hefur hún notið trausts landlækna sem voru samtíða henni. Nöfnur í Garðinum Ég hef ekki tekið saman niðjatal Ingibjargar Skaptadóttur - en gaman væri ef þeir sem vita af henni sem formóður létu vita af sér. Þó veit ég með vissu að alltaf hafa einhverjir afkomendur henn- ar búið í Garðinum. Þar búa í dag að minnsta kosti tvær Ingibjargir sem eru afkomendur Ingibjargar Skaptadóttur. Þær heita báðar Ingibjörg Anna og eru báðar Gísladætur. Helstu heimildir mínar voru kirkjubækur Reykjavíkur; kirkjubækur Útskála; Keflavík í byrjun aldar; Þeir sem settu svip á bæinn; Kjósarmenn auk Ljósmæðratalsins. Tekið saman í nóvember 2009. http://www.ætt.is 10 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.