Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Málfríður Brandsdóttir var fædd og uppalin á Kárastöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu en var eftir það lengst-
um í Austur-Húnavatnssýslunni, m.a. í Langadal, Vatnsdal og á Skaga og Skagaströnd. Hér má sjá Flóðið, sem er
stöðuvatn neðst í Vatnsdal. (Ljósmynd Björn Jónsson skólastjóri).
ir Jóns Jónssonar og Margrétar Jónsdóttur, þá búandi
hjóna á Auðunarstöðum, en síðar á Húnsstöðum og á
Skinnastöðum. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum
meðan þau voru við búskap og fór með þeim í hús-
mennsku að Stóru-Giljá í Þingi þegar þau brugðu búi.
Framan af ævi var hún í vistum í Húnavatnssýslu,
en stýrði búi hjá ekkjumanninum Vilhjálmi Ingi-
mundarsyni í Vatnahverfi í Refasveit 1860-1870,
að Vilhjálmur andaðist. Guðrún bjó í Vatnahverfi
fardagaárið 1870-1871 með ráðsmanni Jóni Hallgríms-
syni, en stýrði búi hjá Olafi Eyjólfssyni í Reykjaseli
1875 til æviloka. Þegar Mælifellsprestur færði
andlát hennar til bókar, urðu honum á þau meinlegu
pennaglöp að skrifa hana Guðrúnu ísleifsdóttur, en
kona með því nafni hafði verið ráðskona hjá Ólafi
Eyjólfssyni í Reykjaseli árið áður, og hefur klerk-
ur greinilega ruglað þeim nöfnum saman. Guðrún
ísleifsdóttir var sprelllifandi manntalsárið 1880, þá
vinnukona hjá bróður sínum á Ríp í Hegranesi.
Komst í álnir
Guðrún Jónsdóttir komst í góðar álnir. Hún eignaðist
hálflendu Vatnshverfis, en seldi þá jarðeign Benedikt
Gísla Blöndal umboðsmanni í Hvammi í Vatnsdal.
Guðrún var ógift og barnlaus og gengu eigur hennar
til útarfa. Á móðursíðu tóku arf eftir hana móðursyst-
ur hennar Kristín Jónsdóttir í Litladal og Guðbjörg
Jónsdóttir í Forsæludal. Afkomenda hálfsystranna,
Málfríðar Árnadóttur og Sigríðar Vigfúsdóttur, er að
engu getið við skipti á dánarbúi Guðrúnar, og er alls
óvíst að skiptaráðendur í Skagafjarðarsýslu hafi haft
veður af þeim.
Ljóst er að Málfríður Brandsdóttir hefur ekki dans-
að á rósum gegnum lífið fremur en margt alþýðufólk
á hennar tíð, en afkomendur hefur hún eignast all-
marga, og má ugglaust finna gagnmerka menn í þeim
ættboga sem frá henni er runninn.
Helstu heimildir: Borgfirzkar æviskrár VI, 443,
IX, 102-103 og XII, 65; Dalamenn II, 481-482;
Fortíð og fyrirburðir, 76; Hlynir og hreggviðir, 67;
Hrakfallabálkur, 88 og 104; Húnvetningasaga II, 525;
Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 136-137; Saga
Akraness II - Átjánda öldin, 402-403; Söguþættir
landpóstanna II, 340; Hreppsbók Vindhælishrepps
í Húnavatnssýslu 1790-1830, 382; Skiptabók
Skagafjarðarsýslu 19. júlí 1877 (dánarbú Guðrúnar
Jónsdóttur íReykjaseli); Ættatölub. Olafs Snóksdalíns,
157, 162 og 260; Sýsluskjöl Húnavatnssýslu X,
3.b. (legorðsmálaskýrsla úr Húnavatnssýslu 1794);
kirkjubækur og manntöl.
Pótt þít berirfegri flík
ogfleiri í vösum lykla,
okkar verður lestin lík
lokadaginn mikla.
Höfundur: Gísli Olafsson frá Eiríksstöðum
(eða Einar Andrésson samkvæmt vef
Skjalasafns Skagfirðinga)
Auðs þótt beinan akir veg
ævin treinist meðan,
þú flytur á einum eins og ég
allra seinast héðan.
Höfundur: Einar Andrésson í Bólu
Engir vœru ástafundir
eða mannkynssaga.
Hefði verið ónýtt undir
Adam forðtim daga.
Höfundur óþekktur
http://www.ætt.is
19
aett@aett.is