Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir Smælki Bergsættin Við státum af að vera komin af séra Jóni, eins og Starri í Garði eða drögnumst með ættarfylgjurnar eins og Bergsættin þar sem menn kvu vera svo örir til ásta. Reyndar á sú sögusögn að vera tilkomin vegna þess að Guðni Jónsson, sem tók saman Bergsættina not- aði orðið launbörn um öll óskilgetin börn og þau urðu auðvitað mörg í stórri ætt. Spunnust af þessu ýmsar gamansögur eins og sú um stúlkuna sem var í tygj- um við giftan mann. Móðir stúlkunnar barmaði sér yfir þessu við vinkonu sína en sagði urn leið að það væri víst lítið við þessu að gera því þau væru bæði af Bergsætt. Reynd var ég Góð saga er til af barnleysi hjónanna á Víghólsstöðum á Fellsströnd, þeirra Olafar og Guðmundar,en Olöf þótti nokkuð stórgerð og karlmannleg og var með skegghýjung. Henni var því oftast kennt um bamleys- ið. En Gunna gamla (Guðrún Andrésdóttir) vinnukona þeirra hjóna í 50 ár, sem í annarri vist hafði átt tvö börn sem bæði dóu, tók einhvern tíma upp hanskann fyrir húsmóður sína og sagði: „Það er nú ekki víst að það sé allt henni Ólöfu minni að kenna að þau eiga ekki börn, það gæti nú eins verið hann Guðmundur, þvíreynd varég!!!“ „Gamli þungur“ Brennivínið var sjaldan langt undan þegar farið var í kaupstað. Þannig var það hjá Graam kaupmanni í Stykkishólmi, en hann átti staup sem kallað var „gamli þungur“ og þótti gefa glæstari vonir en það stóð við. En það var venja kaupmanna að gefa við- skiptavinunum í staupinu, og þótti mörgum staupið álíka svikult og kaupmaðurinn sjálfur. Um þetta staup orti Sigurður Breiðfjörð eftirfar- andi vísu einhverntíma á ámnum 1835-1840, undir laginu Gamli Nói: Gamli þungur, gamli þungur glottir borði á. Nœsta naumur er hann narr að gestum ber hann. Furðulíkur, furðulíkur, föðurnum er sá. Þetta ágæta staup er nú í eigu Eggerts Th. Kjartanssonar frá Fremri-Langey á Breiðafirði en hann fékk það frá Friðriku og Hrefnu Eggertsdætrum föðursystrum sínum, en þær höfðu fengið það frá for- eldrum sínum, Þuríði Jónsdóttur og Eggerti Thorberg Gíslasyni en þau bjuggu í Fremri-Langey frá 1880. Matvendni Af sr. Eggerti i Vogsósum ganga margar sögur. Ein er um samskipti hans við ráðskonuna. Hann hafði allt á hornum sér við hana enda tolldi hún ekki lengi hjá honum. Einhverju sinni bar hún honum mat á borð. Þá sagði sr. Eggert: „Þér vitið að ég vil ekki fisk. Þér komið heldur aldrei með svið. Lundabagginn er of feitur og blóðmörinn of magur. Af brauðinu fæ ég brjóstsviða. Skyrinu og grautnum skelf ég af og mat- arlaus má ég því fara.“ Óskyld Hvernig var ekki með ættstóru konuna sem bjó með manni í 50 ár og svaraði aðspurð eftir lát hans af hverju hún hefði aldrei gifst honum: Eg gat ekki gert foreldrum mínum það, sagði hún, því við vorum all- sendis óskyld. Spékoppur Ekki má gleyma ættareinkennunum ef þau eru fyrir hendi. Ólafur Jensson læknir skýrði eitt sinn frá því að hann hefði rakið spékopp í hægri kinn aftur um 400 ár! Fimmtán kóngar Það er ekki nema höfuðsnillingum gefið að vefja sam- an ættartölunum og sögunum í löngu ljóði, en einn slíkur var Sigurður hreppstjóri Daðason á Narfeyri og í Litla-Langadal en hann orti sína eigin ættartölu allt frá Adam. Allir menn afeinum stofn Adams sem að heiti bar og allar frúr afeinni lofn, Evu sem hans brúður var. Hann vefur sögunum snilldarlega inn: Átti hann við frilluform frúbarn eitt með Brynhildi Sigurð gat í auga orm Áslaug sú með Ragnari. Og um konu sína yrkir hann: Þorbjörg fœddi þrifleg mér þar á eftir börnin sex fjögur á lífi traust ég tel tvö eru geymd hjá dýrðar rex. http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.