Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Blaðsíða 4

Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐ ÞRÓTTAR Björnssyni, Sigurði Péturs- syni, Guðmundi Gíslasyni, Ómari Magnússyni, Gunnari Ingvarss., Guðmundi Vigfús- syni, Hauki Þorvaldssyni, Kjartani Kjartanssyni og Helga Þorvaldssyni. Þeir Jens Karlsson og Axel Axelsson komu svo inn á í síðari hálf- leik. Annar leikur Þróttar i vetr- armóti KRR fór fram sunnu- daginn 8. febrúar 1970. Þar áttust við Þróttur og KR. Leik urinn hófst vel af Þróttar hálfu. Fyrstu fimmtán mín- úturnar var sem sagt stanz- laus pressa á mark KR og á þessum mínútum var Helga Þorvaldssyni skellt með gróf- um mjaðmarhnykk innan víta teigs og dæmdi Einar Hjart- arson réttilega vítaspyrnu, sem svo Helgi skoraði örugg- lega úr. Kjartan Kjartansson komst einn innfyrir stuttu seinna og átti einungis mark- manninn eftir, en honum hefði verið nær að skjóta heldur en að reyna að leika á markmanninn, sem hirti knöttinn af tám hans. Nokkru STAÐAN í vetrarmóti K.R.R. Þróttur 2 2 0 0 4 Valur 2 1 1 0 3 K. R. 2 1 0 1 2 Víkingur 2 1 0 1 2 Fram 2 0 1 1 1 Ármann 2 0 0 2 0 seinna komst Kjartan aftur inn fyrir, en var brugðið inn- an vítateigs, en dómarinn sá ekkert athugavert við það og lét leikinn halda áfram öllum til mikillar undrunar. Þróttur á'tti sand af tækifærum, sem ekki nýttust, fyrr en Kjartan lék á bakvörðinn og upp að endamörkum og gaf á Heiga, sem var vel staðsettur á víta- teig og skoraði með föstu skoti viðstöðulaust mjög fal- legt mark. í síðari hálfleik var eins og kraftur Þróttara dvínaði og áttu KR-ingar mun meira í fyrrihluta hálfleiksins og tókst þeim að skora þegar níu mínútur voru liðnar af s. h. Við þetta mark var eins og Þróttarar vöknuðu af værum blundi og sóttu nú af miklum krafti, þar til Kjartan bætti þriðja markinu við. Við þetta mark var eins og KR-ingar fengju aukinn kraft og sóttu nú fast að marki Þróttar og tókst þeim að skora sitt annað mark í leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki. Þróttur sigraði KR með 3—2 í allskemmtileg- um lei'k. Eitt leiðindaatvik íkeði í leiknum, Helgi Þorvalds son féll illa á hægri öxl og burfti að yfirgefa völlinn í miðjum síðari hálfleik. Og við að bera Helga út af vellinum þurfti Þór Ottesen að leggjast í rúmið nokkra daga með þrautir í baki. Þróttar-liðið var samstillt í þessum leik og var allur ann- ar liðsandinn nú en oft áður. Væri það Þrótti til mikils gagns ef þeir menn sem eftir eiga að lei'ka með félaginu gerðu sér far um að sýna þá leikgleði sem sýnd var í þess- um leik. Liðið var þannig skipað: Konráð Ægiss., Ólafur Brynj., Þorvarður Björnsson, Ómar Magnúss., Sig. Péturss. Halld. Bragason, Gunnar Gunnarss., Guðm. Vigfúss, Kjartan Kjart ans, Helgi Þorvalds, Jens Karlss. Varamenn: Guðmund ur Gíslas., er kom inn á í síð- ari hálfleik fyrir Helga, Þór Ottesen, Stefán Sigurðss. Eins og sjá má vantaði í liðið þá Gunnar Ingvarss. og Hauk Þor valdss., en þeir hafa verið okk ar beztu menn í leikjunum að undanförnu, svo og Axel Ax- elsson. í NÆSTA BLAÐI verður byrjað að kynna knattþrautir KSÍ og verða 2 þrautir kynntar í hverju blaði. Þá verður einnig þátt ur, er nefnist „Úr gömlum blöðum“. Þáttur þessi verð- ur með því sniði að teknar verða gamlar greinar og myndir sem minnisstæðar þykja. Erlendar og innlend- ar íþróttafréttir. Úrslit æf- ingaleikja í yngri flokkum verða einnig kunngerð og ýmislegt fleira úr íþrótta- lífi ÞRÓTTAR.

x

Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar
https://timarit.is/publication/1574

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.