Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Blaðsíða 5

Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Blaðsíða 5
FRÉTTABLAÐ ÞRÓTTAR 5 Vetrarmót K.R.H Þróttur tekur einnig þátt í Vetrarmóti KRH, sem hófst í nóv. 1969. Þátttakendur eru öll annarar deildarliðin í stór- Reykjavík, — F.H. og Haukar úr Hafnarfirði, Breiðablik úr Kópavogi, Þróttur og Ármann úr Reykjavík. Þróttur lék sinn fyrsta leik, við Breiðablik, á heimavelli þeirra. Leikur þessi var ekki beint skemmtilegur fyrir á- hangendur Þróttar né leik- mennina sjálfa. Vöilurinn var varla hæfur til að leika á hon- um knattspyrnu, snjóað hafði nokkra hríð, svo að það varð úr að heimamenn slóðuðu völl inn svo að hann varð nokkuð hál'l. Þó var þessi ráðstöfun ekki það sem munaði. Lið Þróttar lék langt undir styrk- leika, baráttuvilji vægast sagt lítill. Það hafði mikið að segja að liðið fékk klaufamörk á sig í byrjun leiksins og virtist á- huginn enginn þegar líða tók á leik. Breiðabliksmenn unnu með átta mörkum móti tveim. Seinni leikir liðsins voru frek ar auðveldir viðfangs og var baráttuvilji leikmanna þá all- ur annar. Staðan í mótinu þegar þetta er skrifað, er sú að Þróttur og Breiðablik hafa forystu með tíu stig hvort lið. Þrótt- ur hefur leikið seinni leikinn gegn Breiðabliki og unnu Þróttarar hann með 2—1 í góðum leik. Aðrir leikir í KRH-mótinu hafa farið þannig: Þróttur— FH: 5—0, Þróttur—Ármann: 3—2, Þróttur—Haukar: 6—2 og Þróttur—Haukar 9—0. Þróttur hefur skorað 27 mörk en fengið á sig 13. — Markahæstu menn Þróttar eru Kjartan Kjartansson, 9 mörk, Helgi Þorvalds með 6 og Axel Axelsson með 5, öll í ein- um leik, á móti Haukum, síð- ari leiknum. Þar sem Þróttur tekur þátt í Vetrarmóti KRR og leikið er í því móti á sunnudögum sem og gera átti í KRH-mótinu, en vegna frestunar á því móti, sem raunar átti að ljúka fyrir áramót, runnu þessi mót sam- an. Þróttur hefur farið þess á leit við mótanefnd KRH að mega leika á laugardögum og hefur hún tekið því vel. S TAÐAN í vetrarmóti K.R.H. Þróttur 6 5 0 1 10 Breiðablik 6 5 0 1 10 Ármann 5 2 0 3 4 F. H. 5 X 1 3 3 Haukar 9 3 1 5 7 Talstöðvarbílar um allan bæ allan sólarhringinn

x

Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar
https://timarit.is/publication/1574

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.