Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 5

Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 5 LAGERSTJÓRI Vatnsvirkinn leitar að metnaðarfullum einstaklingum í hópinn. Hefur þú brennandi áhuga á sölu, skipulagi og vilt starfa hjá frábæru fyrirtæki í sóknarhug? Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir þig. Starfið felur í sér stjórnun á lager, móttöku og sendingu á vörum, skipulag og utanumhald á stækkandi lager fyrirtækis- ins. Lagerstjóri Vatnsvirkjans þarf að vera skipulagður, stundvís og hafa metnað til að klára mál. Við bjóðum fjölbreytt og skemmtileg verkefni í lifandi starfs- umhverfi og hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um. Umsóknir skal senda á: starf@vatnsvirkinn.is Vatnsvirkinn ehf er framsækinn söluaðili og er fyrst og fremst fagverslun fyrir fagmenn í pípulögnum og vatnsveitum. Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. Mannauðsstjóri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í starf mannauðsstjóra embættisins. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir lögreglustjóra. Helstu verkefni og ábyrgð • Fagleg forysta í mannauðsmálum embættisins • Þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar • Þróun starfsumhverfis í anda stefnu embættisins • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk • Umsjón, undirbúningur og eftirfylgni starfsmannasamtala • Ábyrgð á helstu mannauðsferlum, gerð starfagreininga og starfslýsinga • Yfirumsjón með ráðningum, móttaka nýs starfsfólks, þjálfun, starfsþróun og starfslokum • Túlkun kjara- og stofnanasamninga, launasetning og yfirumsjón launavinnslu • Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður • Jafnlaunavottun og gæðamál á mannauðssviði • Seta í yfirstjórn embættisins og þátttaka í stefnumótun Hæfniskröfur • Háskólagráða sem nýtist í starfi auk framhaldsmenntunar á sviði mannauðsstjórnunar eða sambærilegrar menntunar • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af mannauðsmálum • Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu og vinnurétti • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni • Mjög góð þjónustulund, jákvætt og sveigjanlegt viðhorf • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Árangurs- og lausnamiðuð hugsun • Þekking og reynsla af að leiða breytingar • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð • Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli Þess er vænst að umsækjandi hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum. Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins. Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf við fyrsta tækifæri eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 16.03.2021 Nánari upplýsingar veitir Emma Ásudóttir Árnadóttir - emma@lrh.is - 444-1000 Eygló Huld Jónsdóttir - eyglo.huld@lrh.is - 444-1000 Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs,www.starfatorg.is. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á kopavogur.is Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf deildarstjóra nýrrar inn- kaupadeildar. Deildarstjóri er yfirmaður innkaupadeildar og gegnir forystuhlutverki í innkaupum hjá Kópavogsbæ. Innkaupadeild heyrir undir !ármálasvið sem hefur yfirumsjón með !ármálastjórn Kópa- vogs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald. Deildarstjóri heyrir undir sviðsstjóra !ármálasviðs og starfar með stjórnendum á öllum sviðum Kópavogsbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð · Uppbygging á nýrri innkaupadeild í samráði við sviðsstjóra og aðra stjórnendur. · Umsjón og eftirlit með samningagerð og annarri framkvæmd innkaupa, útboða og verðkannana á vegum bæjarins. · Stefnumótun og áætlanagerð varðandi innkaup hjá Kópavogsbæ. · Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf við svið og stofnanir bæjarins vegna innkaupamála. · Umsjón og ábyrgð á að innkaup bæjarins séu í samræmi við lög og reglur sem um þau gilda. · Þróun innkaupaaðferða og rafrænnar stjórnsýslu á sviði innkaupamála. · Dagleg verkstjórn innkaupadeildar. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði, vörustjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. · Þekking og reynsla af innkaupum. · Reynsla af því að leiða verkefni og vinna að umbótum. · Þekking á upplýsingakerfum á sviði innkaupa er kostur. · Þekking og reynsla af opinberum innkaupum er kostur. · Reynsla á sviði innkaupa í stórri rekstrareiningu er kostur. · Hæfni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni. · Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði, umbótavilji og metnaður. · Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, palmi@kopavogur.is Deildarstjóri innkaupadeildar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.