Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Blaðsíða 14
„Einu sinni lenti ég í ansi kröppum dansi en ég var þá að vinna við heimildamynd um Jón Sig- urðsson forseta. Ég var búin að leggja mikið á mig við búningagerðina,“ segir Helga Rún en hún sökkti sér gjarnan ofan í söguna svo bún- ingar yrðu sem raunverulegastir. „Svo var brúðkaupssena í Dómkirkjunni. Flosi Ólafsson lék prestinn. Brúðhjónin áttu að krjúpa fyrir framan hann og það átti ekki að sjást í skó Flosa, en hann notaði mjög stórt númer og það var erfitt að fá svona stóra svarta spariskó. Ég hafði spurt leikstjórann hvort það væri ekki öruggt að það sæist ekki í skóna því Flosi var bara í sínum skóm. En þá breytir leikstjórinn um sjónarhorn og þá sést í skóna, sem voru brúnir og pössuðu ekki við tímabilið. Þá voru góð ráð dýr og ég hljóp út og horfði yfir Austurvöll og sá þá ungan mann í svörtum risastórum skóm. Ég hljóp að honum og bauð góðan dag og horfði niður á skóna hans og sagði svo: „Við erum að taka upp heimildamynd um Jón Sigurðsson, má bjóða þér að horfa á senu? Og get ég kannski fengið skóna þína lánaða á meðan?“ Hann svaraði að hann væri nú í sagnfræði í Háskólanum og væri alveg til í það. Ég fékk skóna hans, púss- aði þá aðeins og skellti Flosa í þá. Og þeir pössuðu. Sagnfræðineminn þurfti að sitja þarna lengi á sokkaleistunum,“ segir Helga Rún og hlær. Ég þekki þennan rosa vel! „Ég lenti oft í sérstökum verkefnum eins og einu sinni þegar ég vann við auglýsingu við Skógafoss sem leikstjórinn Wim Wenders leikstýrði. Í auglýsingunni var maður látinn hjóla yfir fossinn á vír. Við lentum í því sem kallast veðurdagar, en það kom svo vont veður að það var ekki hægt að taka upp í þrjá sólar- hringa. Þá verða allir að vera á setti og enginn má vinna því annars fá þeir ekki trygging- arnar borgaðar, en framleiðendurnir eru með veðurtryggingu. Við vorum þarna lágmark tólf tíma á dag á tökustað að gera ekki neitt. Þá var fundið upp á öllu mögulegu. Einn kenndi flugukast þótt engar væru veiðistangirnar og ein kenndi línudans, önnur sýndi svæðanudd og það var æfður kór,“ segir hún. „Ég lenti líka í því sama seinna uppi á jökli og þá þurftum við að bíða í bíl við jökulræt- urnar í sólarhring,“ segir hún og segist oft hafa unnið í kringum frægt fólki en segist ekk- ert muna endilega nöfn þess. „Mér finnst það fólk ekkert öðruvísi en venjulegt fólk og hef aldrei kippt mér upp við það. Ég man eftir því að ég var einu sinni í búð í London með vinkonu minni og þá koma Bob Geldof og Paula Yates inn að kaupa sér gler- augu og ég var einmitt líka að máta gleraugu. Við gáfum hvert öðru góð ráð með gleraugun og mér fannst það bara mjög eðlilegt,“ segir Helga Rún og hlær. Þessi saga um fræga fólkið minnir Helgu Rún á tímabilið þegar hún var au-pair-stúlka í London fyrir margt löngu. „Ég fór út eitt vorið til Bath í Englandi þeg- ar ég var sautján ára og kom ekki heim fyrr en rétt fyrir jól,“ segir hún og segist hafa unnið hjá yfirstéttarfólki þar. „Heimagangur á heimilinu var söngvarinn Peter Gabriel. Hann var þá að skilja við kon- una sína og ég var oft að passa stelpurnar hans tvær með hinum börnunum. Hann var oft í mat og ég sá um matinn og mér fannst þetta ekkert merkilegt. Þegar ég kom heim kom út ný plata með honum og strákarnir í bekknum fóru í bæ- inn að kaupa plötuna. Þeir sýndu mér hana og ég sagði: „Ég þekki þennan rosa vel! Hann var alltaf í mat hjá mér og ég passaði dætur hans!“ Þeir misstu andlitið,“ segir Helga Rún og skellihlær. Hjónin bæði vinnualkar Fleira er það sem Helga Rún tekur sér fyrir hendur. „Ég vinn oft efnin frá grunni og lita þau gjarnan sjálf. Ég hef sérhannað fatnað fyrir fólk og geri enn svolítið af því þegar ég kem því við. Ég hef einnig haldið mörg námskeið. Ég fæ mikið út úr því að halda alls kyns nám- skeið og finnst gefandi að sjá fólk vaxa og öðl- ast sjálfstraust,“ segir hún og segist hafa kennt bæði hattagerð, leðursaum og sauma- skap. „Nú er ég til dæmis með afar vinsæl sauma- námskeið í vefnaðarvöruversluninni Saumu, og kenni ýmis námskeið hjá Heimilisiðn- aðarskólanum.“ Blaðamanni verður að orði að það líti út fyrir að Helga Rún hafi unnið mikið í gegnum tíð- ina. „Já, við hjónin erum bæði miklir vinnualkar. Alfreð hannar lýsingu og leikmyndir fyrir sjónvarp. Í þessum listageira er óreglulegur vinnutími, og oft unnið um kvöld og helgar. Við vorum bæði byrjuð í okkar fögum þegar við kynntumst og unnum jafnvel mikið saman áð- ur en við eignuðumst strákana okkar,“ segir hún um synina Atla Geir, 21 árs, og verkfræð- inginn Andra Pál, 25 ára. „Þegar þeir voru litlir komu þeir oft með okkur í vinnuna og voru gjarnan notaðir í smá- verk á setti og sem statistar.“ Í þeim töluðum orðum birtist yngri sonur Helgu Rúnar, Atli Geir, en hann er á öðru ári í Listaháskólanum í fatahönnun. „Enda alinn upp á saumastofu og alltaf með okkur í vinnunni!“ Helga Rún segir að eitt hafi leitt af öðru og með tímanum hafi hún sérhæfst á ýmsum svið- um, eins og að hanna fyrir barnaleikrit, grín- þætti og heimildamyndir. Hún vann á þessum tíma alltaf sjálfstætt og rak alltaf fyrirtækið sitt. „Ég er einnig mamma flestra lukkudýra landsins, eins og Georgs mörgæsar og Snæ- finns snjókarls og Masa. Svo var ég alltaf í hattagerðinni með og var líka með búninga- leigu í mörg ár. Ég tók líka að mér að hanna leikmyndir og leikmuni,“ segir Helga Rún og segist hafa unnið mikið í barnaleikritum og með Möguleikhúsinu sem var fyrsta og eina barnaleikhús landsins og einnig hannaði hún búninga fyrir kvikmyndina Fíaskó. Helga Rún segist oft hafa hannað sér- kennilega og skondna búninga og hluti, svo sem Þorra þorsk fyrir Lýsi og Tomma tómat fyrir Hagkaup í Kringlunni. „Ég saumaði líka til dæmis hinar bleiku nærbuxur Greifanna sem þeir notuðu til að auglýsa Greifaböllin,“ segir Helga Rún en þess má geta að þessar nærbuxur eru í mikilli ofur- stærð. „Ég hef líka saumað Eurovision-búninga, eins og fyrir lag Valgeir Guðjóns með Daníel Ágústi,“ segir hún og segist hreinlega ekki muna eftir helmingnum af verkefnum sem hún hefur unnið að, enda eru þau orðin ansi mörg á löngum ferli. Spelkur sem hæfa dömu Í dag hefur Helga Rún starfað í níu ár hjá Öss- uri. „Ég var aldrei fastráðin fyrr en ég fór að vinna fyrir Össur. Það kom þannig til að ég var Helga Rún hefur hannað og saumað ýmsa undarlega hluti eins og þennan skemmtilega þorskhaushatt sem hún saumaði fyrir hönnunarsýningu í Iðnó. Morgunblaðið/Ásdís VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.