Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021
MENNTUN
V
erkefninu Betri borg fyrir
börn var hleypt af stokk-
unum fyrir rúmu ári og var
hugsað sem tveggja ára tilrauna-
verkefni sem síðan væri hægt að
halda áfram með ef vel til tækist.
„Tilgangurinn er að allir sem
koma að börnum í Breiðholti vinni
saman í þágu barna og fjölskyldna,“
segir Sigurlaug Hrund Svavars-
dóttir, fagstjóri grunnskólahluta
skóla- og frístundadeildar Breið-
holts.
„Ég talaði um það þegar Ásmund-
ur Einar Daðason fór af stað með
farsældarfrumvarpið að við séum
undanfarar. Við erum að undirbúa
jarðveginn fyrir farsældarfrumvarp-
ið, þótt þetta verkefni sé gert að
frumkvæði Reykjavíkurborgar; vel-
ferðarráðs og skóla- og frístunda-
ráðs,“ segir Óskar Dýrmundur
Ólafsson en þess má geta að megin-
markmið laganna er að börn og for-
eldrar sem á þurfa að halda hafi að-
gang að samþættri þjónustu við hæfi
án hindrana.
„Verkefnið Betri borg fyrir börn
var sett á laggirnar til tveggja ára
og við erum hálfnuð í því verkefni að
ná saman þessari samþættingu og
samvinnu í kringum barnið og fjöl-
skyldu,“ segir Óskar.
Breiðholt eins og þorp
Hvernig er þessum málum háttað í
dag á höfuðborgarsvæðinu?
„Það er svolítið misjafnt eftir
hverfum, en Breiðholt hefur alltaf
verið framarlega í samstarfi margra
aðila sem koma að börnum og fjöl-
skyldum, en nú erum við að brjóta
múranna enn meira og efla sam-
skipti allra þessara fagaðila. Það er
ekki sjálfgefið að fólk vinni svona
þétt saman. Við erum ekki að ein-
blína bara á barnið heldur barnið og
fjölskyldu sem eina heild,“ segir Sig-
urlaug.
„Sigurlaug er nú yfirmaður
grunnskólaskólastjóra hér í hverf-
inu. Áður var yfirmaðurinn niðri á
Höfðatorgi, þannig að nú er komin
þéttari stýring. Það er búið að færa
stjórnunina frá Höfðatorgi og hing-
að hvað varðar leik- og grunn-
skólana sérstaklega. Breiðholtið
verður þá eins og lítill bær eða þorp
og við sitjum hér öll á sama svæðinu.
Málin eru kannski leyst bara á tíu
mínútum en áður tók tíma bara að
ná fundi saman,“ segir Óskar.
„Hluti af okkur er í sama húsi þar
sem við getum átt samstarf en svo
flyst hluti af þessari þjónustu út á
starfsstaðina. Sérfræðingar okkar
hér, eins og félagsráðgjafar, skóla-
sálfræðingar og kennsluráðgjafar,
eru þá í miklu meiri tengslum við
vettvanginn í leikskólum, grunn-
skólum og frístundahlutanum, “ seg-
ir Sigurlaug.
„Þau eru meira þar sem börnin
eru, og það er líka svolítið nýtt. Við
erum að ganga lengra á allan hátt til
að fara nær barninu,“ segir Óskar.
Samfella í þjónustu
Sigurlaug segir það sitt hlutverk að
styðja við stjórnendur grunnskól-
anna á vettvangi og hjálpa þeim að
leysa öll mál sem koma upp og það
strax. Fagstjóri leikskólahluta og
framkvæmdastjóri frístundamið-
stöðvar gegna sama hlutverki fyrir
sína stjórnendur.
„Við vonumst auðvitað til þess að
það leiði af sér betra skólastarf og
betri þjónustu fyrir börnin,“ segir
Sigurlaug og nefnir að unnið sé í
nánum tengslum við velferðarsvið
sem er á sama stað.
„Ef ég tæki dæmi, þá virkar þetta
þannig að skólastjórar hér í hverfinu
geta hringt í mig ef þeir hafa áhyggj-
ur af barni. Þá get ég, með alla þessa
tengingu við fagfólkið hér í kringum
mig, komið af stað vinnu eða sett
saman teymi í kringum barnið eða
fjölskylduna. Þá þarf skólastjórinn
ekki að hringja á marga staði; í fé-
lagsráðgjafann, á skrifstofu skóla- og
frístundasviðs í Borgartúni og í fleiri
aðila. Ég vil að við getum leyst þetta
á einum stað,“ segir Sigurlaug og
segist vonast til að barnavernd komi
inn í samstarfið líka.
„Ef dóttir mín væri í vanda í skól-
anum vildi ég ekki þurfa að pæla í
því hvort einhverjar stofnanir úti í
bæ gætu komið á fund. Ég myndi
vilja að allir kæmu saman að aðstoða
barnið mitt. Ég vann í rannsókn fyr-
ir 25 árum síðan þar sem verið var
að skoða reynslu fólks sem átti mikið
fötluð börn. Mér er það svo minnis-
stætt, og ég hugsa um það oft í
tengslum við þetta verkefni, að ein
móðirin lýsti þeirri þrautargöngu að
þurfa að ganga á milli stofnana til að
fá hjálp fyrir barnið. Það hefði verið
þvílíkur munur ef eitthvert svona
kerfi hefði verið til þá fyrir þessa
móður,“ segir Sigurlaug og segir
þau aldrei mega gleyma að verk-
efnið snýst fyrst og fremst um fólk.
Flott fjölmenningarhverfi
„Svona kerfi auðveldar fólki að tala
saman og verður einnig þess
valdandi að við nýtum betur fjár-
muni. Það nýtist til dæmis vel í frí-
stundaverkefni sem við erum með í
gangi sem snýr að því að hjálpa
börnum í fátækt enn frekar að vera í
frístundum,“ segir Óskar.
„Okkar tilfinning er sú að þetta
samspil sé að virka og sé að bæta líf
barna og fjölskyldna og þá sérstak-
lega þeirra jaðarsettu. Við erum hér
í flottu fjölmenningarhverfi og þá
skiptir líka miklu máli að vera í góð-
um tengslum við fólk,“ segir Óskar
og nefnir að í Breiðholti sé verkefni
sem nefnist Velkomin í hverfið. Þá
er tekið á móti nýjum íbúum af er-
lendum uppruna og þeim kynnt
hverfið og hvað sé í boði.
„Þau fá heildstæða móttöku sem
tengist svo inn í verkefnið Betri
borg fyrir börn. Þessi samfella í
þjónustu er framtíðin,“ segir Óskar.
„Það er eitt af stóru málunum;
hvernig tekið er á móti fólki af er-
lendum uppruna.“
Samstarfið þéttist
Skóla- og frístundasvið er með mið-
læga þjónustu í Borgartúni við
grunnskóla borgarinnar.
„Við erum í raun búin að flytja
hluta af þeirri þjónustu hingað í hús-
næði þjónustumiðstöðvarinnar þar
sem við erum að sinna öllu því sem
kemur við skólum og frístundum í
Breiðholti. Öll skóla-, frístunda- og
velferðarþjónusta er því hér á sama
stað,“ segir Sigurlaug og segir um
2.500 grunnskólabörn í Breiðholti.
„Annað sem hefur breyst er að
hingað til hefur verið óformlegt sam-
starf á milli leikskólanna og grunn-
skólanna og frístundarinnar en nú er
það að þéttast enn meira. Við erum
að sjá hagkvæmni þess að þetta sé
allt í samfellu og að jafnvel sé verið
að vinna eftir svipuðum áherslum.
Eitt nýtt tilraunaverkefni er nú í
gangi í Fellahverfi sem felst í því að
sami aðili er verkefnastjóri í leik- og
grunnskóla í öllu sem varðar mál-
þroska og læsi. Það styður vel við
svona samstarf eins og Betri borg
fyrir börn,“ segir Sigurlaug.
„Verkefnið okkar þéttir einnig
samstarf á milli grunnskólanna í
hverfinu og eykur þetta faglega
samtal á milli stjórnenda sem svo
hríslast út í starfsmannahópana.
Þetta á einnig við um leikskólana.
Við sjáum mikinn mun þarna,“ segir
Sigurlaug.
Að brjóta ísinn
Nú eru fjórtán mánuðir síðan verk-
efnið fór af stað og áhrifanna er farið
að gæta.
„Þetta er fyrirmyndarverkefni
sem verður svo hugsanlega fyrir-
mynd í öðrum hverfum, eða hægt
verði að draga frá því mikinn lær-
dóm við að breyta þjónustunni í
þessa átt annars staðar. Það var val-
ið að byrja í Breiðholti því hér hefur
ríkt mikil samstarfshefð sem var bú-
ið að þróa hér áður,“ segir Óskar.
„Við hér í grunnskólunum höfum
kallað mjög eftir svona samfelldri
þjónustu við börn og fjölskyldur,“
segir Sigurlaug og segir slíkt fyrir-
komulag það sem koma skal.
„Við erum svolítið að brjóta hér ís-
inn,“ segir Óskar og segir þau enn
að þróa verkefnið. Sigurlaug segir
að fólk taki vel í breytingarnar.
„Við erum sátt og við heyrum að
fólk sé mjög ánægt með verkefnið.“
Fyrirmyndarverkefni í Breiðholti
Óskar Dýrmundur og Sigur-
laug Hrund segja mikla hag-
ræðingu í því að hafa marga
þjónustuaðila á sama stað.
Morgunblaðið/Ásdís
Sigurlaug Hrund
Svavarsdóttir fagstjóri
og Óskar Dýrmundur
Ólafsson hverfisstjóri
Breiðholts telja verk-
efnið Betri borg fyrir
börn hafa bætt hag
barna og fjölskyldna.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Tilgangur verkefnisins er :
að samhæfa vinnu, skóla-, frístunda- og velferðarþjónustu í
Breiðholti og auka þverfaglega samvinnu.
að gera skóla- og frístundaþjónustu heiltæka.
að styrkja samlegð og samfellu í þjónustu við skóla, frístundaheim-
ili og félagsmiðstöðvar – auka samstarf og gæði.
að auka dreifstýringu í leik- og grunnskólastarfi – skapa nálægð við
stjórnendur í hverfinu.
að nýta mannauð og fjármagn í skóla-, frístunda- og velferðarstarfi.
Betri borg fyrir börn
’
Mér er það svo
minnisstætt, og ég
hugsa um það oft í
tengslum við þetta verk-
efni, að ein móðirin lýsti
þeirri þrautargöngu að
þurfa að ganga á milli
stofnana til að fá hjálp
fyrir barnið.