Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Blaðsíða 2
Segðu mér, um hvað fjallar Vegferðin?
Vegferðin er um tvo miðaldra karlmenn, Víking Kristjáns og
Ólaf Darra, sem leika sjálfa sig. Víkingur er með allt niður um
sig í sínu lífi, á meðan Darri lifir Hollywood-glamúrlífi. Vík-
ingur ákveður að draga Darra með sér í ferðalag til að ná jarð-
tengingu með honum og endurheimta vinskapinn. Svo kannski
snýst þessi ferð um meira en bara ferðina sjálfa; þetta er
saga um vináttu, karlmennsku og að horfast í augu við sjálf-
an sig.
Er þetta ýkt útgáfa af þeirra eigin lífi?
Já, bæði og.
Hvort er þetta drama- eða gamansería?
Þetta er alveg fyndið. Ég sagði þeim að það væri brjálæði
að fá mig til að leikstýra gríni, en ef ég mætti nálgast þetta
sem drama þá yrði það sem er fyndið bara fyndið, en með
sterkum undirtóni.
Hvernig gengu tökur?
Þær gengu frábærlega. Við fórum um landið í mánuð og tókum
upp ferðalagið í réttri röð. Við fengum bongóblíðu og það var
lítið um ferðamenn þannig að þetta var algjör lukka. Það gekk
allt eins og í sögu.
Voru Víkingur og Ólafur Darri skemmtilegir
ferðafélagar?
Já, mjög. Þeir eru dásamlegir menn með stór hjörtu og alveg til í
að gera grín að sjálfum sér.
Er von á framhaldi?
Ég vona það; við þurfum að sjá hvernig þetta fer í landann. Svo
hef ég fengið sterk og góð viðbrögð að utan. Það er þörf fyrir
svona bjartar og fallegar seríur líka.
Morgunblaðið/Eggert
BALDVIN Z
SITUR FYRIR SVÖRUM
Karlar í krísu
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021
S
unnudagsblað Morgunblaðsins fer víða, ég geri mér grein fyrir því. En
að það hafi komið að sjúkraflutningum í Suður-Súdan eru nýjar upp-
lýsingar fyrir mér. Eins undarlega og það hljómar er hér hvorki á
ferðinni draumur né fantasía heldur kom þetta fram í samtali Sigmars Guð-
mundssonar við Maríönnu Csillag í þættinum Okkar á milli í Ríkissjónvarp-
inu í vikunni. Maríanna hefur sinnt hjálpar- og hjúkrunarstörfum víða um
heim í tengslum við náttúruhamfarir og stríðsátök, svo sem á Haíti, Srí
Lanka, í Bosníu og Rúanda. Og svo í Suður-Súdan.
Þar var hún sumsé að vinna á
heilsugæslustöð þegar slasaða konu
bar að garði og þótti Maríönnu strax
allt benda til þess að hún væri háls-
brotin. Búa þurfti vel um háls kon-
unnar áður en hún væri flutt um
langan veg á spítala en engan háls-
kraga eða annan slíkan búnað var að
hafa á staðnum. Nú voru góð ráð
dýr. Vildi þá til happs að Maríanna
hafði nýfengið póstinn sinn sendan
að heiman og þar á meðal digran
Sunnudagsmogga sem hún áttaði sig
fljótt á að gæti leyst hálskragann af
hólmi. Hann og nokkrir múrsteinar
með. Engar börur var heldur að hafa
á heilsugæslunni, þannig að ekki var um annað að ræða en að taka útidyra-
hurðina af hjörunum og leggja konuna á hana. Þannig var hún flutt með flug-
vél á Rauða kross-sjúkrahús í Keníu, þar sem hún fékk viðeigandi læknis-
aðstoð. Maríanna hitti konuna síðar og hún hafði ekki lamast.
Viðtalið var mjög áhugavert enda margt á daga viðmælandans drifið á
þessum framandi slóðum sem flest okkar heyra bara af í fréttum. Sigmar á
mikið lof skilið fyrir þessa þætti sína, Okkar á milli, þar sem hann hefur verið
einstaklega fundvís á áhugavert fólk sem yfirleitt er ekki fastagestir í sjón-
varpi eða öðrum fjölmiðlum en hefur eigi að síður frá mörgu að segja.
Þannig hafði ég líka mjög gaman af næsta viðmælanda á undan Maríönnu,
tónlistarmanninum og þúsundþjalasmiðnum Bjarna Hafþóri Helgasyni, sem
einkum og sér í lagi fjallaði um glímu sína við parkinsonsjúkdóminn. Og það
með húmorinn að vopni. Sagan þar sem eiginkonan kom að honum pissu-
blautum í dyragættinni var óborganleg og augljóst að Bjarni Hafþór hefur
ákaflega góðan húmor fyrir sjálfum sér. Ég man fyrst eftir Bjarna Hafþóri
þegar hann lék knattspyrnu með Þór á Akureyri á níunda áratug seinustu
aldar en hef aldrei náð að kynnast manninum persónulega – sem er synd
enda virkar hann með okkar allra skemmtilegustu mönnum.
Sunnudagsmogg-
inn í Suður-Súdan
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Maríanna hafði
nýfengið póstinn sinn
sendan og þar á meðal
digran Sunnudagsmogga
sem hún áttaði sig fljótt á
að gæti leyst hálskragann
af hólmi.
Ísleifur Birgisson
Já, ég mun sjá það. Ég er að bíða
eftir rétta veðrinu.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú að
sjá gosið?
Anna Hjaltadóttir
Ég er búin að sjá það úr fjarska.
Björn Þór Hannesson
Já að sjálfsögðu.
Guðbjörg Rut Róbertsdóttir
Ég er búin að sjá það úr fjarska. Ég
er frá Grindavík.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Vegferðin er ný íslensk sjónvarpssería sem frumsýnd verður
á Stöð 2 þann 4. apríl. Baldvin Z leikstýrir en aðalleikarar eru
Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson sem einnig
skrifaði handritið. Glassriver framleiðir.
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14