Morgunblaðið - 28.03.2021, Page 10
Frá því jörðin opnaðist á Reykjanesskaga kl. 20:45
föstudagskvöldið 19. mars hefur eldgosið laðað til
sín fjölda fólks, sem skiptir orðið þúsundum eins
og frá er greint framar í blaðinu. Skiptir þá litlu
hvort fólk hefur farið að nóttu eða degi. Alltaf
blasir við ný og ný sviðsmynd, eins vinsælt og það
orð hefur verið undanfarnar vikur og mánuði í
jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
Fram undan eru fjölmörg tækifæri til að ná
myndum af gosinu, sem vísindamenn telja að geti
haldið áfram árum saman. Hið sérstaka við þetta
eldgos er að það er nánast í túnfæti byggðar á suð-
vesturhorni landsins, þar sem stærstur hluti þjóð-
arinnar býr. Hafi fólk ekki séð eldgos áður er
komið kjörið tækifæri til að standa í návígi við gló-
andi hraunið og taka af sér mynd í leiðinni.
Þó að gosið teljist ekki orðið stórt miðað við mörg önnur hér á landi þá er það myndrænt, ekki síst að kvöldi til líkt og hér síðastliðið fimmtudagskvöld þegar ljósmyndari var á ferð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðdráttarafl hraunsins er mikið en betra að fara varlega.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á einni viku er hraunið á góðri leið með fylla einn af Geldingadölunum. Gígurinn er heldur ekki langt frá sömu hæð og nærliggjandi fell. Mannfólkið við hraunið er eins og maurar á þúfu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldgosið
lokkar
og laðar
Sumir stytta sér leið með þyrlu og láta flugmanninn taka af sér mynd.
Morgunblaðið/Eggert
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021