Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.11.1988, Side 2
Hvað er að gerast hjá Þrótti?
skoraö á foreldra í Langholtshverfi að
taka þátt í að efla og styrkja þaö starf
sem fram fer á vegum foreldra-
félagsins.
A undanfömum vikum og mán-
uöum hefur fariö fram mikil umræöa
innan Knattspymufélagsins Þróttar
um uppbyggingu félagsstarfsins.
Margir elchi Þróttarar hafa tekió þátt
í þessari umræóu, en hugmyndin er sú
aö virkja ennþá fleiri til starfa í fram-
tíðinni. Það kostar mikla fjármuni aö
halda uppi öflugu íþróttastarfi og rétt
er aó nota tækifærið hér til aö þakka
þeim fjölmörgu aðilum, einstakling-
um og fyrirtækjum, sem stutt hafa við
bakió á félaginu á undanförnum
árum. Til þess aö styðja ennfrekar við
þá uppbyggingu sem framundan er á
vegum Þróttar, hefur verið stofnaður
sérstakur styrktarmannasjóóur, sem
greint er frá hér annars staðar í
blaöinu og eins væntum við þess að
íbúarhverfisinsminnistÞróttarerþeir
fylla út getraunaseöla sína. Félags-
merki Þróttar er 104, eða hió sama og
póstnúmer hverfisins og meó því aó
merkja við það númer á getrauna-
seólunum, er tryggt að hluti upp-
hæöarinnar rennur beint til hverfis-
félagsins. Besti stuðningurinn sem
Knattspymufélagið Þróttur getur þó
fengiö er að íbúar Langholtshverfis
fjölmenni á leiki félagsins og vonan-
di verður þaó fastur liður í tilverunni
hjá mörgum að láta sjá sig á heima-
leikjunum við Sæviöarsund á sumri
komanda. Þaó var oft gríðarleg
stemmning á heimaleikjunum á
gamla malarvellinum fyrstu árin sem
Þróttur var í hverfinu og þessa
stemmningu hyggjumst við endur-
vekja á næsta ári - á 40 ára afinæli
Knattspymufélagsins Þróttar.
Knattspyma
Vogaskóli
Sunnudagur
Kl. 9.40-11.10 5. Flokkur
" 11.10-12.45 Meistaraflokkur
" 12.50-14.20 6. Flokkur
" 14.20-15.50 4. Flokkur
" 15.50-17.10 3. Flokkur
" 17.10-18.50 2. Flokkur
Laugardalshöll
Þriðjudagur
Kl. 18.00 -18.50 5. og 6. Flokkur
Eflir að meistarafiokkur félagsins
féll niður í 3. deild nú í hanst hafa
Þróttarar sest niður og fariðyfir sín
mál.
Haldnir vom tveir fundir innan
félagsins þar sem staðan innan knatt-
spymudeildarinnar var rædd opin-
skátt.Umræóumarvommálefnalegar
og niðurstaóan var eindregið sú að nú
þyrfti að snúa blaóinu við. Hingaö og
ekkilengra.
Öllum er ljóst að starfið innan
deildarinnar hefur á ýmsum sviðum
mistekist á síöustu árum. Þetta vióur-
kenna menn og vilja f leiðinni stuðla
að því aó betur verói gert á næstu
árum. Þetta er mikilvægt. Á þessum
fundum kom fram um 20 manna
hópur, flestir þekktir Þróttarar, sem
lýsti sig reiöubúinn til aó takast á við
það erfiða verkefni að endurskipu-
leggja og byggja upp starf innan
deildarinnar á næstu mánuðum.
Þriggja manna „vinnuráði“ var
falið aö koma þessu starfi af stað.
Valin hefúr veriö sú leið að stofna
sérstaka vinnuhópa sem fá aftnarkað
verkefni til að vinna aó. Þannig em
fleiri kallaðir til starfa og fleiri hendur
vinna „létt verk“. Með þessu móti
getur núverandi stjóm deildarinnar
fengið svigrúm til þess að skila af sér
betra borði til næstu stjómar. Engum
dylst að starfió hefúr legiö á allt of
fáum mönnum sfðustu árin. Vinnu-
ráðið er skipað þeim Tryggva Geirs-
syni, formanni Þróttar, Omari Sig-
geirssyni og Gísla Sváfnissyni. Þeir
hafa síóustu vikumar veriö að koma
vinnuhópunum af stað. Helstu verk-
efni sem þessar sérskipuðu nefndir
fást vió em:
1. Unglingstarfið:
Hópurinn hefúr þegar skilaö af sér
tillögum.
2. Auglýsinganefnd:
Skoðar hvaöa leióir gefa félaginu
bestan árangur varðandi auglýsingar
á félagssvæði Þróttar.
3. Framtíðarsjóður:
Hópurinn vinnur að því að stofna
stuðningsmannaklúbb Þróttar.
4. Bingónefnd:
Hún endurskoðar rekstur
bingósins sem deildin rekur f
Glæsibæ.
5. Meistarflokksráð:
Vmnuraö öllum málefnum er snúa
að meistarflokki félagsins.
6. Hiis-og vailarnefnd:
Setur umgengisreglur og fylgir
þeim eftir í Þróttheimum og á
félagssvæóinu. Nefndin sér einnig um
viðhald á svæöinu.
7. Félgasstarfið:
Hópurinn á aö skipuleggja
félagsstarf allra flokka í deildum
félagsins með nýtingu Þróttheima í
huga.
8. Flugeldasala:
Hópurinn stjómar starfi í kringum
flugeldasöluna.
9. Herrakvöld;
Nefndin undirbýr skemmtikvöld
fyrirfélgasmenn.
10. Ritnefnd:
Heldur úti fréttablaði félagsins og
gefur út dreifirit þegar þess þarf með.
Unglingastarfið
Árangur yngri flokka Þróttar á
knattspyrnuvellinum hefur verið
slakur síðustu árin. Þó eru nokkrar
undantekningar þar á. í ár vann 5
fiokkur félagsins sig upp um riðil í
íslandsmóti og í 6. flokk félagsins er
nú mikill efniviður sem var félagi
sínu til sóma í sumar.
Árangur í fjóróa, þriðja og öórum
flokki var hins vegarmeð rýraramóti.
Þetta er okkur öllum mikið
áhyggjuefni. Nú í haust var skipuó
nefnd til að vara í saumana á unglin-
gastarfinu og hefur hún skilaö
tillögum til aðalstjómar um hvað gera
skuli.
Mikilægast er að áhugasamir og
reyndir menn með tilskylda menntun
ráðist til starfa fyrir yngri flokka
félagsins. Nauðsynlegt er einnig aó
hver þjálfari hafi tvo aöstoðarmenn
með sér.Við verðum að samræma
þjálfunina í flokkunum þannig að
sífellt sé verið að byggja á því sem
fyrirer.
Fram hafa komiö óskir um að
stofna sjöunda flokk (8 ára og yngri).
Gert er ráð fyrir að það verói gert eftir
næstuáramót.
Foreldrafélag Þróttar, sem var
stofnað í fyrra, gegnir afar
þýðingarmiklu hlutverki í starfi yngri
flokkanna. Fyrsta árið lofar góöu og
atorka þessa fólks sem hefúr gefið sig
til starfans er aódáunarverð.
2
FréttabréfÞRÓTTAR