Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.11.1988, Blaðsíða 3

Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.11.1988, Blaðsíða 3
Nýir þjálfarar ráðnirtil Þróttar Uppskeruhátiðin Nú áhaustdögumeru nýirmenn að komatilstarfafyrirÞrótt. Hinnkunni og reyndi þjálfari Magnús Jónatans- son hefur verið ráóinn til að þjálfa meistaraflokk félagsins. Magnús hefur komið víða við í þjálfun og var síðast meö lió Selfyssinga í 2. deild- inni. Áður hefiir hann þjálfað hjá Vík- ing, U.B.K., Í.B.Í., K.R. og fleirum. Hann er fyrst og fremst kunnur fyrir að fara með lið upp á við en hefur þó fallið með eitt lið á ferlinum. Magnús er líka þekktur innan knattspymunnar sem ötull fr æðari og hefur hann sinnt fræóslumálum innan K.S.Í á undanfömum árum. Hlutverk hins nýja þjálfara er ekki auðvelt. Strákamir okkar féllu niður í 3. deild og nú þarf að nú upp réttum anda og laða fram sigurvilja og vinna leiki. Ef þaö tekst verður gaman aö vera meö í fótbolta. Þrðttarar bjóða Magnús velkom- inn til starfa og binda við hann vonir um að takast megi að snúa gengi félagsins við á vellinum. Búist er við að gengið verði frá ráóningu þriggja þjálfara á næstu dögum. Þeir em Gísli Sváfnisson, Jóhann Hreióarsson og Rúnars Sverrisson, en þeir hafa veriö á námskeiöum á vegum Þróttar. Þróttheimar Getraunakaffi Ungir og gamlir Þróttarar! Komið í getraunakaffi og kökur á laugardögum frá kl. 11.00 til 13.00 Leikirástaðnum: Ballskák Borðtennis Skák Fótbóltaspil Getraunakaffió á laugar- dögum er upplögð stund til að rabba við gömlu félagana. Hin árlega uppskeruhátið knatt- spyrnudeildar Þróttar var haldin í Glæsibæ 30. október síðastliðinn. Foreldraféiag Þróttar átti mikinn þátt í að hátiðin heppnaðist með miklum ágætum. Þar mættu allir flokkar félagsins og stjóm deildarinnar verölaunaði þá einstaklinga og hópa sem höfðu skarað fram úr í sumar. Mæting var mjög góó eóa um 250 manns þar af um 70 fullorðnir. Formaður félagsins, Tryggvi E. Geirsson, ávarpaði félagsmenn og h vatti alla Þróttara til að standa saman og leggja sitt af mörkum til þess að bæta félagið sitt. Eftir mikla kökuveislu afhenti síðan formaður knattspymudeildar, Jón Ólafsson, viðurkenningar til þeirra sem skömðu fram úr í ástundun og getu. Fyrirtækið Sanitas gaf þeim leikmönnum sem hlutu vióur- kenningu bolta og Heildverslunin Hoffell gaf þeim leikmönnum sem hlutu viðurkenninguna „Besti leikmaður“ íþróttafatnaó. Magnús Pétursson, eigandi Hofells, hét því að styrkja þá flokka félagsins sem ynnu íslandsmeistaratitil ríflega á næsti ári. Þessi hlutu vióurkenningan 6. flokkur: Besti leikmaóur Gauti Guðmundsson og Bjami Vesterdal. Besta mæting: Stefán Óli Sig- urðsson og Ingvi Sveinsson. Mestar framfarin Haraldur B. Haraldsson og Erlendur Sigurósson. 5. flokkur: Besti leikmaóur: Ármann Ármannsson og Njörður Ludvigsson. Besta mæting: Fjalar Þorgeirsson og Óskar Ingólfsson. Mestarframfarin ÓlafurBjömGunn- arsson og Sigurgeir Finnsson. 4. flokkur: Besti leikmaður: Tómas Eggertsson. Besta mæting: Guðni Ingvason, Hlynur Marteinn og Gylfi Gylfason. Mestar ffamfarir: Guðmundur Guðjónsson. 3. flokkur: Besti leikmaður: Hall- dór Steingrímsson. Besta mæting: Vignir Arason, Þór Curtis og Mar- teinn B. Helgason. Mestar framfarir: Ólafur Freyr Sæmundsson. 2. flokkur: Besti leikmaður: Val- geir Baldursson. Rúnar Steinn Ragn- arsson hlaut viðurkenningu fyrir góóa frammistöðu meó þremur flokkum, öðrum flokki, fyrsta flokki og meist- araflokki. Meistaraflokkur: Besti leik- maður. Sverrir Pétursson, hann var jafnframt kjörinn leikmaður Þróttar 1988. Viðurkenningar fyrir 100 meist- araflokksleiki: Sigurður Hall- varðsson og Nikulás Jónsson. Viðurkenningar fyrir 200 meist- araflokksleiki: Guðmundur Erhngs- son og Jóhann Hreiðarsson. Besti flokkur Þróttar 1988 var Eldri flokkur. Hann vann sinn riðil í íslandsmótinu, vann sex leiki og gerði eitt jafntefli. Varð að sætta sig við silfurverölaun í mótinu eftir tvo úrslitaleiki við Keflvíkinga. Uppskerahátíðinni lauk síðan með því að Þróttarar spiluöu bingó. Sumir reyndu allt hvað þeir gátu til að klófesta vinningana en uróu samt aó lúta í lægra haldi. FréttabréfÞRÓTTAR 3

x

Þróttur. Knattspyrnudeild

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur. Knattspyrnudeild
https://timarit.is/publication/1575

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.