Fréttablaðið - 07.09.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.09.2021, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Yfirvöld í Texas bera því aug- ljóslega ómælda virðingu fyrir mann- legu lífi … fram að fæðingu. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN 7. - 16. SEPTEMBER Í liðinni viku tóku gildi í Texasfylki ströng-ustu lög Bandaríkjanna gegn þungunar-rofi sem gera það með öllu ólöglegt eftir sex vikna meðgöngu. Ekki nóg með að konum séu sett svo þröng skilyrði að um leið og þær átta sig á að þær eru þungaðar sé að öllum líkindum orðið of seint að binda enda á meðgönguna; þá er samborgurum þeirra sem þó finna sér leiðir til þungunarrofs umbunað fyrir að segja frá. Sú útfærsla er sérstaklega hönnuð til að gera hæstarétti kleift að fara gegn Roe gegn Wade, dómafordæminu frá árinu 1973 sem verndað hefur rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs. Almenningur er þannig hvattur til að senda inn nafnlausar ábendingar um hvern þann sem á einhvern hátt aðstoðar við þungunarrof; heil- brigðisstarfsmann, fjölskyldumeðlim konunnar eða jafnvel bílstjórann sem ekur henni á staðinn. Er háum greiðslum lofað fyrir slíkar ábendingar, eða tæplega 1,3 milljónum íslenskra króna. Ætla má að með slíkri nágrannavörslu sé menningarstríð af nýrri stærðargráðu í uppsigl- ingu í landi sem sífellt klofnar meira innan frá. Eins er nú ekkert sem kemur í veg fyrir að önnur fylki fylgi fordæmi Texasyfirvalda og allt eins líklegt að önnur málefni fari sömu leið. Nýverið tóku gildi í fylkinu lög um að hver sem er megi ganga um vopnaður byssu og hvorki þurfi til þess leyfi né þjálfun. Eins hefur ríkisstjóri Texas beitt sér gegn bólusetningar- og eða grímuskyldu í fyrirtækjum og stofnunum fylkisins. Yfirvöld í Texas bera því augljóslega ómælda virðingu fyrir mannlegu lífi … fram að fæðingu. Í lok september reifaði ég á þessum vettvangi áhyggjur mínar af vali þáverandi Bandaríkjafor- seta á Amy Coney Barrett í röð hæstaréttardóm- ara. Sjö barna móðirin sem trúir því að líf hefjist við getnað, eftirlæti íhaldsins og andstæðinga Roe gegn Wade, situr nú í hæstarétti Banda- ríkjanna. Konan sem nú lagði blessun sína yfir eina mestu afturför í lagasetningu í landi hinna frjálsu sem samþykkt var með fimm atkvæðum gegn fjórum. Áhyggjur af ráðningu hennar reyndust því ekki úr lausu lofti gripnar. Skýr afstaða þeirra fimm dómara sem kusu með lögunum er bæði augljós og ógnvekjandi. Þeim, sem ekki átta sig á mögulegum áhrifum slíkrar afturfarar á okkur öll, bendi ég á skáld- sögu Margaret Atwood, The Handmaid’s Tale. Þróunin minnir óþægilega mikið á dystópískan söguþráðinn og því miður eru allar líkur á að þetta sé bara byrjunin. n Hjartalaus lagasetning ser@frettabladid.is Kvíðavangshlaupið Kórónaveirutíminn er að verða eitthvert lengsta kvíðavangs- hlaup sem þjóðin hefur tekið þátt í. Nú, þegar ef til vill sér fyrir endann á þessu dæmalausa deltaafbrigði sem dregið hefur kvíðavangshlaupið á langinn, sjáum við blessunarlega fram á einn eitt kvíðakastið. Landskjör- stjórn hefur kunngjört breytt kjördæmamörk í Reykjavík. Munu nú rugluðustu kjördæma- mörk í nokkru lýðræðisríki kalla fram algerlega nýjan kvíða, nefnilega; í hvaða kjördæmi er ég eiginlega lent/ur? Norðan brautar, vestan geisla Eitthvað hefur þetta víst með íbúaþróun að gera í nýrri enda borgarinnar. Áhrifin eru þau, segir landskjörstjórn, að kjós- endur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist þó ekki, er áfram í Ingunnarskóla. Kjósendur norðan Kristnibrautar, en vestan Jónsgeisla, núna suður, áður norður, en sami kjörstaður, velja nú á milli allt annarra frambjóð- enda en þeir voru að kynna sér í síðustu viku. Og frambjóðend- urnir sitja uppi með allt aðra kjósendur en þeir voru að daðra við fyrir helgi. Þetta er náttúr- lega efni í almennilegan kvíða. n Hvernig getur það staðist að opinberir starfsmenn hafi verið leiðandi í launaþróun síðasta árið eins og ítrekað hefur verið haldið fram undanfarið? Svarið við spurningunni er einfalt. Það getur ekki staðist, enda er það ekki rétt. Hið rétta er að þeir sem leiða launaþróun í landinu eru starfsmenn á almennum vinnumarkaði í gegnum lífskjarasamningana. Eitt af meginmarkmiðum þeirra samninga var að bæta kjör þeirra lægst settu með krónutöluhækkunum. Það var einnig markmið fjölmargra stéttarfélaga opinberra starfsmanna sem sömdu í kjölfarið. Það er sérstaklega ánægjulegt að þetta markmið hafi náðst. Laun lægstlaunuðu félags- manna okkar hafa hækkað hlutfallslega meira en laun þeirra sem hærri hafa tekjurnar, rétt eins og að var stefnt. En af hverju er því þá haldið fram að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu? Ástæðan er einföld. Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga er almennt á lægri launum en starfsfólk á almennum markaði. Vegna krónutöluhækkana mælist hækkunin hlut- fallslega meiri hjá opinberum starfsmönnum vegna þess að fleiri eru á lægstu laununum en á almenna markaðinum. Stytting vinnuvikunnar á einnig sinn þátt í því að laun virðast hafa hækkað meira á opinberum vinnu- markaði. Skýringin liggur í því hvernig launavísitalan er reiknuð, ekki því að laun hafi hækkað. Vísitalan mælir tímakaup reglulegra launa og hækkar því þegar vinnustundum fækkar. Því er hluti af þeim hækk- unum sem mælast hjá opinberum starfsmönnum ekki að skila fleiri krónum í budduna. Lygin verður ekki sannleikur, sama hversu oft hún er endurtekin. Þeir sem kynna sér málið sjá að fullyrð- ingar um að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu eru rangar. Hið rétta er að það er verulegur og vel þekktur kerfislægur launamunur milli markaða, opinberum starfsmönnum í óhag. Það verður verkefni næstu missera að uppræta þann mun. n Hverjir leiða launaþróunina? Friðrik Jónsson formaður BHM. Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Lygin verður ekki sann- leikur, sama hversu oft hún er endur- tekin. SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 7. september 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.