Fréttablaðið - 07.09.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.09.2021, Blaðsíða 6
Það er hálf lygilegt að heyra þessa tölu. Óskar Reykdalsson. bth@frettabladid.is DÓMSMÁL Skúli Gunnar Sigfússon, gjarnan kenndur við Subway, hefur höfðað mál gegn endurskoðenda- skrifstofunni KPMG. Hann höfðar einnig mál gegn fyrirtækinu Logos til vara, lögmannsstofunni sem áður gætti hagsmuna Skúla í máli sem tapaðist fyrir Hæstarétti. „Þar er fallinn endanlegur dómur sem ég er ósammála. En hann gildir því miður og þess vegna verð ég að grípa til þessara úrræða,“ segir Skúli. Í október var Skúli dæmdur til að greiða hálfan milljarð króna með dráttarvöxtum í Hæstarétti þegar fyrirtæki hans, Sjöstjarnan, þurfti að þola riftun á ráðstöfun fasteignar úr félaginu Eggert Kristjánsson hf. Að sögn lögmanns Skúla, Konráðs Jónssonar, sem sækir nýja málið, telur Skúli að ekki hafi verið rétt staðið að ráðstöfun þessara fast- eigna á sínum tíma. Logos sé stefnt til vara ef KPMG verði sýknað, meðal annars á þeim grundvelli að krafan á hendur því sé fyrnd. Með öðrum orðum að lögmannsstofan sem Skúli réð til starfa áður til að verja sig hefði átt að stefna KPMG áður en málið fyrndist. Málareksturinn, sem lauk með Hæstaréttardóminum á árinu, vakti mikla athygli og stóð lengi yfir. Skúli hefur meðal annars gagn- rýnt vinfengi forseta Hæstaréttar við Svein Andra Sveinsson sem var þrotabússtjóri í dómsmálinu. ■ Skúli í Subway stefnir KPMG í kjölfar tapaðs dómsmáls Fyrrverandi lögmanns- stofu Skúla er stefnt til vara. Tekist er á um riftanir og fyrningu í fasteignamáli. kristinnhaukur@frettabladid.is SUÐURLAND Fyrsti kynningar- fundurinn af fimm um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi var hald- inn í félagsheimilinu Hvoli á Hvols- velli í gærkvöld. Verða þeir svo koll af kolli í sveitarfélögunum fimm sem kjósa um sameiningu samfara alþingiskosningunum 25. septem- ber. Það er Rangárþingi eystra og ytra, Mýrdalshreppi, Skaftárhreppi og Ásahreppi. „Sameiningarmálin hafa því miður verið of lítið í umræðunni hérna í sveitarfélögunum,“ sagði Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fyrir fund- inn í gær. Á honum var farið yfir kynningarefnið um sameininguna og opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Öllum fundunum verður jafnframt streymt á netinu. „Ég hef mjög litla tilfinningu fyrir því hvernig kosningin muni fara,“ segir Lilja. „Ég bind vonir við að fundirnir verði til þess að fólk kafi dýpra í efnið og taki afstöðu á grundvelli þekkingar.“ Þó að umræðurnar hingað til hafi ekki verið áberandi og áhug- inn mætti vera meiri eru málefni í deiglunni, einkum samgöngu- málin. „Samgöngumálin skipta miklu því þetta yrði víðfeðmasta sveitarfélag landsins,“ segir Lilja. Myndi það slá hinu nýstofnaða Múlaþingi við. Næsti fundur er fimmtudaginn 9. september í Leikskálum í Vík. Mánudaginn 13. september verður fundað í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar- klaustri, þriðjudaginn 14. septem- ber á Laugalandi í Ásahreppi og miðvikudaginn 15. september í íþróttahúsinu á Hellu. Verði sameiningin samþykkt mun undirbúningshópur vinna að henni í vetur og ný sveitarstjórn taka við eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar næstkomandi vor. Sam- einingin er háð því að meirihluti í öllum sveitarfélögunum samþykki hana. ■ Ekki nóg rætt um sameiningarmál á Suðurlandi Lilja Einarsdótt- ir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Kosið er um sameiningu á svæðinu hér að neðan Í gær var milljónasta sýnið vegna skimunar fyrir kórón- aveirunni tekið á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eitt slíkt sýni kostar á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur og er heildarkostnaðurinn því á bilinu fjórir til sjö milljarðar. kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 Ákveðinn áfangi í sögu kórónaveirufaraldursins á Íslandi náðist í gær þegar milljónasta sýnið var tekið. Þetta staðfesti Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Í upphafi vikunnar höfðu verið tekin 997 þúsund sýni en undan- farna daga hafa um eða yfir þrjú þúsund sýni verið tekin daglega. Að sögn Óskars kosta sýnin á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur sem þýðir að tekin hafi verið sýni fyrir að minnsta kosti fjóra milljarða króna. Ekki eru þar með talin sýni sem tekin eru af einkareknum fyrir- tækjum. Í upphafi faraldursins var talið að kostnaður við eitt sýni væri um tíu þúsund krónur sem myndi þýða að búið væri að taka fyrir tíu milljarða króna en Óskar segir það ekki vera rétta upphæð. „Hraðgreiningarprófin kosta um fjögur þúsund og hin prófin, PCR- prófin, kosta um sjö þúsund,“ segir Óskar aðspurður um kostnað við hvert próf. „Við sem heilbrigðis- stofnun megum ekki rukka meira en það sem sýnið kostar. Þegar ein- staklingar fara í hraðgreiningar- próf á leiðinni úr landi rukkum við einfaldlega það sem prófið kostar,“ segir hann. Af þeim 997 þúsundum sýna sem búðir var að taka um helgina var stærsti hlutinn tekinn innanlands eða 599 þúsund sýni. Landamæra- sýnin eru færri eða tæplega 400 þúsund, þar af 287 þúsund í fyrri skimun. Þegar mest lét var 6.441 sýni tekið, 27. júlí síðastliðinn, stuttu eftir að fjórða bylgjan hófst með Delta-af brigðinu. Óskar tekur undir að það sé örlít- ið skrýtið að komið sé að þessum áfanga en segist allt eins eiga von á því að önnur milljón sýna verði tekin. „Það er hálf lygilegt að heyra þessa tölu,“ segir Óskar og bætir við: „En á sama tíma eigum við von á því að taka milljón sýni til við- bótar. Miðað við alla viðburði sem eru fram undan og breyttar reglur um smitgát og að taka alla sem vilja fara á viðburði í hraðpróf.“ ■ Milljón Covid-19 sýni verið tekin hér á landi frá upphafi faraldursins 6.441 Um sex og hálft þús- und sýna var tekið þann 27. júlí síðast- liðinn. birnadrofn@frettabladid.is SKÓLAMÁL Árlegur meðalrekstrar- kostnaður á hvern nemanda í grunnskólum lækkar um 1,7 pró- sent á milli mánaða, frá ágúst til september 2021, samkvæmt upplýs- ingum á vef Hagstofu Íslands. Áætl- aður kostnaður á hvern nemanda í núlíðandi septembermánuði er 2.280.623 krónur. Í sama mánuði í fyrra var áætlað- ur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda rétt rúmar tvær milljónir og 38 þúsund. Það er um 107 þúsund krónum hærri meðalkostnaður en í september árið 2019. ■ Kostnaður lækkar milli mánaða Í upphafi faraldursins voru ýmsar aðferðir notaðar til að taka sýni hjá fólki. Þessi maður fór í sýnatöku í bíl sínum fyrir utan heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hver grunnskólanemandi kostar tæplega 2,3 milljónir að meðaltali. hjorvaro@frettabladid.is AFGANISTAN Talibanar lýstu í gær yfir sigri í Panjshir, sem er land- svæði norðaustur af Kabúl. Svæðið var fyrir gærdaginn það eina í Afganistan sem talibanar höfðu ekki lýst yfir að hafa náð stjórn í. Hersveitir andstæðinga Talibana hafa ekki viðurkennt ósigur á svæð- inu. Ahmad Massoud, leiðtogi Þjóð- varnarsveitar Afganistan, hvatti til andspyrnu við valdaráni Talibana og átaldi þjóðarleiðtoga heims og alþjóðastofnanirf fyrir að leyfa þeim að hrifsa völdin í landinu. ■ Talibanar náðu síðasta svæðinu Talibanar lýstu yfir sigri í Panjshir landsvæðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA hjorvaro@frettabladid.is ÁSTRALÍA Lögreglan í Nýja Suður- Wales í Ástralíu fann í gær þriggja ára dreng, sem hafði verið týndur í skóglendi í rúma þrjá sólarhringa, heilan á húfi. Hvarf drengsins, sem er með ein- hverfur og mállaus, var rannsakað sem sakamál. Lögreglumenn komu auga á hann úr þyrlu í skóginum en talið er kraftaverk að hann sé á lífi. ■ Kraftaverk að barn fannst á lífi 6 Fréttir 7. september 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.