Fréttablaðið - 07.09.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.09.2021, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2021 Brynja Dadda og Hafþór við pítsuofninn góða. Þau ákváðu að einfalda líf sitt og flytjast alfarið búferlum í yndislegt sumarhús sitt í Kjósinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hér líður okkur best Margir eiga sér draum um sumarhús. Hjónin Brynja Dadda Sverrisdóttir og Hafþór Bjarna- son létu drauminn rætast þegar þau keyptu lóð fyrir sumarhús í Norðurnesi í Kjósinni. 2 thordisg@frettabladid.is Nýstárlega og skemmtilega þjóð- lagasveitin Brek ríður á vaðið í fyrsta Sagnakaffi haustsins í Borgarbókasafninu, menningar- húsi Gerðubergi, á morgun, mið- vikudag, klukkan 20. Hljómsveitin Brek var stofnuð haustið 2018. Hún tvinnar saman áhrif frá mismunandi stílum þjóð- laga- og dægurtónlistar, og reynir að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæra til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. Lög Breks sækja til dæmis inn- blástur í íslenska náttúru og veðra- brigði. Þau eru sungin á íslensku en hljómsveitarmeðlimir leggja áherslu á fjölskrúðugt orðbragð og að nýta þann mikla og fallega orðaforða sem íslenskan býr yfir. Brek var nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í f lokki þjóðlagatónlistar, og í sumar kom út fyrsta breiðskífa hljóm- sveitarinnar. Á Sagnakaffinu er reynt að útvíkka ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélags- ins er fengið til leiks, svo sem tón- listarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar. Sagnakaffið fer að þessu sinni fram í Bergi í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því í kaffihúsinu áður en dagskrá hefst. Öll velkomin og ókeypis aðgangur. n Um nýliðinn dag Hljómsveitin Brek. MYND/AÐSEND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.