Fréttablaðið - 20.08.2021, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 20.08.2021, Blaðsíða 9
Jóhann J. Ólafsson, stjórnarformaður Grundar. Nú eru rúmar sex vikur síðan ítrek- uð beiðni um fund með heilbrigðis- ráðuneytinu vegna húsnæðisþáttar hjúkrunarheimilanna var send. Enn hefur ekkert svar borist. Þess vegna var ákveðið að opna þetta bréf almenningi og ef tækifæri gefst til munum við eina ferðina enn ítreka beiðni okkar um viðræður á Heilbrigðisþinginu sem Svandís Svavarsdóttir hefur boðað til í dag um framtíðarsýn í heilbrigðisþjón- ustu við aldraða. Bréfið sem sent var þann 29. júní síðastliðinn er svohljóðandi: Varðar: Ítrekuð beiðni um samningavið- ræður vegna húsnæðiskostnaðar hjúkrunarheimila Heilbrigðisráðuneytið hefur í tölvupósti dags. 1. júní sl. sent svar við beiðni okkar til Sjúkratrygg- inga Íslands um samningaviðræður vegna húsnæðiskostnaðar hjúkrun- arheimila. Ráðuneytið, sem bregst við erindinu fyrir hönd SÍ, tekur með því svari af öll tvímæli um það að stofnunin hafi ekki umboð til slíkra samningaviðræðna. Aukin- heldur geti heilbrigðisráðuneytið ekki gengið til þessara samninga- viðræðna án aðkomu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Til við- bótar kemur fram í svarinu að mál einstakra hjúkrunarheimila verði ekki leyst án heildarsýnar um hvernig fara skuli með mál allra hjúkrunarheimila. Efni svarsins er í raun að enn vanti mikið upp á að viðsemjandi okkar, hvort sem hann er stjórnvöld eða Sjúkratrygg- ingar Íslands, hafi þekkingu og/eða umboð til þess að höggva á þennan hnút. Það er hins vegar ánægjuefni að stjórnvöldum sé ljóst mikilvægi þess að ólík rekstrarform hjúkr- unarheimila sitji við sama borð og að jafnræðis sé gætt í hvívetna, t.d. hvað varðar húsnæðisþáttinn. Á því hefur því miður verið mikill misbrestur í langan tíma og um það er stjórnvöldum vel kunnugt. Um þetta tiltekna atriði, viljum við ræða hið allra fyrsta. Ef það er stað- föst afstaða stjórnvalda að afgreiða húsnæðisþáttinn sem hluta af stærri heild samningaviðræðna um rekstrargrundvöll hjúkrunar- heimilanna förum við þess á leit að þær viðræður hefjist svo fljótt sem auðið er. „Gylfaskýrslan“ dregur upp skýra mynd af víðtækum rekstrarvanda hjúkrunarheimila og jafnframt þá mismunun sem er til staðar varðandi húsaleigu. Rétt er einn- ig að rifja það upp að SÍ og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu settu sérstakan vinnuhóp á laggirnar Opnað bréf – í von um svör Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. árið 2016 til þess að gera úttekt á eignarhaldi og rekstrarkostnaði húsnæðis hjúkrunarheimilanna. Sá vinnuhópur var lagður niður að frumkvæði SÍ og lauk því aldrei störfum en víðtæk gagnaöflun hans ásamt fyrrnefndri skýrslu hlýtur að vera nægur grunnur til þess að hefja viðræður um samræmt fyrir- komulag húsnæðisþáttarins til frambúðar. Til viðbótar er minnt á að fyrir liggur skýrsla dómkvaddra matsmanna á húsaleigukostnaði hjúkrunarheimila. Jafnframt er rétt að árétta að húsnæði okkar er uppbókað og nýtt út í hvern krók og kima allan sólarhringinn alla daga ársins. Sú notkun er væntanlega hátt í fimmföld á við nýtingu t.d. banka- eða skrifstofuhúsnæðis með tilheyrandi aukinni viðhaldsþörf. Í því ljósi getur stjórnvöldum varla þótt það eðlilegt að skera þátttöku í húsnæðiskostnaði sumra hjúkrun- arheimila við nögl en greiða öðrum, þar með talið sjálfu sér, húsaleigu að fullu. Þess vegna veldur það von- brigðum að í svari heilbrigðisráðu- neytisins komi fram að stjórnvöld séu enn ekki reiðubúin til viðræðna vegna meints skorts á heildarsýn og hyggist í staðinn setja málið „í nefnd“ eina ferðina enn. Við núver- andi aðstæður er það húsnæði sem við nýtum fyrir hjúkrunarrými í raun verðlaust. Á meðan eðlilegar leigutekjur eru ekki til staðar er húsnæðið ekki veðhæft fyrir lán- tökur, svigrúm fyrir nauðsynlegt viðhald er ekki til staðar né heldur tekjur til að mæta eðlilegum fjár- magnskostnaði. Kostnaðarsamar húsnæðisbreytingar á borð við þær að fjölga „einbýlum“ og ráðast í nýbyggingar til þess að halda hið minnsta framboði á hjúkrunarrými óbreyttu eru fyrir vikið einnig án aðgengis að fjármagni. Lausn þessa afmarkaða þáttar í rekstri hjúkrunarheimilanna myndi einfalda þær viðræður sem fram undan eru um almennar rekstrarforsendur, upphæð dag- gjalda miðað við mismunandi hjúkrunarþyngd, markmið í fag- legri mönnun, lágmarksmagn umönnunar, almennt öryggi og vellíðan heimilisfólks o.s.frv. Þess vegna teljum við æskilegt að sam- ræma húsnæðisþáttinn áður en við- ræður hefjast um það sem snertir öll hjúkrunarheimilin með svip- uðum hætti. Til vara gerum við þá kröfu að þær samningaviðræður, og þá með húsnæðisþætti okkar inni- földum, hefjist hið fyrsta. Rétt er að minna á að í lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 er skýr lögfest regla um húsnæðis- þátt hjúkrunarheimila og ann- arra sem veita heilbrigðisþjónustu sem greidd er úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Í 3. máls- grein, 43. greinar þessara laga segir m.a.: „Heilbrigðisstofnanir og aðrir veitendur heilbrigðisþjónustu skulu kostnaðargreina þjónustu sína samkvæmt alþjóðlega viður- kenndum aðferðum. Við kostn- aðargreiningu skal taka mið af öllum hagrænum kostnaði, þ.m.t. kostnaði vegna húsnæðis, f jár- magns og afskrifta.“ Þessar tölur eru allar fyrirliggjandi í bókum okkar og því engin fyrirstaða þess að unnt sé að ná sameiginlegum skilningi á húsnæðiskostnaðinum og semja um eðlilega þátttöku stjórnvalda í honum. Við rekum hjúkrunarheimili okkar í samræmi við þjónustu- samninga við SÍ. Í þeim eru gerðar ríkar kröfur til þjónustuþátta, aðbúnaðar, húsnæðis o.s.frv. Við viljum rækja þessar skyldur okkar af kostgæfni. Til þess þurfa tekjur líka að uppfylla eðlileg viðmið. Húsnæðisþátturinn er afar mikil- vægur í þeim efnum. Langvarandi skortur á viðhaldi getur haft veru- legar afleiðingar eins og við höfum séð mörg dæmi um á undanförnum árum. Þegar okkar elsta og við- kvæmasta fólk dvelst innan veggja okkar allan sólarhringinn eru hættumerkin augljós. Fimm ár eru nú liðin án þess að stjórnvöld hafi treyst sér til þess að gera við okkur samkomulag um húsnæðisþáttinn. Á þeim tíma hafa þau ekki einu sinni séð sér fært að ræða við okkur um vandann. Svar heilbrigðisráðuneytisins verður ekki skilið öðruvísi en að sú staða sé enn uppi enda þótt öllum hljóti að vera það ljóst að lengur verður þessu máli ekki drepið á dreif. Þess vegna skorum við á heilbrigðisráðu- neytið að hlutast til um að viðræður verði teknar upp hið allra fyrsta. Starfsemi Grundar- og Hrafnistu- heimilanna er grundvölluð á hug- sjónadrifinni fjármögnun velunn- ara í hartnær heila öld. Verkefnið snerist um að byggja húsnæði sem nýst gæti öldruðum á ævikvöldi sínu. Á meðan viðunandi samn- ingar takast ekki um leigutekjur eru þessi myndarlegu húsakynni hjúkrunarheimilanna í raun nán- ast verðlaus og liggja að auki undir skemmdum. Vonandi er að skiln- ings- og aðgerðarleysi stjórnvalda knýi okkur ekki til þess að breyta húsnæðinu í annan rekstur en þann sem við þekkjum best, gerum vel og mikil þörf er fyrir til þess að hafa af því eðlilegar tekjur til viðhalds, endurnýjunar og uppbyggingar. Við væntum svars við þessari ítrekuðu beiðni okkar um viðræð- ur á næstu dögum sé þess nokkur kostur. Með kveðju, Jóhann J. Ólafsson, stjórnarfor- maður Grundar Hálfdan Henrysson, stjórnarfor- maður Sjómannadagsráðs Afrit: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Sjúkratryggingar Íslands n „Ég kem með taktinn“ Ný Ferðag jöf gildir út september Sæktu þína gjöf á Ísland.is og komdu með í ferðalag um landið okkar í sumar! FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.