Fréttablaðið - 20.08.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.08.2021, Blaðsíða 18
Hugsaðu þér. Fiskur á fimm mínútum! Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Lax er með hollari fæðu- tegundum enda prótínríkur, stútfullur af hollum fitusýr- um og inniheldur lífsnauð- synleg næringarefni eins og B-vítamín, astaxanthin, kalíum og fleira. Þessi laxauppskrift er með þeim einfaldari og fljótlegri. Þá má jafnvel leyfa fiskinum að liggja í marineringunni í allt að tvo daga. Framtíðar-þú munt þakka for- tíðar-þér fyrir að hafa undirbúið þennan gómsæta rétt. Því þegar laxinn hefur fengið að liggja í marineringunni tekur ekki nema um fimm mínútur að elda hann undir grillinu í ofninum. Hugsaðu þér. Fiskur á fimm mínútum! Fyrir þau sem vilja það frekar má skipta laxinum út fyrir bleikju eða silung. Lax Uppskriftirnar eru í þrjá til fjóra maga. Innihaldsefni ½ dl hvítt miso (eða rautt) tæplega 1 dl hrísgrjónavín eða vatn og smá hrísgrjónaedik 1 msk. sojasósa 2 msk. olía ½ dl púðursykur eða sykur 4 bitar af laxi, um 150-200 g hver biti. Best að nota laxaflök og passa að beinhreinsa. Aðferð Byrjaðu á að hræra saman miso, Fimm mínútna lax og frískandi gúrkusalat Laxinn smell- passar líka með hrísgrjónum og eggjahræru. En gúrkusalatið er samt guð- dómlegt með. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Stóru íslensku agúrkurnar eru tilvaldar í þetta frískandi salat enda safaríkar og stökkar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY hrísgrjónavín, olíu og sykur. Smakkaðu til og vittu hvort það þurfi að stilla til sýru, salt eða sætu. Nuddaðu marineringunni á laxaflökin og settu í lokað ílát. Helltu restinni af marineringunni yfir og láttu standa í minnst 45 mínútur. Ef laxinn liggur í mar- ineringunni í lengri tíma þá þéttist hann og verður safaríkari. Eldun Þegar kemur að því að elda skal forhita ofninn á mesta hita, um 200-250°C á grill. Settu álpappírsfilmu á ofnskúffu eða eldfast mót úr málmi og leggðu fiskinn á plötuna. Helltu afganginum af marineringunni yfir. Eldaðu laxinn þar til hann er orðinn vel dökkur á yfirborðinu og heitur í miðjunni. Eldunartími ætti ekki að vera mikið lengri en fimm mínútur en það fer eftir því hvað ofninn er öflugur. Ef einhver svæði virka eins og þau muni brenna er hægt að fletta álfilmunni yfir til að vernda yfirborðið. Berið fram strax. Ekki er verra að strá söxuðum vorlauk yfir. Kramið gúrkusalat Þetta gúrkusalat smellpassar með laxinum og ýfir máltíðina upp með ferskum, asískum tónum. Innihaldsefni 2 stórar agúrkur 1 og ½ tsk. salt Dressing* Aðferð Skerðu endana af gúrkunum og settu í ziplock-poka og lokaðu. Taktu þunga pönnu eða tóma vín- flösku og kremdu gúrkuna þannig að hún opnist á hliðunum. Taktu gúrkurnar úr pokanum og skerðu í munnbita. Settu gúrkubitana í sigti, blandaðu saltinu við og láttu standa í um 15-30 mínútur. Ekki þarf að skola saltið af. *Dressing 1 tsk. kraminn hvítlaukur 4 tsk. dökkt balsamedik (eða hrís- grjónaedik og balsamedik látið hvítlaukinn liggja í leginum í 5-15 mínútur 1 msk. sojasósa 2 tsk. ristuð sesamolía 1 tsk. sykur ristuð sesamfræ eftir smekk Hrærðu innihaldsefnin saman í stóra skál. Bættu gúrkubitunum út í (ekki nota safann af gúrkunum) og veltið upp úr dressingunni ásamt ristuðum sesamfræjum. Ekki er verra að strá söxuðu kóríander yfir í lokin. ■ 6 kynningarblað 20. ágúst 2021 FÖSTUDAGURHEILSUR ÆKT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.