Fréttablaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 4
Okkur var bjargað úr bankakrísunni af eldfjalli og núna er okkur bjargað úr covid-krísunni af eldfjalli! Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI 6.399.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0 PLUG-IN HYBRIDÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU Fleiri ferðamenn sem koma til landsins um þessar mundir panta sér einkaferðir eða ferðir með fámennum hópum. thorgrimur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA „Auðvitað hafa sumir, kannski aðallega eldra fólk, varann á út af COVID,“ segir Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður hjá Fjallvegafélaginu. „En langf lestir sem ég hitti eru frekar með áhyggj­ ur af því að festast einhvers staðar út af reglugerðum, stjórnvalds­ ákvörðunum eða breytingum á landamærum og ná ekki f lugi. Allir eru rosalega glaðir með að mega ferðast og þurfa ekki vera með grímur þegar þeir koma hingað.“ „Bílaleigubílar eru uppseldir,“ bætir Teitur við. „Fólkið sem er að koma er mest ágætlega stæðir og bólusettir Bandaríkjamenn, hlutfallslega f lestir frá „bláu“ ríkj­ unum þar sem bólusetningar eru lengst komnar. Þetta eru mikið fjölskyldur og hjón sem eru annars vegar að kaupa einkaferðir og hins vegar að leigja bíl og ferðast sjálf. Smárúturnar eru komnar á götuna og ein og ein stórrúta en mest eru þetta litlar ferðir, f jölskyldur í einkaferðum.“ Hátt hlutfall Bandaríkjamanna meðal ferðamannanna kemur heim og saman við nýbirta saman­ tekt Rannsóknarseturs verslun­ arinnar, þar sem kom fram að Bandaríkjamenn hefðu staðið að baki tæplega 60 prósentum allrar kortaveltu á landinu í júní. Aðrir bera svipaðar sögur af því að margir ferðamenn forðist nú að ferðast í stórum hópum og hneigist fremur til einkaferða. „Við tókum eftir því að það er eins og erlendir gestir fari síður inn í gestastofuna og séu að forðast aðra,“ segir Hrafn­ hildur Ævarsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Vatnajökuls­ þjóðgarði. „Það er líka talsvert meira um að fólk sé að ferðast á húsbílum frekar en að tjalda.“ „Fólk er kannski meira að biðja um einkaferðir og er meira hikandi við að vera með öðru fólki sem er ekki bólusett,“ segir Dagný Björg Stefánsdóttir, sem rekur ferðaþjón­ ustufyrirtækið Hidden Iceland. „Við erum líka að bjóða áætlana­ ferðir með litla hópa en fólk er samt hikandi við að vera með fólki í bíl í heilan dag. Ég held að það sé meira bara að fólki finnst óþægi­ legt að vera í blönduðum hópi af sóttvarnarástæðum.“ Viðmælendur eru sammála um að þótt ferðaþjónustan sé ekki komin í þann blóma sem hún var í áður en faraldurinn byrjaði hafi bati hennar verið óvenju skjótur hingað til. Teitur bendir á að ferða­ menn séu að bóka ferðir með óvenju stuttum fyrirvara og að það hafi ollið því að viðsnúningurinn í iðnaðinum hafi komið mörgum í opna skjöldu. Bendir hann á að Íslendingar hafi verið með fyrstu Evrópuþjóðunum sem opnuðu fyrir ferðir frá Bandaríkjunum og að eldgosið í Geldingadölum hafi vakið athygli. „Það vilja kannski ekkert allir fara að eldgosinu en Ísland komst svolítið á kortið út af því. Okkur var bjargað úr banka­ krísunni af eldfjalli og núna er okkur bjargað úr COVID­krísunni af eldfjalli!“ n Óvenju skjótur bati í ferðaþjónustu Ferðamenn á Íslandi um þessar mundir eru aðallega Bandaríkjamenn, sem voru jafnframt í miklum meirihluta í erlendri kortaveltu í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Í dag á milli klukkan 10­14 verður opið hús í Laugar­ dalshöllinni þar sem öllum er velkomið að koma og þiggja bólu­ setningu með bóluefni frá Pfizer. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis­ ins, segist telja að í það minnsta nokkur hundruð manns þiggi boðið. „Við búumst ekki við því að það verði mikil örtröð, f lestir þeir sem ætla sér að fá bólusetningu hafa þegar fengið hana,“ segir Ragnheið­ ur en í gær voru tæplega 240 þúsund einstaklingar hér á landi orðnir full­ bólusettir, það er 81,2 prósent allra fullorðinna. Í vikunni fá um sjö þúsund Opið hús í bólusetningu með Pfizer í Laugardalshöll í dag Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir arib@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Atvik sem kom upp í fangaklefa á Selfossi um helgina hefur verið tilkynnt til Nefndar um eftirlit með lögreglu og óskað eftir því að ríkissaksóknari fari með rannsókn málsins. Maður var hand­ tekinn vegna ölvunar og óspekta á Kótilettunni aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt lögreglunni á Suður­ landi kastaði hann upp í fangaklefa og fór í öndunarstopp. Var hann endurlífgaður af lögreglumanni og hjúkrunarfræðingi sem var staddur í húsinu. Maðurinn hefur nú verið útskrifaður af Landspítala. n Atvik í fangaklefa til nefndar kristinnpall@frettabladid.is KJARAMÁL Laun launafólks í fullu starfi voru að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands. Heilt yfir var tíundi hver launa­ maður með regluleg laun undir 400 þúsund krónum og tíundi hver aðili með yfir milljón krónur á mánuði. Hæstu meðallaunin eru í fjármála­ og vátryggingastarfsemi. n Einn af tíu með yfir milljón í laun Áhrif faraldursins á veitingarekstur voru mjög mikil. Fréttablaðið/Ernir manns seinni bólusetningu með bóluefni frá Pfizer og um tvö þús­ und manns fá seinni skammt af Moderna. Þá fá tvö þúsund seinni sprautuna af Astra Zeneca. Líðandi vika er síðasta vika bólu­ setninga fyrir sumarfrí en bólu­ setningar hefjast að nýju eftir fimm vikur. Þau sem fá fyrri skammt af Pfizer í dag fá þann seinni að fimm vikum liðnum en vani er að þrjár vikur líði á milli skammta af bóluefni Pfizer. Ragnheiður segir lengri tíma á milli skammta ekki hafa áhrif á virkni efnisins. Ragnheiður hefur staðið vaktina í Laugardalshöll frá því að fjölda­ bólusetningar hófust hér á landi. Hún segist spennt að fara i sumarfrí. „Ætli ég fari ekki bara norður í sveit­ ina og hafi það rólegt og gott.“ n 4 Fréttir 13. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.