Fréttablaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 24
Við erum eins og á stultum, getum ekki hallað okkur upp að neinum. Dúplum dúó heldur tónleika 15. júlí í Norræna húsinu. Í Dúplum dúó eru Björk Níels- dóttir söngkona og Þóra Mar- grét Sveinsdóttir víóluleikari. kolbrunb@frettabladid.is Tónleikarnir í Norræna húsinu á fimmtudagskvöldið hefjast klukkan 21:00 og þar verða frumflutt þrjú verk. Eittt þeirra er nýr ljóðaflokkur eftir tónskáldið Fjólu Evans en text- inn er úr bókinni Íslenzk ferðaflóra eftir Áskel Löve. Verkið er innblásið af söngljóðum Schuberts og ást hans til náttúrunnar. „Fjóla er íslensk en hefur lengi búið í Kanada. Hún samdi verkið fyrir okkur, valdi texta úr ferða- f lórunni og togar hann og teygir, þannig að maður getur vel ímyndað sér að þetta séu lýsingar á fólki en ekki jurtum,“ segir Þóra. Verk við ljóð Ingunnar Annað verk sem frumflutt verður á tónleikunum er eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, en það byggir á nokkrum ljóðum úr ljóðabók Ingunnar Snædal, Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást. „Hróðmar kom á tónleika hjá okkur í Gent og þá töluðum við um að vinna saman. Hann var búinn að lesa ljóðabók Ingunnar í bak og fyrir og langaði að semja verk við ljóðin. Þessi ljóð eru mjög skemmtileg og hitta mann í hjartastað. Það er ótrú- lega skemmtilegt að syngja þau, þau eru líka svo fyndin,“ segir Björk. „Fjóla er af okkar kynslóð og Hróðmar aðeins eldri. Það er gaman að sjá hvernig þau unnu með þessa efniviði með okkur tvær í huga,“ segir Þóra. COVID-stemning Þriðja verkið sem frumflutt verður á tónleikunum í Norræna húsinu er Flowers of Evil eftir hollenska tónskáldið Aart Strootman, samið við ljóð Baudelaires. Í fyrrasumar fengu Björk og Þóra styrk frá Amst- erdamborg og gerðu tónlistarmynd- band við verkið sem tekið var upp í tómum tónleikasölum og söfnum í Amsterdam. Verkið var frumflutt í júní 2020 á netinu og smáskífa með flutningi Bjarkar og Þóru á verkinu kom út fyrir síðustu jól. Verkið hefur ekki verið f lutt fyrir áheyrendur í sal fyrr en nú í Norræna húsinu. „Strootman samdi verk ið í miðjum COVID faraldri í fyrra og það var unnið í samvinnu. Hann sendi okkar litlar skissur sem við tókum upp og sendum til baka til hans og hann endurvann upptök- urnar og fékk þannig innblástur að nýjum hugmyndum. Þannig þró- aðist verkið á tveimur mánuðum. Þetta er korterslangt verk og lýsir vel stemningunni sem var í gangi á þessum tíma; vonleysi og óþæg- indum. Um leið er verkið óskaplega fallegt,“ segir Þóra. Dúplum dúó notast einungis við söngrödd og víólu í flutningi sínum. „Þessi samsetning er óvenjuleg og krefjandi fyrir okkur báðar,“ segir Þóra. „Björk bætir við: „Við erum eins og á stultum, getum ekki hallað okkur upp að neinum, heldur verð- um að halda jafnvægi saman allan tímann.“ n Frumflutningur á þremur verkum í Norræna húsinu Björk og Þóra halda áhugaverða tónleika í Norræna húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kolbrunb@frettabladid.is Konan mín er yfirskrift sýningar á verkum Sveins Björnssonar í Sveinshúsi í Krýsuvík. Sýningin er opin á sunnudögum í júlí, ágúst og september, frá klukkan 13.00 til 17.30. Sýningarstjóri er Erlendur Sveinsson. Þetta er tíunda sýningin sem Sveinssafn efnir til í Sveinshúsi og sýningarveggirnir eru þaktir myndum frá gólfi til lofts. Á sýn- ingunni eru 70 myndir og 115 smá- myndir. Sýningin er þrískipt: Konan mín og almættið – Konan mín á lög- regluvakt – Konan mín umhverfis mig. Sýningin felur í sér að list Sveins eigi djúpar rætur í persónu- legu líf hans þar sem eiginkonan. Sólveig Erlendsdóttir, er mið- punktur og hann upphefur hana sem listagyðju. Bræðurnir Erlendur, Sveinn Magnús og Þórður Heimir Sveins- synir stofnuðu Sveinssafn utan um arfleifð föður þeirra árið 1998. Þeir segjast vænta þess að sýningin laði til sín ferðamenn sem koma á Krýsuvíkursvæðið til að njóta nátt- úrunnar. Janframt vona þeir að sýningin höfði til þeirra sem áður hafa lítið eða ekk- ert vitað um listamanninn. Nú er semsagt upplagt tæki- færi til að sameina listupplifun og upplifun af náttúru Krýsuvíkur og leggja leið sína í Sveinshús. n Listupplifun í náttúru Krýsuvíkur Hvít nótt, olíumálverk á striga er eitt af fjölmörgum verkum sem sjá má í Sveinshúsi. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Myndlistarverkefnið Staðir fer fram í fjórða sinn á sunnanverðum Vestfjörðum í sumar með nýjum verkum eftir f jóra myndlistar- menn. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni ár eru Anna Júlía Frið- björnsdóttir, Auður Lóa Guðna- dóttir, Eygló Harðardóttir og Stark- aður Sigurðarson sem sýna ný verk víðsvegar um Arnarfjörðinn. Staðir 2021 er í höndum sýningar- stjórana Becky Forsythe, Evu Ísleifs og Þorgerðar Ólafsdóttur. Sýning- arnar munu standa til loka ágústs. Verkefnið miðar að því að skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, ýmist varanlegum eða tímabundnum, í návígi við náttúruna eða sögulega og einstaka staði. n Staðir á Vestfjörðum Myndlistin nýtur sín á sunnanverðum Vestfjörðum. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Föstudagskvöldið 16. júlí kl. 20.00 verða í Skálholtsdómkirkjutón- leikar þeirra Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgel- leikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Heyr himna smiður sem vísar til þess fallega helgidóms sem Skál- holtsdómkirkja er og einnig til Þor- kels Sigurbjörnssonar tónskálds, en sálmurinn var frumfluttur í Skál- holti fyrir 50 árum. Dagskrá tónleikanna verður ferðalag í tónum, 400 ára ferða- lag frá Heinrich Iganz Franz von Biber (1644) til Jónasar Þóris (1956), en f luttur verður nýr sálmur eftir Jónas, Þung er mín sorg og þraut. Á meðal annarra tónskálda eru J.S. Bach, Þorkell Sigurbjörnsson, Duke Ellington, Ennio Morricone, John Williams og Vangelis, auk tón- listar sem sótt er í þjóðlega geymd. n Hjörleifur og Jónas Þórir í Skálholtsdómkirkju Hjörleifur Valsson spilar á tónleikum. Verkefnið miðar að því að skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningaverkefna Útgáfu-, rannsóknastyrkir og aðrir styrkir M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr. Umsóknafrestur er til kl. 16:00 þann 23. ágúst 2021 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­ reglur og leiðbeiningar má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í september­ mánuði. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum árið 2021. Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð 16 Menning 13. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 13. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.