Hugi : fréttabréf B.S.R.B - 09.01.1976, Qupperneq 2
2
Hvað er að gerast í
verkíallsréttarmálinu?
KJARADÓMI FRESTAÐ MEÐ LÖGUM.
Eflaust hafa einhverjir orðið undrandi,
þegar lögum um kjarasamninga var breytt á
síðustu þingdögum fyrir jól með samkomulagi
BSRB og fjármálaráðherra -þar sem tíma þeim,
sem Kjaradómi var ætlaður til dómsuppkvaðn-
ingar var frestað um einn mánuð -til janúar-
loka í stað áramóta.
Þýðir þetta, að BSRB sór farið að sætta sig
við Kjaradóm ? Hver er ástæðan ?
Svar við þessu felst í einróma samþykkt
stjórnar BSRB, samninganefndar bandalagsins
og verkfallsnefndar frá 17. des. 1975, en
hún er svohljóðandi (undirstrikun er frá
blaðinu).
"Stjórn BSRB hefur í dag móttekið frum-
varp til laga um breyting á lögum 46/1973
um kjarasamninga opinberra starfsmanna,
sem gerir ráð fyrir að breytt verði frest-
um, eins og nánar er tilgreint í frum-
varpinu.
Þar sem efni frumvarpsins, ef að lögum
verður, mun gefa samningsaðilum meiri
tíma til að leitast við að na samkomulagi
um deilumalin, lysir stjorn BSRB stuðn-
ingi sínum við efni frumvarpsins, en
ítrekar jafnframt fyrri afstöðu sxna til
gerðardoma."
REYNT AÐ NÁ SAMKOMULAGI UM SAMNINGSRÚTT OG
KJARAMáL.
í samræmi við fyrrgreinda samþykkt verður
janúarmánuður væntanlega notaður til samn-
ingaviðræðna milli BSRB og fjármálaráðherra,
sem hefur^lýst því yfir, að hann muni sjálf-
ur taka þátt í afgreiðslu málsins.
Fyrsti viðræðufundur var haldinn 7/1 '76,
en ekki er unnt að meta ennþá, hvort horfur
eru á samkomulagi.
BSRB hefur eins og fyrr segir lýst því yfir,
að afnema beri gerðardóm sem lokastig í
kjaradeilum, en vill reyna að ná samkomu-
lagi og í áramótagrein hefur dómsmálaráð-
herra látið í ljós vilja til að leita sam-
komulags í málinu, og sama sinnis munu
fleiri ráðherrar vera.
"AÐGERÐIR", EF EKKI SEMST.
Takist ekki að semja um ný kjarasamninga-
lög, þá eru horfur á, að til stórtíðinda
dragi hjá opinberum starfsmönnum.
Eins og allir muna, lýstu 85% því yfir í
skoðanakönnun, að þeir teldu að grípa bæri
til aðgerða, ef samningar takast ekki.
Það yrði hlutskipti hins fjölmenna 1000
manna trúnaðarmannahóps að kanna baráttu-
viljann og hugsanlegar aðferðir og þá senni-
lega með tilstyrk allsherjaratkvæðagreiðslu.
Til þess kæmi þó ekki fyrr en^í lok janúar,
ef þá kynni að reynast fokið í flest skjól.
Viðræður eru
hufnur
Undirnefndir tilnefndar
Á undirbúningsfundi í fyrradag með
fjármálaráðherra og embættismönnum
kom fram sú hugmynd að ræða samtímis
af hálfu beggja aðila verkfallsréttar-
kröfuna og einstök atriði í kjaramálum.
Samninganefnd BSRB kom saman í gær til
að ræða verkaskiptingu í fimm undir-
nefndir, sem mundu fjalla um - samnings-
rótt - launastiga - vinnutxma o.fl. -
vaktavinnumál - kennaramálefni.
Undirnefndirnar hefja væntanlega störf
í dag - föstudag 9. jan.