BSRB fréttir - 01.03.1986, Page 1

BSRB fréttir - 01.03.1986, Page 1
1. TBL. MARS 1986 ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA MIÐUÐ VIÐ VINNUSTAÐI Fyrirkomulag allsherjaratkvæðagreiðslu ríkisstarfsmanna verður hið sama og síðast er kosið var. Hver félagsmaður fær kjörgögn sem merkt eru honum persónulega. Hann setur atkvæðaseðilinn í lokað umslag, en það er síðan sent yfir- kjörstjórn í öðru umslagi þar sem nafn sendanda kemur fram. A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU sjá aðildarfélög BSRB um framkvæmd kosningarinnar og fer kosningin fram FIMMTUDAGINN 13. og FÖSTUDAGINN 14. MARZ n.k. UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS fá félagsmennirnir í BSRB send kjörgögn í pósti á VINNUSTAÐINN. Félagsmenn eru hvattir til að KJÖSA STRAX og þeim berast kjörgögn og koma þeim sem fyrst í póst. ATKVÆÐI SEM PÖSTLÖGÐ VERÐA EFTIR FÖSTll - DAGINN 14. M4RZ TELJAST ÖGILD. Hafi félagsmenn ekki fengið send kjör- gögn firrmtudaginn 13. marz þá geta þeir fengið kjörgögn á næstu póst- stöð. UTANKJÖRSTAÐAATKVÆÐAGREIÐSLA fer fram á skrifstofu BSRB frá og með mánudegi 10. marz til og með föstudegi 14. marz á venjulegu skrifstofutíma. ÚTGEFANDI: BSRB - UMSJÓN: HELGI MÁR ARTHURSSON

x

BSRB fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB fréttir
https://timarit.is/publication/1584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.