Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 2
Segðu mér frá þessu sjóbaðnámskeiði? Við byrjuðum svolítið óvart með þessi sjóbaðnámskeið. Við Margrét Leifsdóttir erum heilsumarkþjálfar og byrj- uðum með föstunámskeið í fyrra. En af því við erum báðar að stunda sjóböð settum við nokkra sjódaga inn í föstunámskeiðið. En svo voru allir svo æstir í sjóbaðið að það endaði með að við settum á fót sérstakt sjóbaðsnámskeið í hverjum mánuði. Námskeiðið heitir Glaðari þú, af hverju? Þetta er leikjanámskeið og við vilj- um leika og hafa gaman. Við erum að fara út að leika á meðan við stígum út fyrir þæg- indarammann. Sjóbað gerir mann glaðari, vísindin segja okkur það. Er þetta fyrir byrjendur? Já, við sníðum námskeiðið í kringum þá sem eru að taka fyrstu skrefin í sjóböðum. Við leggjum líka mikla áherslu á að fólk virði sín mörk. Það er gildi í því að hlusta á sig og líkamann því dagsformið er svo mismunandi. Stundum erum við lítil í okkur og þá gerum við minna, en við mæt- um alltaf. Hvað er gert í fyrstu tímunum? Fyrstu vik- una erum við að vaða og prófa það áreiti sem er að fara úti í kuldann og standa í sjónum upp að mitti. Síðar stígum við skrefinu lengra og vöðum út í og syndum í land en við förum rólega. Er sjóbaðæði á Íslandi? Já, mér finnst vera algjör sjóbaðsprengja! Það er gífurleg ásókn í þetta. Hvað er svona gott við sjóbað? Það er gott fyrir bólgur og verki ásamt því að efla ónæmiskerfið, en fyrst og fremst er þetta andlega upplífgandi og maður verður sannarlega glaðari. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐRÚN TINNA THORLACIUS SITUR FYRIR SVÖRUM Sjóbaðsprengja! Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 & "!(%'$# "$&'%#! "-+ ! !" &,'*)%(!$# Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum G osið í Geldingadölum heldur áfram að gefa! Þetta gos hefur heldur bet- ur lífgað upp á tilveru okkar hér á hjara veraldar þar sem við erum enn stödd í heimsfaraldri. Fréttir skiptast í tvennt; veiran og svo gos- ið. Áfram er rifist yfir ágæti bóluefna, réttmæti sóttvarna og pólitík sem bless- aðri veirunni fylgir, en enginn rífst yfir gosinu. Það bara gleður! Líklega hafa tíu prósent þjóðar nú þegar barið það augum og þvílík sjón sem það er. Upplifunin er engri lík, það get ég vottað. Að standa fyrir framan svartan eldspúandi gíg og horfa á glóandi hraun renna undir kolsvörtu glænýju hrauni er nokkuð sem þú vilt ekki missa af. Hitinn er kæfandi og brak og brestir og hvinur frá gini fjallsins fyllir loftið. Þrátt fyrir mannfjölda er líkt og maður sé einn í heiminum frammi fyr- ir slíku náttúruundri. Mig dreymir gosið á nóttinni og ég fylgist með því á daginn. En þótt fréttamiðlar séu uppfullir af fréttum af gosi og veiru er ein lítil frétt líka merkileg, á öðrum skala þó. Cocoa Puffs er horfið af íslenskum markaði! Allra hörðustu aðdáendur þessa syk- ursæta morgunkorns fylltu körfur sínar áður en allt kláraðist. Ástæðan ku vera að uppskriftin breyttist og uppfyllti ekki kröfur sem Evrópa setur á slíka vöru. Ekki veit ég hvað fór svona fyrir brjóstið á matvælaeftirlitum Evrópu; það fylgdi ekki sögunni. Uppskriftinni hefur áður verið breytt, til hins verra. Það veit ég sem ólst upp í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og át margar margar skálar. Eftir heimkomuna til Íslands árið 1977 héldum við systur áfram að gúffa í okkur þessum sykurhúðuðu súkkulaðikúlum. En í kringum 1979 kom skellurinn. Cocoa Puffs var ekki lengur hrímhvítt af sykri, heldur brúnt og „sköllótt“. Bragðið var heldur dauflegt og áferðin önnur. Þrjár systur í Garðabænum voru afar svekktar. Sú elsta tók það til bragðs að skrifa út og kvarta. Hvað eru þið búin að gera við Cocoa Puffsið okkar? Af hverju er það sköllótt? Svar barst loks í pósti. Ekki könnuðust þeir við að hafa breytt neinu en við vissum betur. Enda aldar upp á Cocoa Puffsi. „Væruð þið til í að senda okkur sýni?“ stóð í lok bréfs. Cocoa Puffs-kúlum var troðið í eldspýtustokk og þær sendar til Bandaríkj- anna. Enn leið nokkur tími. Þá var dyrabjöllunni hringt. Maður frá Cocoa Puffs-umboðinu á Íslandi stóð á tröppunum. Með stóran kassa fullan af Cocoa Puffs-pökkum í fanginu. Því miður hafði sýnið skemmst á leiðinni, sagði hann. En til að bæta ykkur þetta upp fáið þið hér kassa af Cocoa Puffsi. Það var auðvitað sama sköllótta Cocoa Puffsið. Svekkelsi! Gosið og stóra Cocoa Puffs-málið Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Þá var dyrabjöll- unni hringt. Maður frá Cocoa Puffs-umboð- inu á Íslandi stóð á tröppunum. Með stóran kassa fullan af Cocoa Puffs-pökkum í fanginu. Harpa Einarsdóttir Nei. Ekki enn. SPURNING DAGSINS Er komið plan fyrir sumarfríið? Elvis Aron Christensen Sigurðsson Já, ég ætla í útilegu. Ingibjörg Helga Konráðsdóttir Já, ég ætla á Jökulfirði. Aðalsteinn Pétursson Nei. Ekki farinn að hugsa svo langt. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Glaðari þú eru leikjanámskeið sem heilsumarkþjálfarnir Guðrún Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir standa fyrir. Upplýsingar má finna á Fa- cebook undir Margrét Leifs heilsumarkþjálfun og Til marks markþjálfun. Guðrún Tinna og Margrét sjá um leikjanámskeið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.