Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021
Eldgosið á Reykjanesskaga tók nýja
stefnu um páskahelgina, þegar tvær
nýjar sprungur opnuðust á gosstöðv-
unum á Fagradalsfjalli, svo hraun-
elfur streymdi niður í Meradali austan
við Grindavík.
Héraðsdómur kvað upp dóm á öðr-
um degi páska þess efnis að skyldu-
dvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt.
Reglugerð Svandísar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra þar að lútandi
ætti sér ekki lagastoð. Sú frelsissvipt-
ing væri bæði ólögmæt og stangaðist
á við stjórnarskrá.
Heilbrigðisráðherra átti í framhaldinu
fund með velferðarnefnd Alþingis,
þar sem meðal annars var ræddur
möguleikinn á að leggja fram nýtt
lagafrumvarp, sem heimila myndi
skyldudvölina, þó á því væru marg-
vísleg tormerki. Meðal þingmanna
voru afar skiptar skoðanir á því og
ekki allar eftir flokkslínum.
Sjö greindust með kórónuveiruna um
páskahelgina, þar af þrír utan
sóttkvíar. Sóttvarnayfirvöld sögðu
ekki tímabært að slaka á reglum.
Páll Magnússon, þingmaður og odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi, greindi frá því að hann ætlaði
ekki að leita endurkjörs í alþingis-
kosningunum í haust. Sjálfstæðis-
menn efna til prófkjörs í lok maí, en
þegar hafa þau Guðrún Hafsteins-
dóttir iðnrekandi og Vilhjálmur
Árnason þingmaður sagst sækjast
eftir efsta sætinu.
Þrítugur karlmaður, Daníel Eiríksson,
lést á Landspítalanum á laugardag
fyrir páska vegna áverka sem hann
hlaut þegar ráðist var á hann fyrir ut-
an heimili hans í Kópavogi á föstudag-
inn langa. Lögregla rannsakar málið
sem manndrápsmál, en einn maður
var hnepptur í gæsluvarðhald vegna
þess.
. . .
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra vildi ekki svara því hvort
gripið yrði til setningar bráðabirgða-
laga til þess að skjóta stoðum undir
hina ólögmætu reglugerð um skyldu-
dvöl í sóttkvíarhóteli, heldur sagðist
vilja bíða úrskurðar Landsréttar, en
sóttvarnalæknir skaut málunum þang-
að að viðhöfðu samráði við Svandísi.
Þórólfur Guðnason lýsti vonbrigð-
um sínum með dóm héraðsdóms um
ólögmæti reglugerðarákvæðisins og
sagði sóttvarnir mögulega komast í
uppnám fyrir vikið. Rétturinn hefði
betur farið að sínum vilja.
Morgunblaðið óskaði eftir að fá gögn
heilbrigðisráðuneytisins, sem lágu til
grundvallar setningu hinnar ólög-
mætu reglugerðar.
Tveir farvegir hrauns mynduðust úr
gígnum ofan við Meradali á þriðju-
dag, en ekki varð vart við fleiri gos-
sprungur en þær tvær, sem opnuðust
á mánudag. Tvöfalt meiri kvika vellur
nú upp en áður og mögulegt talið að
hún kunni að leita upp á yfirborðið
víðar.
Greint var frá því í Tíund, málgagni
tollheimtumanna hins opinbera, að
meðal einstaklinga væri nú lægsta
skuldahlutfall sem þekkst hefði í 28
ár. Skuldir hafa vissulega haldið
áfram að hækka, en engan veginn
haldið í við hækkun tekna og
fasteignamats, svo eignastaðan hefur
snarbatnað og skuldahlutfallið því
lækkað. Sem fyrr þykist þó enginn
fullsæll af auðlegð sinni.
Svifryk í Reykjavík fór yfir heilsu-
verndarmörk eina ferðina enn. Leitin
að borgarstjóra stendur enn yfir, en
mögulega er hann að leita að kústi.
Göturnar hafa alltjent ekki verið
hreinsaðar í háa herrans tíð.
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son kom íslenskum hægrimönnum í
uppnám þegar hann upplýsti að hann
væri sameignarsinni. Þeim létti mikið
þegar hann skýrði mál sitt og sagði
það aðeins eiga við um sameign eins
og þjóðararfinn.
. . .
Landsréttur vísaði frá kæru Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis á úr-
skurði héraðsdóms um ólögmæti
skyldudvalar í sóttkvíarhóteli, svo
hann stóð áfram. Hin ráðþæga
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði Sóttólf með enn eitt
minnisblaðið í smíðum, svo að ný og
vonandi löglegri reglugerð ætti að líta
dagsins ljós á næstu dögum.
Heilbrigðisráðuneytið synjaði
Morgunblaðinu um að fá gögnin úr
ráðuneytinu og bar við að hún hefði
eftir á lagt þau fram í ríkisstjórn, svo
þau hefðu öðlast undanþágu sam-
kvæmt upplýsingalögum. Blaðið
kærði ákvörðunina til úrskurðar-
nefndar upplýsingamála.
Tvö erlend skipafélög greindu frá
hringferðum með skemmtiferða-
skipum umhverfis Ísland í sumar.
Erlendir farþegar koma til landsins
með flugi og stíga á skipsfjöl að lok-
inni sýnatöku, en miðað er við að þeir
hafi allir verið bólusettir eða með
mótefni.
Þriðja gossprungan opnaðist í
Fagradalsfjalli. Jarðeðlisfræðingar
segja gosið verða sífellt flóknara og
erfitt að spá nokkru um framhaldið.
Davíð Þorláksson, framkvæmda-
stjóri Betri samgangna ohf. sem ann-
ast uppbyggingu Borgarlínunnar,
gerir lítið úr gagnrýni á kostnaðinn
við hana. Ríflegar fjárfestingar geri
mistök ólíklegri.
. . .
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra lagði hluta gagna stjórnar-
ráðsins vegna ólögmætrar reglu-
gerðar fyrir velferðarnefnd án
trúnaðar, en fór þó fram á að gögnin
færu ekki úr nefndinni, þar á meðal
væru samskipti embættismanna sem
æskilegt væri að ekki yrðu opinber.
Þeir, sem fengu gögnin í hendur,
sögðu að ekki væri að sjá að neinn í
ráðuneytinu hefði leitt hugann sér-
staklega að lagastoðum og lögmæti
hennar eða að meðalhófs væri gætt.
Eignir íslenska lífeyriskerfisins hafa
vaxið ört undanfarin ár, þar af um
fimmtung, eina billjón króna, aðeins
síðustu 18 mánuði.
. . .
Heilbrigðisráðherra setti nýja reglu-
gerð í flýti, af því að það hefur gefist
svo vel. Verður nú boðið upp á kostn-
aðarlausa dvöl í farsóttarhúsi fyrir þá
sem ekki uppfylla kröfur um heima-
sóttkví.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sneri við ákvörðun sinni um
að afhenda Morgunblaðinu ekki gögn
ráðuneytisins um reglugerðarsmíð-
ina og sendi þau því til allra fjölmiðla.
Blaðið hyggst eftir sem áður óska úr-
skurðar um hvort ráðherranum hafi
verið heimilt að hafna óskinni með
því að fara með skjalabunkann ná-
lægt fundarherbergi ríkisstjórnar-
innar.
Lilja Alfreðsdóttir telur að Íslend-
ingum leiðist ekki nóg og hefur því
lagt fram frumvarp á Alþingi um að
evrópskt efni á fjölmiðlaveitum
verði aldrei minna en 30%.
Bólusetningar hafa gengið örar að
undanförnu og er verið að ljúka bólu-
setningu á fólki sjötugu eða eldra.
Farfuglar hafa verið að koma til
landsins, en þrátt fyrir mildan vetur
hefur vorið verið rysjóttara. Eru
fuglarnir því oft aðframkomnir eftir
erfitt flug. Sleppa þeir þó við skimun.
Greint var frá því að prentútgáfa DV
væri farin í útgáfuhlé. Ósennilegt er
að það komi út á pappír aftur. Hvíl í
friði.
Sprungur
koma í ljós
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís
Svavarsdóttir höfðu í nógu að snúast í vikunni.
Hins vegar áttu lögfræðingar heilbrigðisráðu-
neytisins og landlæknis greinilega náðugri daga.
Morgunblaðið/Eggert
4.4.-9.4.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Opinn streymisfundur verður haldinn
miðvikudaginn 14. apríl kl. 17:00 – 18:30.
Á fundinum verða kynnt áform um fyrstu
lotu Borgarlínu innan Reykjavíkur, frá
Ártúnshöfða að Fossvogsbrú og fyrir-
hugaðar breytingar á aðalskipulagi.
Frummælendur á fundinum verða:
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
formaður skipulags- og
samgönguráðs
Hrafnkell Proppé
forstöðumaður Borgarlínuverkefnis
Stefán Gunnar Thors
ráðgjafi frá VSÓ-ráðgjöf
Dagskrá fundarins verður kynnt nánar
á vef borgarinnar. Fundinum verður
treymt á síðunni reykjavik.is/
borgarlina og facebooksíðu
Reykjavíkurborgar.
Borgarlína
Kynning á frumdrögum og
vinnslutillögu að breytingum
á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg samþykkti nýverið að
kynna drög að breytingu á aðalskipulagi
vegna Borgarlínu í samræmi við 2. mgr.
30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni er m.a. fjallað um legu
Borgarlínu, hugmyndir að staðsetningu
lykil biðstöðva, hönnunarviðmið fyrir
göturými og forgang almenningssam-
gangna og virkra ferðamáta.
Drög að aðalskipulagsbreytingu, ásamt
umhverfisskýrslu, eru aðgengileg á
adalskipulag.is og jafnframt á samráðs-
gáttinni, island.is. Í FrumdrögumBorgar-
línu er hægt að finna ítarlegri upplýsingar,
m.a. um forsögu ákvarðana, framkvæmda-
kostnað, hönnunarforsendur, legu, valkosti,
umferðarspá og umhverfisáhrif. Frumdrögin
eru aðgengileg á vef Borgarlínunnar.
www.borgarlinan.is
Ábendingar og athugasemdir við drögin skal
senda á netfangið skipulag@reykjavik.is
eða á samráðsgáttina.