Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 14
aðist yngsta barnið,
Bjarna Gunnar.
Þetta hafði verið
mjög skrítin með-
ganga og fæðing,
ólíkt því sem var með
hin börnin. Ég var al-
veg vonlaus að koma
mér á fætur eftir
fæðinguna. Ég var
alveg orkulaus, með
mikla verki,“ segir Sirrý.
„Ég harkaði af mér en það varð mér til lífs
að ég hitti ljósmóður mína í ræktinni,“ segir
Sirrý og segir hana hafa þekkt hana ágætlega,
enda hafði hún tekið á móti öllum hennar börn-
um.
„Hún greip utan um axlirnar á mér og sagði
strax: „Hvað er að sjá þig? Þú ert eitthvað
veik!“ Ég svaraði, já, mér líður ekki vel,“ segir
Sirrý og segir að ljósmóðirin hafi útvegað
henni tíma hjá kvensjúkdómalækni strax
næsta dag.
„Ég var rétt komin í stólinn hjá lækninum
þegar hún sagði mér að koma aftur daginn eft-
ir í sýnatöku. Hún skoðaði mig ekki einu sinni;
hún sá þetta strax. Hún sagði að sig grunaði að
ég fengi verri fréttir en góðar.“
Daginn eftir var Sirrý svæfð og sýni tekin.
Sirrý man næst eftir sér á vöknun þar sem fólk
talaði í lágum hljóðum og læknir bað aðra við-
stadda að færa sig fram á biðstofu.
„Við hjónin fundum á okkur að við ættum
ekki góðar fréttir í vændum. Læknirinn settist
á rúmgaflinn og sagði mér að staðan væri ekki
góð; ég væri með stórt æxli sem ekki væri
hægt að skera.“
Ákveðið var að láta reyna á lyfjameðferð og
geisla.
„Ég tók fulla skammta af geislum og fullan
skammt af lyfjum. Þetta gekk mjög vel en ég
var mjög veik og átti heima fjögur börn, þar af
eitt ungbarn. Það var mitt haldreipi; að kom-
ast heim til að sjá hann þroskast og byrja að
babla. Það var mitt markmið í lífinu.“
Fékk eitt til þrjú ár
Sirrý náði smátt og smátt bata og hóf aftur að
vinna.
„Ég taldist ekki læknuð því það er talað um
fimm ára glugga. Æxlið var horfið, en samt
sást alltaf einhver skuggi. Mér hafði liðið
ágætlega en var orðin orkulítil þarna árið
2015,“ segir Sirrý.
„Allt í einu fór fóturinn á mér að bólgna upp
og varð alveg margfaldur. Ég hringdi í vin
minn sem er læknir
og hann sagði mér að
fara strax upp á
slysó, ekki á morgun,
heldur strax. Við fór-
um upp á spítala og
hittum lækni sem
sagði þetta ekki líta
vel út en ég ætti að
fara daginn eftir að
hitta minn krabba-
meinslækni. Ég hugsaði að þetta væri ekkert
og næ að sannfæra Jens um það og fór því ein
til læknisins daginn eftir. Ég var viss um að
þetta væri bara sogæðabólga, en kannski innst
inni vissi ég betur. Það kom í ljós að æxlið var
komið aftur og orðið risastórt. Ég var líka
komin með meinvörp í marga eitla. Ég spurði
um lífslíkurnar, spurning sem enginn ætti að
spyrja því enginn getur í raun svarað þessu.
Maður vill vita en maður hefur ekki endilega
neitt við það að gera,“ segir Sirrý og segir
læknana hafa gefið sér eitt til þrjú ár.
„Þetta var rosalegur skellur og sárt. Þetta
áfall keyrði mig alveg niður,“ segir Sirrý og seg-
ist hafa byrjað í meðferð nokkrum dögum síðar.
Sirrý segir lækninn sinn einstaka mann-
eskju sem eigi mikinn þátt í hennar bata.
„Ég leitaði líka til annars læknis til að fá
annað álit. En læknirinn minn er mín mann-
eskja og ég fann að ég treysti henni. Ég fór á
fullt í harða lyfjameðferð og náði að klára sjö
skipti og það dugði. Síðan eru liðin sex ár.“
Sirrý segir fjölskylduna hafa staðið þétt við
bakið á henni og allir lögðu hönd á plóginn.
Hún er alltaf í reglulegu eftirliti og segir æxlið
ekki sýnilegt í dag.
„Ég trúi því að það sé farið.“
Ætlaði að sigra krabbann
Hvernig bregst maður við að heyra í raun
dauðadóminn?
„Fyrst varð ég rosalega reið og fór út í bíl og
hringdi í pabba af því hann er svo sterkur.
Þegar ég var búin að segja öllum og taka utan
um krakkana, þá hrundi ég. Ég grét alveg
rosalega mikið,“ segir Sirrý sem fór niður í
dýpstu dali og upplifði tilfinningar sem hún
vissi ekki að væru til.
„Það hafði verið sagt við mig alla ævi að ég
væri svo góð, hjálpsöm, dugleg og blíð. Það
hafa kannski verið mín karaktereinkenni.
Það er gott að vera blíður og umburðar-
lyndur. En þarna bara týndi ég sjálfsmynd-
inni. Ég varð reið, sorgmædd og afbrýðisöm
út í heilsu annarra. Ég hafði aldrei áður fund-
ið fyrir afbrýðisemi. Mér fannst fjölskylda
mín hafa gengið í gegnum nógu mörg áföll og
margt sem hafði verið erfitt,“ segir Sirrý.
„Ég fór í mikla sorg og reiði og fólkið mitt
hafði áhyggjur af mér. Ég fékk kvíðalyf og
þunglyndislyf en þau breyttu ekki neinu og ég
bara grét. En svo vaknaði ég einn morguninn
og ég vissi hvert ég væri að fara. Ég man að ég
kom niður og það voru allir í eldhúsinu. Ég tók
inn nokkur lyf sem ég varð að taka en henti öll-
um hinum. Öllum lyfjum sem komu krabba-
meininu ekki við. Það var auðvitað strollan á
eftir mér að spyrja mig hvað ég væri að gera.
„Mátt þú þetta?“ Ég sagði þeim að þetta væri
ekki mín leið, þetta væri komið gott og nú væri
þetta áfram gakk. Ég vissi hvernig ég ætlaði
að gera þetta.“
Hvernig ætlaðir þú að gera þetta?
„Ég ætlaði bara að sigra þetta. Ég hafði trú;
trú á sjálfri mér og trú á að ég gæti það. Ég
var búin að hugsa svo mikið um þetta „eitt til
þrjú ár“ og ákvað að breyta þeirri tölu. Ég
ákvað svo að þetta yrði ekki rætt meira,“ segir
Sirrý og segist hafa smátt og smátt unnið sig
út úr sorginni.
Mætti sjálfri mér í rauðum kjól
Blaðamanni verður að orði að það sé skrítið að
vakna einn góðan veðurdag með breytt hugar-
far. Sirrý samsinnir því.
„Ég gerði það; ég hætti að grenja,“ segir
hún og segist hafa dreymt sérkennilegan
draum þessa nótt.
„Mig dreymdi tunglið. Ég stóð uppi á Hálf-
dán, sem er heiðin á milli Tálknafjarðar og
Bíldudals, og ég mætti sjálfri mér en ég horfði
aldrei í augun á mér. Ég var eins og dansandi
gyðja í eldrauðum flaksandi kjól. Ég var með
mikið og sítt hár, en á þessum tíma var ég hár-
laus af lyfjagjöf. Þessi gyðja var að koma norð-
urleiðina en ég vesturleiðina og tunglið yfir
okkur var risastórt. Ég mætti mér þarna og
hugsaði; allt verður í lagi,“ segir hún og við-
urkennir að draumurinn hafi verið afar sér-
stakur og táknrænn.
„Ég ræddi mikið við vinkonu mína Mörtu
’
Ég geymi ekki neitt lengur og
á það líka við litla og fárán-
lega hluti. Það er ekki til neitt
sem heitir spariföt; ég fer bara í
það sem mig langar til. Ég nota
fínu glösin hversdags, ég held
boð af engu tilefni og baka
rjómatertur á miðjum degi.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021
Snjódrífurnar fóru yfir Vatnajökul
í fyrra undir dyggri stjórn fjalla-
garpsins Vilborgar Örnu. Í ár ætla
þær upp á Hvannadalshnjúk og
styrkja um leið gott málefni.
Sirrý nýtur sín best í
útivist og veit fátt betra
en að komast á fjöll.
Ljósmynd/Jorri Kristjánsson.
Ljósmynd/Soffía Sigurgeirsdóttir