Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021 HEILSA E r þetta ekki bara gamla húsa- sóttin sem lítið var gert með á áttunda og níunda áratugn- um? Rakaskemmdir geta leyst úr læðingi eitruð efni sem geta haft áhrif á heilsufar fólks og eitt af því fyrsta sem kemur fram er radd- veilur. Þannig getur versnandi raddheilsa verið fyrsta merki um rakaskemmdir,“ segir dr. Valdís Ingibjörg Jóns- dóttir, talmeina- og raddfræð- ingur, sem hefur vaxandi áhyggjur af áhrifum mygluskemmda í húsum á raddheilsu þjóðarinnar, ekki síst hjá nemendum og kennurum enda hefur mikið verið fjallað um myglu- skemmdir í skólum að undanförnu. Ekki er til ein ákveðin skilgreining á húsasótt, hún fer eftir því hvort vitnað er í læknisfræði eða verkfræði. Þó hafa menn sammælst um eftirfar- andi skilgreiningu: Þegar íbúar húss (einn eða fleiri) hafa óæskileg lík- amleg eða andleg einkenni/óþægindi sem tengja má dvöl í rými. Talið er að um þriðjungur vinnu- afls þjóðar framfleyti sér á því að leigja röddina út í atvinnuskyni. Í raun ætti því leigutaki að bera ábyrgð á velferð raddarinnar meðan hún er notuð í starfi, að dómi Valdísar. Raddveilur eins og langvarandi hæsi, ræma, raddbrestir, lítið raddþol, kökktilfinning í hálsi, raddþreyta við lestur, söng eða samræður hafa reynst vera algengar meðal þeirra sem nota röddina sem atvinnutæki. Ein stærsta ástæða fyrir raddveilum hefur fram til þessa fyrst og fremst verið rakin til almennrar vanþekk- ingar á líffærafræði raddar, radd- heilsu og raddvernd. Þekkingarleysið bagalegt „Þetta þekkingarleysi er bagalegt,“ segir Valdís. „Ef þú sérð illa þá veistu um leið að eitthvað er að augunum og ef þú gengur haltur þá veistu að eitt- hvað amar að fætinum. Fólk áttar sig síður á röddinni enda þótt hæsi, háls- bólga, þurrkur, raddbrestir og sitt- hvað fleira sé skýr vísbending um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þetta á jafnt við um leika sem lærða. Þeir sem eru að rannsaka áhrif myglu átta sig ekki alltaf á að samhengi er á milli þessara þátta, það er að segja myglu og raddveilna.“ Raddböndin liggja í öndunarveg- inum og fyrir vikið er þetta atvinnu- tæki svo margra í stöðugri hættu, bendir Valdís á. „Fari óværa í loftinu eins og mygla ofan í öndunarveginn er viðkvæmum þekjulögum radd- banda hætta búin, svo og slímbú- skapnum öllum. Inniloft ertir slím- himnulög raddbandanna sem dregur úr teygjufærni þeirra og gerir það að verkum að tónmyndun verður ekki eðlileg, með öðrum orðum raddveilur skapast.“ Mygla í skólum er ekki séríslenskt fyrirbrigði en Valdís segir þetta vandamál þekkt víða um Evrópu enda séu skólabyggingar misjafnar að gæðum. Hún þekkir vel til í Finn- landi, þar sem hún tók doktorsprófið, og segir margar rannsóknir hafa ver- ið gerðar þar og allt beri að sama brunni. „Það bendir allt til þess að mygluloft hafi slæm áhrif á raddgæði fólks. Þetta er bagalegt fyrir kenn- arana enda erum við að tala um fræðslutækið sem blessuð börnin okkar eiga að súpa sína þekkingu úr.“ Finnskar rannsóknir hafa leitt í ljós að 38% kennara sem búið hafa við slæm loftgæði í skólum hafa fengið barkabólgu og 53% nefslímubólgu. Jók líkurnar þrefalt Ein rannsókn, sem Valdís þekkir til, sýndi fram á að dvöl leikskólabarna í rakaskemmdu húsnæði jók þrefalt líkurnar á hæsi hjá þeim. Endur- bætur á húsnæði leikskóla minnkuðu marktækt hæsina, eða sjúkdóms- einkennin, eins og Valdís vill kalla það. „Hæsi í hverri viku eða oftar fannst hjá leikskólabörnum sem dvöldu í miklu rakaskemmdu hús- næði á móti 7% sem fundust hjá börn- um í minna rakaskemmdu húsnæði. Í lélegu innilofti er fólk með meiri raddveilur og fær oftar hálsbólgu heldur en þeir sem vinna við góð inni- loftskilyrði, samkvæmt finnskri rann- sókn. Þá er sterkur grunur um að dvöl í óhollu röku innilofti leiði til astma,“ segir Valdís. Hún segir brýnt að stíga þegar í stað af fullum þunga inn í þessa at- burðarás. „Inniloft í skólum verður að vera betra en það er. Hreinsa þarf mygluloftið ef ekki á illa að fara. Búi börn við slæm loftgæði frá fyrstu tíð kann það að hafa mjög slæm áhrif á raddheilsu þeirra, að ekki sé talað um heilsuna almennt. Góð loftræsting er nauðsynleg, ekki síst í atvinnu- húsnæði þar sem þarf að tala mikið, en allur gangur er á því hvernig loft- ræstitæki eru hirt. Þessu þarf að breyta og ekki má gefa neinn afslátt. Koma þarf hreinu og tæru súrefn- isríku lofti að.“ Sækja meira í timbrið Valdís segir Finna hafa brugðist við þessu með því að leggja aukna áherslu á að hafa nýjar skólabygg- ingar úr timbri. Hún vitnar til orða kollega síns, sem er dósent við há- skólann í Tampere, en hún hefur komið í slíkan timburskóla og þar hafi inniloftið verið mjög ferskt og hljóm- gæðin mikil góð. „Það er gömul saga og ný að betra loft sé í viðarhúsum en steyptum enda byggingarefnið líf- rænt og hita- og rakastigið skiptir miklu máli,“ segir Valdís sem varar að auki við því sem hún kallar flýti- áráttu við að koma upp byggingum hér á landi. Slík vinnubrögð bíti okk- ur fyrr en síðar í rassinn. Fólk hefur leitað til hennar vegna gruns um raddveilur af völdum myglu og segir Valdís alla jafna taka lengri tíma að greina og laga þau vandamál. Það takist raunar ekki allt- af til fullnustu en hægt sé að leika ákveðinn varnarleik í þeim tilfellum, það er að segja með því að kenna fólki að þekkja raddþol eigin raddar. „Það er alltaf erfitt þegar óværa fer ofan í slímbúskapinn; það veikir þolið og fólk má ekki við eins miklu.“ Spurð hvenær menn hafi farið að veita þessu mygluvandamáli athygli með hliðsjón af raddheilsu segir Val- dís ekki gott að segja. „Raddvísindin varðandi atvinnurödd eru afskaplega ný og ég hef staðið svolítið ein í þess- ari baráttu hér á landi. Vonandi eru augu fólks þó smám saman að opnast og ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en litið verður á raddheilsu sem hluta af heilsufari!“ Versnandi raddheilsa getur verið fyrsta merki um rakaskemmdir Mikið er talað í skólastofum og mygla getur fyrir vikið haft slæm áhrif á röddina. Myndin tengist efni greinarinnar ekki með beinum hætti. Morgunblaðið/Eggert Dr. Valdís Ingi- björg Jónsdóttir berst fyrir radd- heilsu þjóðarinnar. Allt bendir til þess að rakaskemmdir í skóla- húsnæði geti haft slæmar afleiðingar á raddheilsu fólks. Dr. Valdís Ingibjörg Jóns- dóttir, talmeina- og raddfræðingur, segir brýnt að sporna hratt og örugglega við þeirri þróun og gefa engan afslátt af úrbótum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is - Þurrkur - Erting /kitl - Ræskingarþörf - Röddin endist ekki í löngu tali - Hættur að geta sungið/heldur ekki lagi - Raddbrestir - Langvarandi hæsi án kvefs - Kökktilfinning í hálsi - Raddþreytuein- kenni við upplestur – söng – eða í samræð- um Radd- veilu- einkenni Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ÿ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ÿ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ÿ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is MYRKVA RÚLLUGARDÍNUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.