Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Blaðsíða 29
skrifaði undir en hún birtist undir
merkjum þáttarins „POP-punktar“.
Ekki nóg með það. Enn fremur kom
fram að væri áhugi Hendrix á að heim-
sækja einhvern vissan stað mikill, ætti
hann það til að slá verulega af kaup-
kröfum sínum, en þá með því skilyrði
að þeir staðir, sem hann kæmi fram á
væru litlir og notalegir og sæktist hann
aðallega eftir að spila í litlum klúbbum
og dansstöðum, en hefði oftsinnis lýst
„prumpi og frati“ á tilboð um að koma
fram á hljómleikum í stórum hljóm-
leikasölum og útisvæðum, þar sem
hann segir vera nær ógjörning að ná
sambandi við áheyrendur.
Albert kunni ráð við þessu: „Okkur
hefur einna helzt komið til hugar að
láta hann koma fram fjögur eða fimm
kvöld hér í Las Vegas, en einnig hef-
ur það komið til tals að leigja stærra
danshús undir gaukinn. — Hvort sem
yrði verður ekki hægt að hafa að-
gangseyrinn lægri en í kringum 1000
krónur til að allir endar nái saman,“
sagði plötusnúðurinn.
Hann sló að vísu þann varnagla að
kannski væri of snemmt að fara út í
útfærsluatriði strax. „Það er víst bezt
að bíða með slíkt að minnsta kosti
þangað til það er komið á hreint með
það, hvort Jimi Hendrix kemur og
það verður í fyrsta lagi ekki fyrr en í
næsta mánuði.“
Á forsíðum íslenskra blaða
Hafi þessi áform einhvern tíma verið
áþreifanleg runnu þau alltént út í
sandinn tveimur dögum síðar – þegar
Jimi Hendrix lést í Lundúnum, að-
eins 27 ára að aldri.
Morgunblaðið færði þjóðinni þá
sorglegu frétt á forsíðu daginn eftir,
19. september 1970, sem hlýtur að
hafa sætt tíðindum á þeim tíma þegar
rokkari átti í hlut og er augljós vitnis-
burður um vinsældir og frægð
mannsins. „Bandaríski gítarleikarinn
og poppstjarnan Jimi Hendrix lézt í
London í gær, 24 ára gamall [sic].
Dagblöðin sögðu hann hafa látizt
vegna ofneyzlu eiturlyfja, en tals-
maður sjúkrahússins, sem Hendrix
var fluttur á, sagði: „Við vitum ekki
hvar, hvernig eða hvers vegna hann
lézt.“ Líkið verður krufið, til að hægt
verði að ákvarða dánarorsök.“
Síðan var nánari grein gerð fyrir
hinum látna. „Jimi Hendrix var í hópi
beztu gítarleikara heims. Hann kom
fyrst til Bretlands árið 1967 og vakti þá
strax mikla athygli fyrir eggjandi
sviðsframkomu og æsandi gítarleik.
Hann átti það til að leika á gítarinn
með tönnunum og kveikja í honum á
eftir, en þó lék enginn vafi á því, að
hann var gítarsnillingur. Hann var kos-
inn bezti tónlistarmaður heims af les-
endum brezka músíkblaðsins Melody
Maker í kosningum þess árið 1967.“
Tíminn var einnig með dánar-
fregnina á forsíðu sama dag og birti
aukinheldur mynd af Hendrix. Heim-
ildin var NTB í Lundúnum deginum
áður sem skýrir orðalagið í fréttinni.
„Bandaríska popp-stjarnan Jimi
Hendrix lézt í dag á St. Mary Abott-
sjúkrahúsinu í London. Hann hafði
tekið of stóran skammt af svefnlyfj-
um. Hendrix var lagður inn á sjúkra-
húsið meðvitunarlaus um kl. 12 í dag
og var vonlaust að bjarga lífi hans.“
Vísir fjallaði einnig um málið á for-
síðu sama dag undir fyrirsögninni:
„Dularfullur dauðdagi Jimi Hendrix“.
Þar stóð: „Ameríski negrinn Jimi
Hendrix, sem verið hefur ókrýndur
konungur og upphafsmaður hinnar
villtu soul-hljómlistar fannst í gær-
morgun í íbúð sinni í London mjög
þungt haldinn og var fluttur tafar-
laust á sjúkrahús, en hann var látinn
áður en þangað var komið. Læknar
sjúkrahússins kváðust ekki hafa getað
fundið út hver dánarorsökin væri og
hefur því krufning verið ákveðin, jafn-
framt því, sem lögreglan hefur þegar
hafið nákvæma rannsókn á málinu.“
Síðan vitnaði blaðið til fyrri skrifa
sinna. „Svo sem frá var skýrt hér í
Vísi í síðustu viku, hafði íslenskur aðili
unnið að því síðan s.l. vetur að fá
þennan vinsæla gítarleikara og söngv-
ara hingað til lands og þeim málum
hafði miðað mjög vel áfram og Hend-
rix sýnt fullan hug á því að koma hing-
að og spila nokkur kvöld fyrir litla
þóknun, aðeins til að fá tækifæri til að
skoða sig um hér á landi, en einnig til
að fá augum litið íslenzkar stúlkur,
sem hann hafði heyrt látið mjög vel af.
Var búizt við frumdrögum að samn-
ingum varðandi hingaðkomu hans í
byrjun næsta mánaðar.“
Sláandi er að rifja þetta upp, það
verður að viðurkennast. Nógu voru
örlög Jimi Hendrix víst grimm fyrir
þótt við þau bætist ekki að hann hafi
rétt misst af ferðalagi til Íslands.
AFP
11.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
SPRAUTA Eftir langvarandi lá-
deyðu veitir rokkheimum ekki af
stungu í upphandlegginn og Seb-
astian Bach, fyrrverandi söngvari
málmbandsins Skid Row, fékk ein-
mitt það í vikunni, þegar hann var
bólusettur gegn kórónuveirunni.
„Til í tuskið,“ tísti hann og hvatti
um leið alla rokkelska til að fara í
bólusetningu svo hægt væri að
rjúka af stað og efna til tónleika.
„Mæltu manna heilastur,“ sagði
Dee Snider í Twisted Sister. „Fæ
seinni sprautuna í næstu viku.“
Bach settur undir nálina
Bach var ánægður með sprautuna.
Twitter
BÓKSALA Í MARS
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Heimferðarsett
Prjónafjelagið
2
Eldarnir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
3
Það hófst með leyndarmáli
Jill Mansell
4
Dulmál Katharinu
Jørn Lier Horst
5 Litlir lærdómshestar
6
Fyrsta málið – Kim Stone
Angela Marsons
7
Spegilmennið
Lars Kepler
8
Í leyndri gröf
Viveca Sten
9
Aprílsólarkuldi
Elísabet Jökulsdóttir
10
Stríð og kliður
Sverrir Norland
11
Herbergi í öðrum heimi
María Elísabet Bragadóttir
12
Snerting
Ólafur Jóhann Ólafsson
13
Vítisfnykur
Mons Kallentoft
14
Ládeyða
Ann Cleeves
15
Ég elska Regnboga-
einhyrninga
16
Kona fer í gönguferð
Hanna Óladóttir
17
Hulduheimar 10
– Vatnaliljutjörn
Rosie Banks
18
Syngdu með Láru
og Ljónsa
Birgitta Haukdal
19
Hulduheimar 9
– Draumadalurinn
Rosie Banks
20
Ketó: hugmyndir-
uppskriftir-skipulag
Hanna Þóra Helgadóttir
Allar bækur
Í sálgæslunámi mínu í HÍ var hluti
af námsefninu Leitin að tilgangi
lífsins eftir Viktor Frankl. Höfund-
urinn var vel menntaður geðlækn-
ir og segir hér sögu sína úr
útrýmingarbúðum í seinni heims-
styrjöldinni og hvernig honum
tókst að lifa þá dvöl af. Hann helg-
aði líf sitt því að
aðstoða fólk sem
hefur lent í erf-
iðleikum. Reynsla
hans og úrvinnsla
á henni hefur
einnig skilað til
okkar þessum
mögnuðu frá-
sögnum úr fangabúðunum.
Viktor komst að því að enginn
gæti flúið þjáningar og dauða, þau
væru órjúfanlegur hluti lífsins.
Maðurinn yrði að taka lífinu öllu
sem verkefni sem honum einum
væri ætlað. Það gæti enginn annar
axlað það fyrir hann. En ein-
staklingurinn hefði alltaf val og
ákveðið frelsi, þó aðstæður væru
mjög erfiðar.
Hann orðaði það svo að mað-
urinn væri í eðli sínu frjáls til
hinstu stundar. Það er þetta and-
lega frelsi sem ekki verður frá
okkur tekið sem ljær lífinu tilgang
og takmark.
Ég hef alltaf haft gaman af því
að lesa um líf og störf fólks á Ís-
landi áður fyrr. Mér finnst áhuga-
vert að heyra
hvernig fólk tókst
á við lífið sem oft
einkenndist af
þrengingum og
harðræði. Seigla,
dugnaður og
þrautseigja Ís-
lendinga kemur
sterkt fram í bókinni Fátækt fólk
sem eru æviminningar Tryggva
Emilssonar. Sagan gerist á síðustu
öld og lýsir lífsbaráttu fólks sem
lifir við sára fátækt og fá úrræði í
atvinnumálum. Maður hreinlega
finnur kuldann og hungrið inn að
beini við lestur bókarinnar. Mér er
sérstaklega minnisstæð lýsing
Tryggva á því þegar faðir hans
kom heim í kotið með barn sem
hann hafði eignast með konu er
bjó annars staðar. Ungbarnið
lagði hann í rúmið hjá Tryggva,
sem þá var um eða innan við
fermingu og honum var falið að
sjá um það. Ömurlegar aðstæður,
kuldi og raki, hungur og farsóttir
voru daglegt brauð og svo fór að
barnið fékk lungnabólgu og lést í
rúminu hjá táningnum sem hafði
gert sitt besta miðað við að-
stæður til að hjúkra því.
Nýlega las ég svo bók sem heitir
Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir
því eftir á? Hún er
eftir Höllu Birg-
isdóttur sem lýsir
hér reynslu sinni
af því að veikjast
af geðhvarfasýki
og fara í geðrof.
Þetta er ákaflega
heiðarleg og
mögnuð lýsing á veikindum ungr-
ar konu í blóma lífsins með mann
og ungt barn, á leið í frí erlendis
þegar heimurinn fer í einni svipan
á hvolf. Bókin fær mann til að
hugsa um hve stutt er oft á milli
heilbrigði og heilsubrests þegar
kemur að geðheilsu mannsins og
hvernig hinn veiki sér hlutina frá
öðru sjónarhorni, jafnvel víðara en
hinn heilbrigði. Hvenær er maður
þá geðveikur og hvenær ekki?
MARGRÉT S. GUÐJÓNSDÓTTIR ER AÐ LESA
Frjáls til hinstu stundar
Margrét Stein-
unn Guðjóns-
dóttir er
grunnskóla-
kennari.