Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 11. APRÍL 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Risaleikur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leik-
tíð fer fram á Lundúnavangi í dag, sunnudag, þegar heimamenn í
West Ham United taka á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester var í þriðja sæti og West Ham í því fjórða þegar flautað var
til leiks í 31. umferð deildarinnar en hvorugt lið er vant að vera á
þessum slóðum; Leicester hefur einu sinni leikið í Meistaradeildinni
en West Ham aldrei. Fyrrnefnda félagið kastaði slíku sæti að vísu frá
sér í fyrra og er án efa staðráðið í að láta það ekki endurtaka sig.
Svona „óvenjulegur“ leikur hefst að sjálfsögðu á óvenjulegum tíma,
stundvíslega klukkan 13.05.
Leikurinn er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Bretar stýra
báðum liðum en stjórar af því þjóðerni hafa verið sjaldséðir á topp
fjórum í Englandi eftir að Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man-
chester United. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er frá Norður-
Írlandi og David Moyes, sem rekur trippin hjá West Ham, skoskur.
Jesse Lingard hefur verið
sjóðheitur eftir að hann
kom til West Ham.
AFP
Á framandi slóðum
Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy eru skæð-
ustu sóknarmenn Leicester City.
AFP
West Ham United og Leicester City sækj-
ast eftir sæti í Meistaradeild Evrópu.
„Ungbarn í óskilum“ sagði á
forsíðu Morgunblaðsins 5. apríl
1960 og með fylgdi meðfylgj-
andi mynd af lögregluþjónum
færa barnavagn inn í lög-
reglubíl. „Að vísu í lögreglubíl,
en ekki á leið í „Steininn“,“
segir í myndatexta. Í frétt
blaðsins segir að vagn litlu
stúlkunnar hafi verið tekinn við
heimili hennar við Stýrimanna-
stíg og hann skilinn eftir fyrir
utan verslun á Vesturgötu. Ekki
væri vitað hver hefði fært vagn-
inn eða framið „barnsránið“
eins og blaðið orðar það.
Hvergi er betra að leita með
óleystar ráðgátur en í fésbók-
arhópnum Gamlar ljósmyndir.
Það sannast í þessu tilviki. Þar
var myndin birt á dögunum og
Jóhanna Elísabet Jónsdóttir
hafði þar svar á reiðum hönd-
um: Stúlkan í vagninum var í
pössun og hvarf í raun og veru
ekki frá heimili sínu, heldur
gleymdist einfaldlega fyrir utan
búðina. Stúlkan heitir Nanna G.
Heiðarsdóttir, er fædd árið
1959 og býr núna í Svíþjóð. Að
sögn Jóhönnu var það kaup-
maður sem hringdi á lögregl-
una vegna vagnsins í stað þess
að setja sig beint í samband við
fjölskylduna, eins og hann hefði
getað gert. Þess vegna varð
þetta að lögreglu- og enn frem-
ur blaðamáli. snorrim@mbl.is
RÁÐGÁTA Í 60 ÁR
Málið loks-
ins upplýst
Hvernig endaði barnavagn fyrir utan búðina hjá Denna? Svarið er komið.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Gabríel Ó́lafsson
píanóleikari
Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari
Magnús Jóhann Ragnarsson
píanóleikari